Óðinn - 01.07.1934, Blaðsíða 18

Óðinn - 01.07.1934, Blaðsíða 18
66 ÓÐINN Einar Guðmundsson trjesmiður á Síðu og kona hans Sigurlaug Björnsdóttir. Mig langar til þess að biðja óðinn að láta birtast í sínu ágæta mynda- og mannlýsinga- safni myndir af ofannefndum hjónum ásamt nokkrum orðum um helstu æfiatriðum þeirra. Einar er hún- vetnskur og skag- firskur að ætt. Er hann fæddur að Þverárdal í Húnaþingi4. marts 1854, sonur Guð- mundar Einars- sonar bónda í Þverárdal, en móðir Einars var Ósk Pjetursdóltir, systir hins þjóð- kunna merkis- manns Jóhanns P. Pjeturssonar dbrm. á Brúna- stöðum í Skaga- firði og þeirra systkina. Var Guðmundur gam- all er Einar fæddist, og var kona hans Mar- grjet Jónasdóttir frá Gili enn á lífi. Tók hún drenginn undir eins nýfæddan að sjer sem sitt barn, og reyndist honum síðan, meðan hún lifði, sem besta móðir, og ólst Einar upp í Þverár- dal hjá föður sínum og fóstru á meðan þau Iifðu. Margrjet dó 1862, og Guðmundur árið eftir, og var þá Einar 9 ára. Eftir lát þeirra ólst Einar upp hjá móður sinni til fermingar- aldurs. Rjeðist hann þá til Reykjavíkur til trje- smíðanáms, og muu það hafa verið fyrir tilstilli hálfbróður hans Jónasar Guðmundssonar, er þá var kennari þar við lærðaskólann, en sem síðar varð prestur að Hítardal og Staðarhrauni. Skyldi námslími Einars vera 4 ár, eins og þá mun hafa verið venja með slíka lærlinga; en að hálfnuðum námstímanum dó meistarinn. Vildi þá Jónas bróðir Einars, að hann rjeðist til annars meistara og lærði smíðarnar til fulls, en Einari leist ekki á þann stað, og varð ekki meira úr náminu að því sinni. Hvarf Einar þá aftur til átthaga sinna í Húnaþingi, og fór að stunda þar smíðar, og vann að þeim í mörg ár. En árið 1879 tók hann sig til og sigldi til Kaupmannahafnar; fór hann alveg i þá för upp á eigin spýtur, fjevana og öllum ókunnugur. Var það þá ætlun Einars að nema gullsmiði, sem hann hafði bæði mikla löngun til og hæfi- leika, en sú ætlun hans strandað á fjeleysi; lán hvergi að fá. Hvarf hann þá að því ráði að reyna til að fullkomna sig í trjesmíði. Iíomst hann til meist- ara eins, og eftir tveggja ára veru við námið fjekk hann sveinsbrjef sem fullnuma í trjesmiði, og var tekinn sem með- limur inn í fjelag trjesmiða þar í borginni. Pegar Einar lauk nám- inu í Höfn, stóð bygging Alþingis- hússins í Reykja- vik fyrir dyrum. Tryggvi sál. Gunn- arsson, sem þá var kaupstjóri Gránufjelagsins, og dvaldi þá löngum í Iiaupmannahöfn, rjeði vist miklu um byggiugu Alþingishússins. Hann taldi Einar mjög á að ráðast smiður við þá byggingu, og það gerði hann. Mun Einar hafa unnið við hana meðan hún stóð yfir, og hefur hann ef- laust fengið þar góða og mikla æfingu við húsa- smiðar, og það orðið honum góð undirstaða við síðari húsabyggingar hans. Eftir að Einar hætti við smíðar á Alþingishúsinu fór hann enn norður í Húnavatnssýslu, og settist þá að sem smiður á Blönduósi og átti þar heima í 5 ár, og vann þá að trjesmíðum. Hann kvæntist á Blönduósi 26. okt. haustið 1882, ágætri konu, Sigurlaugu Björnsdóttur, húnvetnskri að ætt, er í öllu reyndist honum hinn besti og elskulegasti lífs- förunautur. Frá Blönduósi fluttust þau hjón að Ysta-Gili í Langadal, og voru þar í 5 ár, en árið 1895 keypti Einar Síðu í Refasveit og hef- ur búið þar síðan. Pegar þau hjón fluttu að Síðu, var sú jörð í mestu niðurníðslu í öllu til- liti, og má um þá jörð nú segja »að skiftir um i

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.