Óðinn - 01.07.1934, Blaðsíða 43

Óðinn - 01.07.1934, Blaðsíða 43
Ó Ð I N N 91 framt smíðaði hann bæði trje og járn í þarfir heimilisins. Nú var heilsan orðin allgóð, en eigur engar, og 5 börnum að forða frá sveit. Það tókst. Fjekk Sigurður næga smíðavinnu á sumrum en bjó til hnakka og söðla á velrum. Þannig gekk í 3 ár. Þá hjelt hann til Reykjavíkur. Fjekk hann þar sveinbrjef i trjesmíði á óvenjulega skömm- um tima, stundaði smiðar og gerði við úr, klukkur og saumavjelar. En stöðugt harðnaði í ári. Loks var lilla sem enga vinnu að fá, hvorki í Reykjavík nje til til sveita, og þá enn örðugra að innheimta vinnu- laun sín. Sá Sigurður að barna sinna vegna mátti eigi lengur við svo búið standa. Kaus hann þá að reyna gæfuna í Vesturheimi. Seldi hann reið- hest sinn á götum Reykjavíkur og sendi and- virðið til meðlags með börnum sínum. Renni- bekk sinn, og fjölda annara smiðatóla, skildi hann eftir í Reykjavik óseld — því að ferðina bar brátt að — og hefur aldrei sjeð eyrisvirði fyrir þau. Gamall kunningi, Hinrik Jónsson, á leið til Ameríku, nú gildur bóndi í Melita-bygð, Manitoba, hitti hann af hendingu og bauð honum lán í fargjaldið, og þá hann það. Skipið kom. Sigurður skundaði um borð, með 2 krónu pening í vasanum, umfram fargjald. Og Island hvarf úr augsýn, vafið sólskini og sumarblíðu. í Reykjavík hafði Sigurður kynst ýmsum mætum mönnum, og aflað sjer þekkingar á ýmsa lund. Las hann af kappi í frístundum sinum, og þá enn sem fyr lækningabækur hómopata, öðru fremur. Hafði þó aldrei í huga að leggja fyrir sig lækningar; til þess áleit hann sig skorta mentun. En fáeinar meðalategundir hafði hann með sjer til skips, ef svo kynni að fara að hann og aðrir þyrftu þeirra með á leið- inni. Um 500 Islendingar voru þar á vesturleið. Margir veiktust, ungir og gamlir. Var Sigurðar mikið vitjað, og þótti takast vel. Sigurður komst heilu og höldnu til Winnipeg. Fjekk hann þar strax smíðavinnu og hjelt henni til hausts. Gat hann þá endurgreitt fargjaldslánið, og sent tveim börnum sínum fargjald og meðlag til hinna. Þeim sendi hann svo fargjald árið eftir. Keypti hann sjer hús og tvær lóðir á góð- um stað í bænum, eftir 3 ár. Hópurinn hans var stór, og stækkaði hann húsið. Gjörðist hon- um nú leitt og örðugt einlifið. Þann 12. mars 1888 kvæntist hann Guðrúnu Davíðsdóttur frá Lágarkoti í Lágarplássi í Eyrarsveit. Þekti hann hana af orðspori heima á Fróni og trúði engri konu betur en henni fyrir börnum sínum. Reyndist hún honum ágæt kona og börnum sínum og stjúpbörnum hin besta móðir, enda talin valkvendi af öllum, sem kynnast henni. Hún er fædd 19. des. árið 1855. Davíð faðir hennar var Bjarnason, Jónssonar fróða Egils- sonar á Vatnshorni í Haukadal. Móðir Davíðs var Guðfinna, dóttir sjera Jóns Hjaltalíns að Breiðabólstað á Skógarströnd. Kona Davíðs, móðir Guðrúnar, var Margrjet, dóttir Þorsteins og Dagbjartar yfirsetukonu að Kjalveg undir Jökli. Guðrún flultist til Ameríku 1881. Brátt tekur líf Sigurðar nýja stefnu. Fyrir hjálpsemi sína og hepni við sjúka á leiðinni yfir hafið gat hann sjer alment orð og traust landa sinni. Þeir hjeldu því áfram uppteknum hælti, að vitja hans. Fyrirætlan Sigurðar var sú, að stunda handverk sitt eingöngu, svo og að ná sem fyrst tökum á enskri tungu, og tók hann þegar að ganga í kvöldskóla í því skyni. Hins- vegar var honum óljúft að synja beiðnum manna; leit á liðsinni við þá sem góðverk, því að flestir voru þeir framan af gjörsnauðir, og eigi fyrir gjaldi að gangast. En er aðsóknin óx stöðugt, varð hann loks að velja á milli hand- verks síns og lækningastarfsins. Kaus hann hið síðara, vitandi það, að eigi yrði hvort sem var komist hjá kröfum almennings. Þar eð kringum- stæður landans voru þá sjerlega bágbornar, sem enginn fengi betur lýst en hann. Læknisstörfum gegndi Sigurður allan sinn dvalartima í Winnipeg, 20 ár og 3 mánuði. Var hann löngum, nætur og daga, hjá sjúkum og sængurkonum, og fjekk ekki öðrum störfum sint. Sigurður neitaði aldrei um liðsinni. Var hann aldrei svo þreyttur og svefnlaus, að hann eigi brigði við, er kallið kom. Var þó ósjaldan til hans leitað í grimdarveðrum um hánætur, er aðrir læknar neituðu að ómaka sig, eigi síst er umkomulausir fátæklingar áttu í hlut. Sú varð og raunin á, að Sigurður bar fjárhagslega lítið úr býtum fyrir starf sitt, enda gekk hann aldrei eftir endurgjaldi. Þakkar hann það mest frábærri hússtjórn konu sinnar að heimilið fjekk haldist við, þrált fyrir rýrar tekjur og þrotlausa gesta- nauð. Svo fór þó að lokum að lifnaðarhættir þessir urðu háðum hjónunum ofraun. Svefnleysi og hrakningar í næturfrostum og illviðrum tóku

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.