Óðinn - 01.07.1934, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.07.1934, Blaðsíða 5
OÐINN 5;i forna. Hraunið er nú afrjettur. Þar ganga mörg þúsund sauðfjár á hverju sumri, og hafa gengið svo öldum saman. Er því skiljanlegt að vottur af skógi sje nú horfinn þar fyrir löngu. Sem dæmi þess, hve skógur var enn þá mikill á Þingvallahrauni árið 1501, má tilfæra hjer orð Espólíns. Hann segir: »að Stetán Jónsson bisk- up i Skálholti gerði með 12 presla ráði þau hagnaðarumskifti við Þingvallakirkju, að hann fjekk henni þrjár jarðir fyrir skóg allan ofan Hrafnagjár, stólslandsetum til brúkunar«. Menn, sem skoða landsspildu þessa nú á dög- um, eiga bágt með að trúa því, að þarna hafi verið svo stór og mikill skógur fyrir liðlega 400 árum, að tilvinnandi væri að gefa fyrir hann 3 jarðir. En samt verður ekki sagt, að á svæði þessu fyrir ofan Hrafnagjá sjáist nii hvergi birki- kjarr. Það er til þarna hjer og livar, en stendur strjált og er víða sem skríðandi lyng. Er eins og björkin veigri sjer við að reisa höfuð frá jörð af ótta við að verða höggvin. Þingvellir eiga nú ekki þetta land, en mjer er ókunnugt um hvar jarðirnar eru, sem teknar voru fyrir það. En kirkjan var ekki af baki dottin að versla með Þingvallaland. 395 árum síðar, eða árið 1896, fargar hún afrjettarlandi Þingvalla. Það er öllu Skjaldbreiðarhrauni vestan Tindaskaga, og hraununum fyrir neðan Hrafnabjörg, er Kræklur nefnast, fyrir aðeins eitt rýrðar kot. Síðan notar sveitin heimaland Þingvalla fyrir afrjett, eftir vild og endurgjaldslaust. Þannig hefur kirkjan smámsaman höggvið all- álitlegar lendur úr Þingvallalandi og kastað fyrir Úlf og Örn, ef svo mætti að orði komast. Þetta virðist hafa komið þeirri skoðun inn i með- vitund sumra sveilabúa, að Þingvellir, með öll- um sinum gögnum og gæðum, eigi að vera nokkurskonar hræ, sem hver og einn megi ganga í skrokk á og rífa og slíta í sig eftir eigin geðþótta. Því að þegar friðunin kemur til sög- unnar, og sauðfjárbúskapur er lagður niður fyrir fult og alt á Þingvöllum, og staðurinn hættir því með öllu að nota heimalandið fyrir sauðfje. heimtar sveitin eigi að síður nokkurskonar haga- toll af Þingvallastað, fyrir að hann hefur enga sauðkind á sínu eigin heimalandi. Auk þessa hefur hreppurinn gert rikinu að greiða undan- farið 200—500 kr. árlega í sveitarsjóðinn, einung- is, að því er virðist, til að ávaxta peningana þar. Þorsteinn Sigvaldason kaupmaður, meðeigandi verslunarinnar París á Akureyri, sem hjer með fylgir mynd af, er ungur maður að aldri, en er samt sem áður einn af þeim mönnum, er nú láta mest til sín taka í verslunar- sfjett bæjarins. Fað- ir hans, Sigvaldi kaupmaður Þor- steinsson, bygði fyr- ir allmörgum árnm stórhýsið Paris og rak þar versl- un með miklum dugnaði og fram- úrskarandi hagsýni, enda varð hann, er fram liðu tímar, mjög vel efnaður maður. Hefur Sig- valdi kaupmaður nú dregið sig í hlje viðvíkjandi verslunarstarfsemi og dvelur oft tímum saman í Kaupmannahöfn, en Þorsteinn sonur hans stýrir nú versluninni, sem er önnur sú stærsta i Akureyrarbæ. Þessmágeta, að verslun þessi hefur meðal annars mjög stutt ýmsa útgerðarmenn á Norðurlandi í starfi sínu á margan hátt. Þorsteinn Sigvaldason er vin- sæll maður af þeim er kynnasl honum, dreng- ur góður, glæsimenni í sjón og gleðskaparmað- ur mikill. Hann var um eitt skeið formaður Verslunarmannafjelags Akureyrar, og er nú, er þetla er ritað — 29. des. 1933 — formaður i útgáfufjelagi þvi, er gefur út blaðið »íslending«, og helsti styrktarmaður þess. Porsleinn Sigvaldason. s9/u 1933. Kunnugur. 1 fornu riti er talað um einn bæ undir Skjald- breið, er Fifilsvellir hjet. Menn vita enn gerla hvar örnefni þetta er og þykjast hafa fundið þar vott fornra rústa. Á hrauninu milli Ár- mannsfells og Hrafnabjarga eru tóttir af 2 forn- um býlum. Heita hvorartveggja Litla-Hrauntún. Tóttabrot þessi standa nálægt útjaðri skógar- kjarrsins á hrauninu. Fáar sveitir á Islandi eru eins snauðar af

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.