Óðinn - 01.07.1934, Blaðsíða 37

Óðinn - 01.07.1934, Blaðsíða 37
Ó Ð I N N 85 Jónas Jónsson, form. Framsóknarflokksins. Jón Baldvinsson, form. Alþýðuflokksins. Hjeðinn Valdimarsson, framkv.stjóri og alþm. landi, og . . . . En nú er jeg skrifa þetta, streyma inn í huga minn nöfn og andlit, dýrmæt fyrir mjer, en auðvitað hljómur einn fyrir íslenskum lesendum, svo jeg verð með valdi að stöðva löngun mína til þess að minnast þeirra allra. Afmælisdagur minn 25. maí það ár verður mjer ætíð ógleymanlegur. Mjer var boðið til miðdegis hjá Bindslev kaupmanni og var það hreinasta veisla í tilefni dagsins. í einu horni í stórstofunni var lítið borð, þakið ýmis konar afmælisgjöfum; síðdegis var jeg heima í K. F. U. M., og kom þá þangað allur skólapiltaflokkurinn og færði mjer að gjöf »Æfintýri H. C. Andersens* í 5 bindum í logagiitu bandi, og um kvöldið var samvera með aðaldeildinni. Jeg var þá rjettra 40 ára og sá kærleikur, sem flóði til mín, var nægilegt veganesti til annara 40 ára. En nú leið brátt að þeim tíma, að jeg yrði að fara alfarinn burtu. Jeg kveið fyrir því, en fann um leið að jeg mætti ekki verða rótgrónari þar. Þann 13. júní var svo hinn fastákveðni burtfarardagur. Jeg hafði lofað að heimsækja nokkra staði bæði í Vinda- sýslu og víðar um Jótland, og áttu þær heimsóknir að taka það, sem eftir var af júnímánuði. Burtfarar- dagurinn kom. Fjöldi af fjelagsbræðrum úr öllum deildum fjelagsins söfnuðust saman í K. F. U. M. og fylgdu mjer á járnbrautarstöðina; þar voru flestir af latínudrengjunum mínum, sem jeg kallaði svo. Það tók tíma og tár að kveðja þessa hjartgrónu ungu vini. Jeg hjelt með valdi viðkvæmni minni í skjefjum. Svo steig jeg inn í lestina og hallaði mjer út um gluggann á klefanum og horfði á þennan stóra hóp Það var dauðaþögn. Jeg fann að jeg mátti ekki segja neitt til þess að sorgin brytist ekki sýnilega fram. Þá steig einn 13 ára latínudrengur, sem var mjer sjerstaklega kær, upp á gangborð lestarinnar og rjetti mjer höndina og steig svo niður á stjettina og brast í grát; jeg fann að það gekk sem bylgja gegnum drengjahópinn og jeg varð hræddur um að of mikið yrði úr tilfinningasemi piltanna, og þótt það væri sem kökkur sæti í hálsi mjer, byrjaði jeg á ofurlítilli ræðu í gamansömum stíl, en hvernig mjer hefði tek- ist það veit jeg til allrar hamingju ekki, því er jeg hafði talað hálfa eða heila mínútu, gall eimpípan við og lestin brunaði af stað. Það var veifað höndum, en ekkert sagt; Engin kveðjuköll, Þegar lestin rann undir gangbrúna, sá jeg vinahópinn standa þegjandi, og svo hurfu þeir úr augsýn, og feginn var jeg að jeg var einn í klefanum. Þetta var á laugardegi. Eftir klukkutíma kom jeg til Aggersted og tók sjera Höjrup á móti mjer, því jeg átti að tala næsta dag við hámessu í kirkjunni. Presturinn var vel að sjer í enskum bókmentum og var hinn skemtilegasti; kona hans var svo ungleg og svo auðsýnilegur aldursmun- ur að jeg hjelt fyrst að það væri dóttir hans. Jeg prjedikaði næsta dag og talaði um kvöldið í K. F. U. M. þar. Þaðan hjelt jeg til Hals, þorps sem ligg- ur rjett við minnið á Limafirði. Jeg var þar í tvo daga og hjelt samkomur. Jeg dvaldi hjá Dr. Inger- slev, sem var trúaður læknir og kristindómsfrömuður á þeim slóðum. Þar var unaðslegt að vera. Þau hjónin áttu tvo syni; var sá eldri 5 ára, Páll að nafni, yndislegur drengur. Hann varð svo hændur að L

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.