Óðinn - 01.07.1934, Blaðsíða 16
64
ÓÐINN
Kristján kennari Sigurösson
fimtugur,
Þann 27. ágúst í fyrra varð Kristján kennari
Sigurðsson á Brúsastöðum í Húnavatnssýslu
fimtugur. Hann er fæddur að Pálsgerði í Höfða-
hverfi í Suður-
Þingeyjars. 1883,
og kominn af góðu
bændafólki þar
nyrðra. Föðurætt
hans er úr Reykja-
dal og Keldu-
hverfi, en móður-
ætt úr Bárðardal
og Kinn.
Faðir Kristjáns
hjet Sigurður Páls-
son, gáfaður mað-
ur og víðlesinn.
Voru þeir Kristján
»Fjallaskáld« Jóns-
son þrímenning-
ar. Móðir hans
var Hólmfríður Krislbjörg yfirsetukona Árna-
dóttir Bjarnasonar frá Fellsseli. Voru foreldrar
Kristjáns altaf mjög fátæk og bjuggu á ýmsum
stöðum norður þar.
Þegar Kristján var 12 ára gamall, fór hann
frá foreldrum sínum að Stóruvöllum í Bárðar-
dal, einhverju mesta myndarheimili þar í sýsl-
unni og þó víðar væri leitað. Vóru það góð
umskifti fyrir hann að fara úr fátækt og alls-
leysi á slíkt myndarheimili. Var Kristján þar í
nokkur ár, en síðar í vinnumensku hjer og þar
nyrðra uns hann fór i Hólaskóla, en þar dvaldi
hann veturinn 1905—1906. Á þeim árum voru
engin próf í skólanum heldur veitt verðlaun.
Hlaut Krislján, ásamt þremur öðrum, fyrstu
verðlaun.
Sumarið 1906 varð hann fyrir því sorglega
óhappi að fá lömunarvetki, sem hann hefur
aldrei fengið bót á. Samt sem áður lauk hann
námi í Hólaskóla veturinn eftir.
Eftir að Kristján fjekk lömunarveikina, var
honum mjög erfitt um alla erfiðisvinnu. Fór
hann þvi að læra skósmiði, var hann við það
í tvö ár, en það átti illa við hann og auk þess
þoldí hann ekki kyrseturnar.
En mentalöngun Kristjáns var ekki nándar-
nærri fullnægt enn, þrátt fyrir námið á Hóla-
skóla og mikinn lestur upp á eigin spýtur. Mun
hann á þeim árum oft hafa fundið sárt til þess,
að fátæktin skyldi hamla honum frá því að
ganga »mentaveginn« sem kallað er.
Fór hann nú í lýðháskólann á Hvítárbakka
og dvaldi þar veturinn 1908—1909. En haustið
eftir gekk hann upp í þriðja bekk kennaraskól-
ans í Reykjavík og lauk þar fullnaðarprófi vor-
ið 1910. Rjeðist hann þá strax kennari i Vatns-
dal í Húnavatnssýslu og hefur verið það síðan,
eða í 23 vetur.
Árið 1914 kvæntist Kristján Margrjeti Sigríði
Björnsdóttur, aí hinni alkunnu Blöndalsætt og
ætt Snæbjarnar frá Grímstungu. Þau reistu þeg-
ar bú á Brúsastöðum í Vatnsdal og hafa búið
þar síðan, fyrst á parti, en síðan á hálfri jörð-
inni. Heilsuleysi hefur oft barið að dyrum hjá
þeim og farið illa með lítil efni. Prjú börn hafa
þau eignast, sem öll lifa.
Námstjóri var Kristján skipaður 1931 og hef-
ur haldið því starfi síðan.
Kristján er ágætur kennari. Var jeg svo hepp-
inn að njóta kenslu hans í tvo vetur fyrir rúm-
um 20 árum, og jeg verð að segja það, að
hann vakti hjá mjer hina fyrstu verulegu lær-
dómslöngun. En auk þess sem hann er ágætur
kennari, er annað, sem jeg held að mjer þyki
ennþá mætara í fari hans. Það er hin mikla
viðleitni hans í þá átt að hafa góð áhrif á nem-
endur sína, ekkí aðeins í skólanum, en líka ut-
an hans, og einnig eftir að þeir eru komnir aí
skólaaldrinum. Sú fræðsla og þau áhrif, sem
sumir unglingar hafa notið hjá honum á þennan
hátt, hefur orðið þeim veganesti á lífsleiðinni,
ef til vill meira en hann sjálfan grunar.
Jeg á það t. d. mest honum að þakka, að
jeg vandist ekki á áfengi og tóbak þegar á
unglingsárum, en hef borið gæfu til þess að
hafna því hvorutveggju fram á þennan dag.
Þetta þykja ef til vill smámunir, en fyrir mig
er það mikils virði.
Jeg gæti nefnt fleiri dæmi um það, hvernig
þessi góða viðleitni hans hefur borið árangur,
en Iæt þetta nægja að sinni. Kristján er vel skáld-
mæltur eins og hann á ætterni til. Eru sum tæki-
færiskvæði hans ágæt, og margir munu kannast
við hinar fallegu ferskeytlur, sem birtust fyrir
nokkrum árum eftir hann í Stuðlamálum.
Kristján Sigurðsson.