Óðinn - 01.07.1934, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.07.1934, Blaðsíða 4
52 '0 Ð I N N m Frá hinum fornu átthögum Alþingis. Eftir Guðmund Davíðsson. Hvert mannsbarn á Islandi, sem komið er til vits og ára, kannast við Þingvelli við Öxará — hið forna heimili Alþingis — og marga þá við- burði, sem þar hafa gerst, að fornu og nýju. En tiltölulega fáir þekkja þann stað af eigin sjón. Ljósmyndir og prentuð brjefspjöld af Þingvöllum eru að vísu dreifðari út um bygðir landsins en af nokkrum öðrum stað á íslandi. Þau hjálpa mörgum til að fá rjetta hugmynd um útlit staðarins, og umhverfi hans. Eftir að Alþingi hafði bústaðaskifti fyrir 135 árum siðan, beindist athygli almennings frá hin- um fornu álthögum þess og til Reykjavíkur. En þegar Fjölnismenn komu til sögunnar og Jón Sigurðsson forseti, rifjast Þingvellir aftur upp í hugum manna. Forsetinn hafði þessi um- mæli um Þingvöll: »Hann er sá merkilegasti staður, sem við eigum«. Og Tómas Sæmunds- son, hinn áhugamikli framfaramaður, segir: »A1- einað hjá honum en hinum tveimur, hvorum um sig. Mússólíni hefur konunginn við hlið sjer og Stahlín ráðamikla framkvæmdanefnd, en eftir dauða Hindenburgs er ekkert slíkt hlið- stætt vald til í þýskalandi. Stahlín var umkomu- laus æfintýramaður í æsku sinni. Mússolíni var múrarasveinn og Hitler málarasveinn. Fað er hið mikla umrót, sem átt hefur sjer stað í heimin- um með ófriðnum mikla og eftirköstum hans, sem skapað hefur þessa menn. Allir hafa þeir að sjálfsögðu verið gæddir afburðahæfileikum. Einveldisstefnan, sem nú er að ryðja sjer til rúms víðsvegar um heiminn, mætir að sjálf- sögðu mótstöðu hjá fjölda þeirra manna, sem aldir eru upp við frelsishugmyndir og lýðræðis- trú síðastliðinnar aldar. En það er bylgjuhreyf- ing á allri viðburðanna rás hjer í heimi, og eínnig á hugsjónum manna og skoðunum. Ein öldin fordæmir það, sem önnur hefur hossað hæst. Svo hefur það gengið að undanförnu, og svo mun það ganga framvegis. þingi og Þingvellir er svo nágróið í hugum manna, að það verður varla aðskiliðcc. Hann segir ennfremur: »Hinir heillariku ávextir frels- isins koma í öllu í Ijós á Þingvöllum. — t*ar eru Islendingar fyrst og fremst heima hjá sjer. Andi feðra vorra kemur yfir þá og leggur þeim orð í munn, og gefur orðunum kraft. — Al- þingisstaðurinn gamli hefur meira til að vera í lotningu hjá Islendingum en nokkur annar staður, sem þjóðhelgi hefur haft hjá nokkurri þjóð nokkurntíma, nokkurstaðar í veröldinni«. Ummæli Tómasar Sæmundssonar um gildi Þingvalla fyrir þjóðina munu meðal annars hafa stutt að því, að þar voru haldnir hinir svo nefndu þjóðfundir, eða þingvallafundir. l’egar Snorri goði þurfti að leysa vandræði vina sinna, er sótlu fund hans og báðu hann liðveislu, gekk hann upp á hið fornhelga fell hjá bæ sínum og hugsaði þar málin. Er sagt að þau ráð, sem þar voru ráðin, hafi síst að engu orðíð. Hinir kjörnu fulltrúar þjóðfundanna fóru að dæmi Snorra og kusu sjer fornhelgan fundarstað, til að ráða fram úr vandamálum þjóðar sinnar. Fyrir rúmum 200 árum siðan lifðu þau um- mæli, að umhverfis heimili Alþingis, i Þingvalla- sveit, hefðu staðið 50 bæir, og að Hrafnabjörg (sem nú er eyðibýli undir samnefndu felli) hefðu staðið í miðri sveit. Munnmæli herma ennfremur, að á bæ þessum hafi verið hálf- kirkja (eða bænahús). Tóttarbrotin, sem þar eru enn sýnileg, virðast líka benda á að svo hafi verið. Umhverfis þetta forna býli er nú gróður- lítið brunahraun, en þó sjást enn strjálstæðir birkirunnar hjer og hvar, að öðru leyti er þar nú ömurlegt og óbyggilegt. í sveitinni eru nú 10 bygð býli, en menjar sjást eftir 19 eyðibýli. Sjeu munnmælin á rökum bygð, vanta 15 býli, sem enginn veit hvar hafa staðið. Hafi 50 bæir átt að vera í Þingvallasveit til forna, varð bygð- in að hafa náð alla leið norðaustur að rótum Skjaldbreiðar. En það gat ekki átt sjer stað nema alt hraunið, suðvestan Skjaldbreiðar, hafi verið skógi vaxið. En nú er þar enginn vottur af trjágróðri. Ekkert skal þó fullyrt um þetta. En á það má benda, að enn þá vex birkikjarr í Ármannsfelli, og fleiri hæðum nálægt Þing- vallahrauni, í sömu hæð yfir sjó og rætur Skjaldbreiðar. Er því engin fjarstæða að ætla, að skógur hafi þakið alt Skjaldbreiðarhraun til

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.