Óðinn - 01.07.1934, Blaðsíða 11

Óðinn - 01.07.1934, Blaðsíða 11
ÓÐIN N 59 Magnús Jónsson á Galtastöðum. Óðinn flytur nu mynd Magnúsar Jónssonar bónda á Galtastöðum ytri í Tungu i Fljótsdals- hjeraði. Hann var fæddur í Gunnhildargerði 9. apríl 1830. Foreldrar hans vóru Jón Vigfússon og Sesselja Pálsdóttir, fyrri kona hans, sóma hjón, bæði komin af ráðvöndu bændafólki í Tungu. Systkini álti Magnús nokkur og var eitt þeirra Sigmundur í Gunnhildargerði. Bendi jeg á þetta þeim, er vilja kynna sjer um ætt þeirra bræðra, en æfiminning Sigmundar er í óðni 1925. Bæði Jón Vigfússon og synir hans vóru afburðamenn að afli. Er sú saga sögð af Jóni, að hann kom af Vopnafirði með lest ásamt öðrum manni og fóru þeir Smjörvatnsheiði; hestarnir runnu á undan, en þeir gengu á eftir. Komu þeir þá að klyfjum, en hesturinn kominn langt á undan. Hljóp þá samferðamaðurinn fram með, en Jón tylti klyfjunum saman á silunum og fleygði þeim á öxl sjer og hjelt áfram sem ekkert hefði í skorist. Þá heyrði jeg afa minn segja frá því, að Jón kom innan yfir Ormar- staðaá og vóru 4 karlmenn. Jón hjelt á þessum samferðamönnum sínum í einu yfir ána. Magnús var, eins og þeir frændur, mikill á velli, hár og þrekinn, með mjög góðmannlegum en fastlegum svip. Eitt sinn var hann á Vopna- firði hjá Einari lækni Guðjóhnsen með ungl- ing til lækninga og dvaldi þar einhverja daga um miðsumarsleytið. Var rnargt af sjómönnum þar niðri í lendingunni. Vóru það Færeyingar og kaupstaðarbúar með hávaða og jafnvel rysk- ingum. Gekk Magnús niður til þeirra og mælti til þeirra í sínum venjulega ákveðna, ljúfa tón, að hætta þessu. SIó öllu í logn, en Magnús settist þar álengdar og sat þar þar til mann- fjöldinn var kominn í ýmsar áttir. Sagði Guð- jóhnsen að æskilegt hefði verið að hann væri þar við slik tækifæri. Magnús hóf búskap í Hallfreðarstaðahjáleigu um 1860. 1865, 5. júlí, kvæntist hann frænku sinni Bagnhildi Eiriksdóttur. Hún dó 22. nóv. 1871. Peim fæddist ekki barn. 22. okt. 1874 kvæntist Magnús Guðlaugu Sigfúsdóttur frá Sleðbrjót. I5á var það að bóndinn og skáldið hinumegin við lækinn, Páll ólafsson, kvað hið þjóðkunna kvæði: »Góði, kæri granni minn«. Guðlaug dó eftir þriggja ára sambúð. Eign- uðust þau 3 börn, en aðeins eitt, Sigfús, bóndi á Galtastöðum, náði þroska. Að Guðlaugu lát- inni tók Guðný systir hennar við innanhúss- störfum og annaðist þau til dauðadags. Frá Hallfreðarstaðahjáleigu fluttist Magnús 1883 að Galtastöðum ytri og bjó þar þar til hann ljest, 26. maí 1907. Hann var bú- þrifa maður, bjarg- vættur innan sveit- ar og ulan, eins og Páll ólafsson vikur að. Mörg börn og unglinga ól hann upp, ým- ist með meðgjöf eða alls engri, en allir vildu eiga börn sín hjá honum. Meðhjálpari var hann i Kirkjubæj- arkirkju yfir 40 ár, í hreppsnefnd svo áratugum skifti og oddviti um nokkur ár. — Jeg skal benda á sum ummæli Páls ólafssonar um Magnús, svo sem í kvæðinu: »Lömbin úl jeg ljet í gær«. Þar er þetta: »Magaús dugði manna best, minst hann bljes i kaunin«. Og eins kvað hann þetta, þá hann var að gera nábúum sínum upp orðin um son hans: »Pjetur minn er mesti mann, mikið í honum leynist. Magnús annar held jeg hann Hróarstungu reynist«. Magnús var grafinn 8. júní 1907 að viðstödd- um miklum mannfjölda, af Einari prófasti Jónssyni, og set jeg hjer nokkur ummæli pró- fasts úr ræðum hans eftir Magnús: »Hann brosti sjálfur stundum með tárin í augunum, tár reynslunnar eða meðaumkvunar- innar, og vildi með sínu einlæga brosi og sín- um ástúðlega og blíða og rólega svip breiða huggun og gleði yfir tárin, og blíðka annara böl og sorg. Að visu munum vjer lengi sakna hins einkennilega, ánægjulega og kurteisa við- móts hans, hinnar hispurslausu gestrisni hans og hinnar fúsu og hollu greiðasemi og hjálp- Magnús Jónsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.