Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 32

Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 32
351 LÖGRJETTA 352 Sftír Senedíkt ©röndal. Tyrírlestur haldínn í (Reybjavíh 4. febrúar 1888 6kkí prentaður áður. ©eílur Hannesar Tiafsteín og Senedíhts Gröndal um rómantíh og realísma ‘'ínngangur Kringum 1870 og þar á eftir hefst ný hreyfing í andlegu lífi Norðurlanda, eink- um Danmerkur, með háskólafyrirlestrum Georgs Brandesar um meginstefnur Evrópu- bókmentanna. Þá urðu um alllangt skeið allharðvítugar deilur um bókmentir og menningarmál og kenningar Brandesar höfðu um tíma mikil áhrif. Ýms bestu skáld Norðurlanda voru um skeið að einhverju eða öllu leyti á hans bandi, s. s. Holger Drachmann og I. P. Jacobsen, Schandorp og Gjellerup í Danmörku, Kielland og að vissu leyti Ibsen og Bjömson í Noregi. Sumir þessara manna sneru síðan baki við Brandes og deilurnar hjöðnuðu smásaman. Um þessar mundir mátti Kaupmannahöfn heita andlegur höfuðstaður Islands og eins og vænta mátti urðu íslenskir stúdentar, sem þar vora við nám, einnig fyrir áhrif- um frá umbrotunum, sem þá voru þar í andlegu lífi. Sumir þeirra urðu mjög hrifn- ir af Brandesi og nokkuð handgengnir hon- um og tóku sig saman um það, að ryðja hinum nýju skoðunum einnig braut í ís- lenskum bókmentum. Þeir gáfu út Verð- andi 1882 og átti það að verða ársrit, en kom ekki út nema einu sinni. „Suðri“ og „Heim- dallur“ áttu síðan að stefna í svipaða átt, en úr þeim ritum varð líka fremur lítið. En mennirnir, sem upphaflega stóðu að Verðandi urðu merkir menn og rithöfundar hver á sínu sviði, þeir Hannes Hafstein, Gestur Pálsson og Einar Hjörleifsson Kvar- an, en einn þeirra, Bertel Ó, Þorleifsson, dó um þessar mundir. Þegar Hannes Hafstein kom heim aftur að loknum Hafnarárum sínum mun hann á ýmsan hátt hafa farið að tala hjer máli hinnar nýju bókmentastefnu. 14. jan. 1888 flutti hann í Goodtemplarahúsinu fyrirlest- ur um „ástand íslensks skáldskapar nú á tímum“, en Nikolín tannlæknir söng ein- söngva fyrir og eftir. Þessum fyrirlestri svaraði Gröndal 4. febrúar með öðru erindi og vöktu þessar deilur mikla athygli. Þær eru að mörgu leyti merkilegur þáttur í ís- lenskri bókmentasögu þessara ára og er íyrirlestur Gröndals nú prentaður hjer á eftir í fyrsta sinn, eftir eigin handriti hans. Hannes Hafstein hafði aðallega talað um Grím, Matthías, Steingrím, Gröndal og Jón Ólafsson. „Hann fór víða snjöllum orðum um kosti á skáldskap þessum“, segir Isa- fold, „og var drengilega djarfmæltur og ber- orður um ókostina. Sumt í dómum hans virtist þó miður vandlega skoðað eða ræki- lega íhugað. Niðurstaðan var sú, að íslensk- ur skáldskapur væri á afturfararskeiði, eða nær því í fullkomnu dái nú sem stendur. ... Kveðskapurinn, sem nú væri að líða undir lok, hefði hneigst mest að einstreng- ingslegum þjóðernisátrúnaði, er heimurinn nú, öld rafmagns og gufuafls, væri farin að sjá, að ekki væri annað en reykur. ... Yrk- isefnin væru orðin úrelt og það fyndu skáldin ósjálfrátt og því væru þau þögnuð. Fátækt landsins og einstæðingsskapur stæði einnig skáldskapnum fyrir þrifum. Endur- reisnin væri undir því komin, að skáldin fengju nýjar hugmyndir til yrkisefnis". Þetta voru, að því er blöðin sögðu, aðalat- riðin í fyrirlestri Hannesar Hafstein og var honum, að því er þau segja, vel tekið, enda áheyrilega fluttur. Margir hafa samt verið óánægðir með ýmsa dóma H. H. og skor- uðu á Gröndal að svara honum, að því er hann segir sjálfur í óprentuðu blaði um fyrirlesturinn, sem var fluttur fyrir fullu húsi og urðu margir frá að hverfa. „Fyrir- lesturinn var áheyrendum til mikillar skemtunar, enda var hann fluttur með hinu alkunna fjöri og fyndni ræðumannsins“, segir Þjóðólfur. „Hannes hafði lýst mig ein- tóman hringlara og ómögulegan“, segir Gröndal, „og gert að mjer háð og spott, svo sem viðurkenningu fyrir það, að jeg, gam- i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.