Óðinn - 01.07.1934, Blaðsíða 9
ÓÐINN
57
skólar tekið upp þessa nýbreytni, ef þeir hefðu
áhuga á skógrækt. Til viðbótar þvi, sem gróð-
ursett er, hefur í seinni tíð verið dreifsáð
nokkrum miljónum af íslensku birkifræi um-
hverfis vellina. Tíminn sker úr, hver árangur
verður af þvf.
Svo er ætlast til, að friðhelgi Þingvalla leiði
til þess, að birkið, sem enn er lifandi í hraun-
inu, nái þeim vexti næsta mannsaldur, að það
beri þroskað fræ, og að trjen sái því út frá
sjer, yfir gróðurberu hraunhólana og víðlendu
beru rjóðrin. Á þessum slóðum vaxa þá upp
ótal miljónir af birkiplöntum, sem með tíman-
um hylja auðnirnar, sem nú eru svo áberandi.
Friðlýsta landið yrði þí allsherjar græðireitur,
sem miðlaði hverri sveit á íslandi ókeypis
nokkrum þúsundum af bjarkarplöntum árlega
til gróðursetningar við bændabýlin, til gagns
og prýðis.
Grasfræi verður ekki safnað annarsstaðar en
þar, sem graslendi er algerlega friðað fyrir beit.
Sumstaðar á Þingvöllum hagar svo til, innan
girðinga, að afla mætti grasfræs, þegar tímar
líða. Fannig gæti þá friðunin orðið til þess, að
leggja til góðan skerf af skógfræi og grasfræi. 1
sambandi við þetta mætti vel minnast orða
skáldmæringsins Matthíasar:
»Seg ei að hraun pað sje hraun,
þótt hellurnar sýnist þjer dauðar.
Máske þar komi fram kom,
kryddað í 12 þúsund ár«.
Jafnhliða friðun og ræktun skógarins er enn
tilgangur friðhelginnar sá, að menn, sem dvelja
á friðlýsta landinu um lengri eða skemri tíma,
læri að meta náttúruna og störf hennar. Þess
er vænst, að hver maður finni köllun hjá sjer
til að varðveita frá skemdum hvern hlut,
lifandi og dauðan, sem þar á að njóta verndar
og friðar. Enginn á að skilja eftir rusl, eða
nokkurn hlut, sem óþrifnaði veldur eða er til
lýta, úti á viðavangi. Alt slíkt svívirðir fegurð
náttúrunnar, ekki einungis á friðlýstu landi,
heldur og alstaðar annarstaðar.
Á síðustu áratugum stefndi alt að því, að gera
Þingvelli að ferðamannalandi. Enda er það nú
orðin algild regla að bjóða erlendum gestum, sem
til Islands koma, fyrst og fremst til Þingvalla. Með
þessu er viðurkent, að Þingvöllur sje í raun og
og veru eini staðurinn á öllu íslandi, sem vert
er að skoða og sýna ókunnugu fólki. Á hverju
sumri koma líka til Þingvalla menn af flestum
þjóðum í Evrópu. Menn byrjuðu fyrir alvöru
að venja komur sínar á Þingvöll kringum 1890,
eða hjer um bil fyiir 40 árum síðan. Á þessu
timabili má gera ráð fyrir, að um 200 þús.
innlendir og erlendir gestir, að samantöldu, hafi
stígið fæti sínum á þann fornhelga stað, eða að
að meðaltali um 5000 menn á sumri. Eftir því
sem fólkinu fjölgar í landinu og samgöngur
batna innlands og víð útlönd, má gera ráð fyrir
vaxandi gestakomu þangað í framtíðinni.
Þingvellir verða jafnan nafnkunnir fyrir þrent.
í fyrsta lagi, að hafa verið heimili Alþingis og
höfuðstaður Islands í nálega níu aldir. í öðru
lagi fyrir það, að náttúrufegurð er þar meiri,
og einkennilegri, en víðast hvar annarsstaðar á
landinu, og í þriðja lagi fyrir friðhelgi þá, sem
þegar er stofnað til og á að hvíla yfir náttúr-
unni þar á ókomnum öldum.
Sögufrægð og friðhelgi Þingvalla hafa menn-
irnir skapað, en landslagið og fegurð þess er
frá hendi skaparans, eins og skáldið segir:
»Gat ei nema guð og eldur
gert svo dýrðlegt furðuverk«.
Alt þetta gerir staðinn ógleymanlegan hverjum
Islendingi um aldur og æfi, og nafnkunnan
meðal erlendra þjóða.
Eftir að fyrsti og merkasti þjóðgarðurinn í
Bandaríkjunum var lýstur friðhelgur, kom það
brátt i Ijós, að einstöku menn, einkum Indí-
ánár, gerðu sjer að leik að vanhelga landið,
með því að drepa fugla og önnur dýr, sem þar
voru vernduð. Stjórn Bandaríkjanna sá sjer
ekki annað fært, en senda herlið inn í þjóð-
garðinn, til að koma þar skipulagi á alt, sem
laut að sljórn hans og friðhelgi. Herflokkur
þessi, sem var nokkur hundruð manns, dvaldi
á hverju sumri í garðinum í 30 ár (1916 var
hann kallaður heim). Þelta hafði þann árang-
ur, að stjórn garðsins, helgi hans og framkoma
manna gagnvart náttúrunni varð nú sú fyrir-
mynd, sem hvergi á sinn líka á þessu sviði,
og sem Bandaríkin hafa orðið fræg fyrir. Stjórn
og fyrirkomulag allra annara þjóðgarða í Banda-
ríkjunum hefur verið sniðið eftir merkasta frið-
landinu.
Enn er svo skamt liðið frá því, að lög um
friðun Þingvalla urðu til, að ekki verður full-
yrt, hvort beita þurfi lögregluvaldi til að fram-
fylgja þeim, eins og Bandarikjamenn urðu
L