Óðinn - 01.07.1934, Blaðsíða 44

Óðinn - 01.07.1934, Blaðsíða 44
92 ÓÐINN að ganga nærri heilsu Sigurðar. Afrjeð hann þá að flytja frá Winnipeg. Síðasta sumarið dreif hann sig í að smiða íbúðarhús (bygði als 3 hús í Winnipeg,) seldi það með allgóðum hagnaði og fluttist vestur á Kyrrahafsströnd, ár 1906. settist hann að í Blaine, Washington, og býr þar enn. Nú var Sigurður orðinn hálfsextugur að aldri, og hugðist nú að kaupa sjer lítinn landblett, og lifa þar síðan næðissamara lífi framvegis. Mjög næðissöm hefur þó æfi hans í Blaine naumast getað verið. Bví að bæði er það að mikið hefur verið leitað til hans sem læknis og auk þess hefur búskapurinn orðið honum átakafrekur. Nes nokkurt, milli árósa og víkur, heillaði hug hans. Var það partur af 69 ekra jörð. Fjekk hann jörðinni ekki skift, og keypti hana því alla, til að fá nesið. Var hún alþakin stórskógi og óhýst. Bygði Sigurður þar þegar hús, sem nú er raflýst, 10 herbergja ibúð. Síðan hóf hann herferð sína á skóginn. Örðugt er þeim, sem eigi þekkir til, að ímynda sjer hve torveld er ruðning skóga hjer á ströndinni. Trjen eru alt að 5 fetum, eða meira, í þvermál, þar sem þau eru höggin nokkur fet frá jörðu. Gildar og eitilharðar rætur teygja sig langar leiðir. Telja bændur það kosta að meðaltali 25 dollara í vinnu og sprengiefni að rifa upp eina slíka rót. Eigi að síður er nesið nú alrutt og orðið að 8 kýrfóðra túni. Ýmiskouar ávaxtatrje, er Sigurður gróðursetti á árunum áður, strjálast um völlinn. Utantúns er skógurinn allur feldur og orðinn að rúmgóðu beitilandi, nema 6 ekrur, sem enn eru varðveittar til eldiviðar. Fór eins og Sig- urður sá fyrir, að vallgróið nesið varð einn feg- ursti og vistlegasti blettur bygðarinnar. Þarna una þau sjer nú, öldruðu hjónin, bæði allfarin að þreki og heilsu, og þó við sæmilega líðan. Allir eru ungarnir löngu síðan flognir úr hreiðrinu, og eru þau því ein sins liðs. En húsmóðirin, þótt 77 ára sje, annast enn um bónda sinn og bæ, og bóndinn hirðir enn kýr sínar og kindur. Og ennþá hefur almenningur trú á lækningagáfu Sigurðar og leitar hans mikið nm lyf og ráð, þótt minna sje en áður var. Bersýnilega hefur honum verið gefið óvenjulega mikið á því sviði. Til er fjöldi vottfestanlegra sagna um það, hversu Sigurði tókst lækning ískyggilegra sjúkdóma, er aðrir læknar voru frá gengnir. Og eigi hefur brugðist að Sigurður nyti vináttu og virðingar þeirra allópata, svo og annara lækna, er hann hefur búið í nágrenni við, hjerlendra og íslenskra, nema ef undan skal taka einn landa hans, er þótti misskift aðsókn- inni í Winnipeg, og reyndi árangurslaust að hefta lækningar hans. Er vestur kom á Ströndina, dró hann sem mest hann mátti úr læknis- störfum sinum. Eigi að síður hefur hann orðið ljósfaðir hátt á annað hundrað barna hjer í bygð. Síðasta barninu tók hann á móti fáum dögum eftir áttræðisafmælið. Var það ellefta barn þeirrar móður, og hafði hann stundað hana í öll skiftin, og vildi hún engann annan lækni hafa. Alls hefur hann til þessa dags tekið á móti 973 börnum. Er það æðsta gleði hans, og stolt, f ellinni, að ávalt hefur honum tekist vel við þau tækifæri, og engin móðir þá mist líf nje heilsu, er hans var vitjað. Hefur margur getið sjer óveglegri minnisvarða, og margt æfi- starf, sem minna kvað að, verið opinberlega heiðrað. En mesta sæmdin og bestu launin fyrir 45 ára læknisstörf eru þau, að fjöldi manna og kvenna, víðsvegar um þetta meginland, hugsar til Sigurðar sem velgjörðamanns síns, með var- anlegri þökk og virðingu. Nú gjörist Sigurður gamall nokkuð. En undir silfurhærum hans lifir ung og fjörmikil sál. Er gaman að heimsækja hann og heyra hann segja frá; þvf karlinn er mesti sagnasjór. Bödd hans er djúp og orðfærið gagnort. Það, sem gerir fornmannlegt og frítt yfirbragð hans enn svip- meira, er mikið og snjóhvílt skeggið, er engan á sinn líka nærlendis. Egil Skallagrímsson hefur hann metið mest allra höfðingja fornaldar- innar. Og oft, er örlögin kreptu hvað harðast að, varð honum hugsað til þessa forföður síns á þá leið, að ekki hefði hann vikið af hólmi, og heldur reynt að binda á sig hellurnar! Sigurður á stórt safn góðra bóka. Hefur hann og verið samhaldssamur á allan þjóðlegan fróðleik og ritað upp handrit, svo að eigi týndust. Kennir þar margra grasa og fágætra. Þar er ætt Georgs Englakonungs rakin til góðbóndans á Fróni. Par er og vöxtulegt safn hinna ferlegustu galdra- tákn, með nöfnum og skýringum. Gamlar bækur og handrit hefur hann ákveðið að senda Lands- bókasafni íslands. Það ræður að líkum að Sigurður færi eigi á mis við svo þjóðlega hneigð sem hagmælskan er. Er honum ljett um að bregða fyrir sig vísu, ef

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.