Óðinn - 01.07.1934, Blaðsíða 17

Óðinn - 01.07.1934, Blaðsíða 17
ÓÐINN 65 Jeg óska þess að Kristjáni endist sem lengst aldur og heilsa til þess að vinna að velferðar- málum æskulýðsins heima í sveit sinni, svo að Vatnsdælingum auðnist enn lengi að njóta hinna góðu hæfileika hans. Geir Gígja. * Stefán Árnason bóndi á Ásunnarstöðum í Breiðdal. Stefán var fæddur hinn 6. dag marsmánaðar 1867 í Tunguhaga á Völlum í Suður-Múlasýslu. Foreldrar hans voru Árni Friðriksson, ættaður úr Nesjum í Austur-Skaftafellssýslu, og Guðný Pjetursdóttir og Katrínar, hjóna í Tunguhaga. Ólst hann þar upp til þess er hann misti föður sinn, var hann þá fimm ára. Fluttist hann þá með móður sinni í Fáskrúðsfjörð og ólst þar upp til fullorðinsaldurs. Haustið 1889 giftist Stéfán Helgu dóttur Lúð- víks Rúdólfs Kemp, var hann þýzkur að ætt og giftur Oddnýju Einarsdóttur, ættraðri úr Vopnafirði. Helga var meðal hínna yngstu af sínum systkinum, en þau voru 21 að tölu. Helga var fríðleikskona, skáldmælt og greind vel. Hún andaðist eftir 8 ára sambúð. Stefán og Helga eignuðust fjögur börn, lifa Ivö þeirra, Lúðvik R. Kemp bóndi og verkstjóri á Illuga- stöðum í Skagafirði, giftur Elísabetu Stefáns- dóttur frá Jórvik í Breiðdal, og Oddný, gift Björgúlfi Stefánssyni kaupmanni í Reykjavík. Vorið 1890 keypti Stefán Ásunnarstaði í Breið- dal og fluttist þangað með konu sína og móður ásamt tveim ungum börnum hennar af seinna hjónabandi, ólust þau bæði upp hjá honum til fullorðins aldurs. Tvö börn önnur tók hann til uppfósturs, er annað náði fullorðinsaldri en hitt dó 9 ára. Skömmu eftir að Stefán kom að Ásunnar- stöðum keypti hann Hlíð, sem var nábúajörð, og lagði undir ábýlisjörð sína, bygði hann skjótt upp á Ásunnarstöðum bæði bæjarhús og fjen- aðarhús, sljettaði túnin og girti, var hann að öllu þessu stórvirkur, því framkvæmdahugur var mikill, enda bera jarðirnar þess órækan vott, því að nú eru bæði túnin alsljettuð og útgrædd margfalt við það sem var þegar hann tók við. Aftur giftist Stefán, Sigriði Marteinsdóttur frá Árnagerði í Fáskrúðsfirði og voru þau í hjóna- bandi í full tuttugu og fimm ár, þar til Sig- ríður andaðist í febrúar 1922. Dóttir Sigríðar, fjögra ára að aldri, fluttist með móður sinni að Ásunnarstöðum og ólst upp þar með henni og stjúpa sínum. Sigríður og Stefán eignuðust tvær dælur, en báðar dóu í æsku, önnur fimm en hin átta ára. Sigríður var hin mesta rausnar og búsýslukona ogvirt og mikilsmetin af öllum, er hana þektu, var þeim hjónum samhent gestrisni og góðar viðtökur við hvern sem að garði bar, enda var heimili þeirra orðlagt fyrir höfðingsskap við gest og gangandi, stóð það og þá á þeirra búskapartíð í miklum blóma og gnótt í búi, því ekki voru til sparaðir aðdrættir. Þriðja skifti giftist Stefán, Kristborgu Kristj- ánsdóttur, ungri konu ættaðri úr Stöðvarfirði, bjuggu þau saman um níu ára skeið, þar til hann andaðist hinn 7. desember árið 1932, þá farinn að heilsu og kröftum. Reyndist þessi hans síðasta kona honum vel, og var honum til umönnunar og aðstoðar á síðasta áfanga æfinnar. Stutt varð á milli þeirra Stefáns og Kristborgar, því hún ljest 31. desember sama ár. Þau Ijetu eftir sig tvö börn, Pjetur 8 ára og Sigríði á fyrsta ári. Stefán var vel meðalmaður á hæð, með liðað ljóst hár og blá augu. Fjörlegur, glaðlyndur og aðlaðandi í viðmóti. Hann var á undan samtíð sinni í hugsunum og gjörðum. Gæfumaður var hann eins og forfeður hans í báðar ættir. Hann Iætur eftir sig góðar endurminngar hjá börnum sínum og samtíðarmönnum. — Myndin, sem fylgir, er af Stefáni rúmlega sextugum. * Slefán Árnason.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.