Óðinn - 01.07.1934, Blaðsíða 24

Óðinn - 01.07.1934, Blaðsíða 24
72 ÓÐINN Hin dimma nótt. Komið er haust og húmið hrimritar vetrarboð: Breiðist á blómarúmið hin bleika hjeluvoð. Gekk jeg í græna lundinn. — Gatan var tæp og löng. — Blóm eru fegurst fundin fremst í gljúfra-þröng. Nær býður nóttin svarta nakin á feigðar-skör. Brent hefur blett í hjarta brosið af hennar vör. Breytt hefur búning mörkin. Blómrósum máttur þraut. Lagt hefur birki-björkin barr sitt í móðurskaut. Pyrnirós eina’ ég þekki þar í blómaskál. Lengur þó eigi ekki itök í hennar sál. Og nær má ei nokkur una, er nóttin heldur vörð, döpur sem dauðastuna deyjandi barns á jörð. Hallar sjer hálfur máni hátt yflr bleika storð, og leynir að sje að láni ljós sitt og spádóms-orð. Fann jeg í bauga brotum braghring handa þjer. Lagið er: Prek á þrotum þess, er um veginn fer. Ei má frá sköpum skeika þótt skaði nornaráö. Par verður hjartað veika viltum lýð að bráð. Valkyrjan föl á vanga þeim vilta gefur ráð: »Gott er með sjó að ganga, ef geð er sorgum háð«. Særður af svikabragði, sjálfræði og eirðarlaus. Blektur af fögru flagöi, förumanns-æfi kaus. Vel mætti vitrings tunga vefjast um tönn í góm. Par flytur ástin unga eiðrolans sakadóm. Svarrar með ógnarafli alda, i tryldum róm, og skörðóttum fannaskafli skellir i holan góm. Tryldur af töfra-gulli, tældur af húmsins brá, stefndi að fagnaðs-fulli, fanginn af viltri þrá. Margt er, sem letur lúinn leiðviltan förusvein, örvasa og illa búinn úti’ við marka-stein. Bergmálar kletta borgin brimsins þunga lag. — Svo hefur lika sorgin sungið við mig í dag. Áður af heimi hyltur og hafínn skýja til, stendur nú vega viltur og veit ei átta skil. Er titrandi’ úr trúarveigum teigar nýjan þrótt, og kýs nú af alheimseigum eina friðarnótt. Helgi BjÖrnSSOIl frá Akranesi. mannfelli á öðru heimilinu, með dæmafáum dugnaði og kostnaði. Hann flutti hey yfir brattan fjallveg, sem af öðrum var álitinn ófær vegna snjóþyngsla, og ruddi að lokum braut fyrir fjenað þann, er gangfær var yfir fjallið. — Hef jeg ritað nm þær ferðir í 28. árg. »óðins«. Vorið 1903 styrkti hann frændfólk sitt til vesturfarar, um 20 manns, og sá flestu því fólki farborða meðan þess þurfti með — þar á meðal var sá, er þetta ritar, með stóra fjölskyldu. — Borgun á þeirri skuld vildi hann ekki heyra nefnda, fyr en eftir mörg ár. Komst hann þó í allmiklar skuldir fyrir þessa hjálpsemi. Ekki var Jón Sigurðsson fjesýslumaður á sama hátt og flestir stórgróðamenn. Hann vildi aldrei auðgast á annara kostnað. En hann var hagsýnn og snarráður að nota tækifæri þau, er engum voru til meins. Dugnaður og fyrirhyggja fleyttu honum best áfram. Jón bjó í þjóðbraut bæði hjer og heima; var því ætíð gestkvæmt hjá honum. En ekki græddi hann á greiðasölu. Viðmót hans og gestrisni lað- aði til hans gesti, þótt smá væru erindi. Hann var sjálfkjörinn leiðtogi nágranna sinna, jafnt hjer sem heima. Til hans báru allir traust, og leituðu ráða hans og aðstoðar, þvf hann vildi allra manna vandræði Ieysa. En ómjúkt tók hann stundum á beiðnum þeim, er hann á- leit sprottnar af leti eða ágengni, og það sveið undan orðum hans þegar honum rann í skap. Meðan Jón var heima á íslandi hafði hann á hendi ýms trúnaðarstörf i sveit sinni, og leysti hann þau vel af hendi. Hjer var hann líka braut- ryðjandi að ýmsum framfaramálum, svo sem stofnun smjörgerðarfjelags bænda o. fl. — Ásíðari árum dró hann sig fremur í hlje frá fjelagsmál- um, en hvatli hina yngri menn til framkvæmda. Sá, er þetta ritar, kyntist Jóni Sigurðssyni frá barnæsku, fyrst heima og siðar hjer í landi. Engan vissi jeg vinsælli, eða meira metinn af nágrönnum, hvorki hjer nje heima. Engan hef jeg þekt þann, er líktist eins fornmönnum þeim, er göfugastir voru, bæði að skaplyndi og mann- kostum. Engan hef jeg þekt sem kunni betur að skemta gestum sínum en hann. Engan eins hjálpsaman og tryggan vinum sinum. Hans mun því lengi minst með hlýjum hug. Jeg enda svo þessar línur með hinni gullvægu bendingu hans I’orsteins Erlingssonar: »Við getum þó, lyddurnar, leitast við eitt, að láta’ ekki nöfn þeirra gleymast«. Ritað í október 1933. Vogar P. O. Man. Gllðin. JÓIlSSOn frá Ilúsey.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.