Óðinn - 01.07.1934, Blaðsíða 34

Óðinn - 01.07.1934, Blaðsíða 34
82 ÓÐINN Tryggvi Pórhallsson bankastjóri, áöur forsætisráðherra, form. Bændaflokksins. skemtibækur fram á nætur, og væri því illa undir- búinn og syfjaður í tímunum. Jeg Iofaði því með því móti, að mega segja honum frá heimildarmönnum mínum fyrir þessari vitneskju um framferði hans. Svo talaði jeg við hann, og sýndi honum fram á, hvílíkt tjón hann gerði sjer sjálfum og jafnframt, hvílíka vin- áttu þessir tveir hefðu til hans, er þeir bæru hann svo fyrir brjósti. Þetta dugði og vinátta hans og þessara tveggja varð enn sterkari en áður. Margt varð mjer til mikils yndis í starfinu, og yrði of langt, ef jeg ætti að lýsa nákvæmlega einstökum atriðum. — Mörgum kyntist jeg annara drengja og ungra manna þeirra er á aðra skóla gengu, eða stunduðu ýmsar handiðnir. Smátt og smátt fjölgaði mjög í yngri deildunum. Skólapiltasveitin komst brátt upp í 72 að meðlimatölu, og unglingadeildin komst upp í 200, og yngsta deildin fjekk 198 meðlimi. Fundarsókn varð svo góð, að aldrei hef jeg betri vitað nokkursstaðar. Fóru fjelagsstofur að fyllast svo að ekki tóku þær meira, og var oft þröngt og heitt inni. Jeg kom líka víða á heimili drengjanna og var mjer þar vel fagnað, og eignaðist jeg þannig fjölda góðra vina. Oft kom jeg til Bindslevs kaupmanns og átti þar margar góðar stundir á því ágæta heimili. Prestarnir voru mjer líka mjög góðir og komu oft eftir beiðni minni að tala í fjelaginu, og einstaka sinnum prjedikaði jeg í kirkjum þeirra. Starfið óx hröðum skrefum, en það var eitthvað svo bjart yfir öllu og ánægjulegt, að mjer finst dvölin í Álaborg vera eitthvert sólskinsríkasta tímabil æfi minnar. Og samt skygði eitt á. Það var umhugsunin um starfið heima í Reykjavík; jeg treysti því samt, að það væri í góðum höndum, og fanst mjer líka, að þeir mundu þroskast betur, og verða sjálfstæðari í starfinu, að mjer fjarverandi, því jeg vissi vel, að jeg var of ein- ráður, svo að verið gæti, að jeg legði of mikil höft á þá ósjálfrátt, en nú gætu þeir sjeð, að fjelagsmál- inu væri vel borgið án mín. Að þessu leyti var mjer vel vært, þótt heimför mín dveldist. En það var ann- að mál, sem lá þyngra á mjer og olli mjer miklum áhyggjum og kvíða. Það voru skuldir mínar, eða rjettara, skuld mín við Landsbankann, ef hún kynni að falla á þá velgerðamenn mína, sem höfðu gerst ábyrgðarmenn mínir. ]eg hafði oft beðið Guð að opna mjer leið út úr þessu, og nú bað jeg fyrir þessu máli dagsdaglega, og lagði það í Guðs hönd, að finna úrræði, svo að ekkert tjón hlytist af, en samt sat broddurinn inni og kvaldi mig daga og nætur. Svo var það einn morgun snemma í apríl, að jeg vaknaði eftir órólega nótt og fór að klæða mig. Alt í einu laust eins og eldingu niður í mig þeirri hugsun: »Þú treystir ekki Guði; þú felur honum þetta málefni til fullrar umsjár, og heldur þó áfram að pína þig með kvíða og segir honum, að þú leggir það alt í hans vald, en ert samt órólegur eins og hann hvorki geti eða vilji hjálpa. Þetta væri móðgandi fyrir mann. Ef þú fælir einhverjum góðum og mikils megnandi vini í Kaupmannahöfn að greiða úr einhverju smá- vægis máli, og vissir að hann væri þess megnugur og þektir vilja hans í þinn garð, þá mundir þú vera kvíðalaus og værir ekki að minna hann sífelt á þetta með brjefum og skeytum. En svona færir þú að við Guð. Svo kraup jeg niður til bænar og sagði við Guð, að nú skyldi jeg aldrei nefna þetta mál framar, hann skyldi láta það ganga eins og hann vildi. Er jeg svo var að biðja, fann jeg alt í einu svo mikinn ljettir, að það var sem stór byrði væri af mjer tekin og mjer varð svo ljett um hjarta, og fann að öllu var vel borgið. Frá þeim morgni get jeg ekki ságt að jeg hafi fundið til áhyggju eða kvíða út af neinu veraldlegu máli. Upp frá því naut jeg í fullum mæli

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.