Óðinn - 01.07.1934, Blaðsíða 19

Óðinn - 01.07.1934, Blaðsíða 19
ÓÐ I N N 67 hver á heldurv. Þau hjón hafa setið jörðina á- gætlega og er Síða nú eitt hið prýðilegasta bændabýli. Öll hús hefur Eínar bygt þar. 1 stað gamals og ljelegs torfbæjar er þar nú hið prýði- legasta og vandaðasta ibúðarhús úr steinsteypa, með vatnsleiðslu, miðstöðvarhitun og fleiri nú- tíma þœgindum. Peningshús öll hefur Einar líka bygt, traust og vandleg, sljettað túnið og girt ásamt engjum. Einar hefur verið ágæt skytta, og enn er hon- um yndi að fara með byssu sína, og tóuskylta var hann með afbrigðum, og gerði lengivel æf- innar mjög mikið að því að veiða tófur, bæðí með skotum á vetrum og grenjavinslu á vor- um. Yfirleitt hefur allskonar veiðiskapur verið yndi Einars um æfina, og fjölda vertíða hefur hann róið og þá aflað vanalegast manna best, og enn hefur gamli maðurinn gaman af að fara á sjó og afla sjer í soðið. Það kom snemma í Ijós að Einar var smiður mikill, fjölhæfur, vandvirkur og afkastamikill, enda var hann mjög eftirsóttur til smiða. Allir, sem þurftu að láta smiða hús og náðu til hans, leituðu hans, og alt frá því að hann fyrst fór að gefa sig við smíðum og fram á allra síðustu ár, hefur hann unnið mikinn parl ársins að smiðum, og þegar hann hefur ekki verið ann- arsstaðar við smiðar, hefur hann stundað smíð- ar heima. Það er ekki aðeins húsasmiði, sem Einar hefur lagt stund á um æfina, heldur hef- ur hann líka fengist mjög mikið við húsgagna- gerð og margskonar fínna smíði, og ber það alt vott um góðan smekk hans og vandvirkni, og margan fagran og ágætan grip hefur Einar smíðað um dagana, og smíðar enn, nú orðinn áttræður, og marga, sem þekkja Einar, langar til að eiga einhvern grip eftir hann sjálfan til minn- ingar um hann. Einar hefur verið afarvinsæll maður um dag- ana, og hefur notið og nýtur enn almennrar velvildar og virðingar og trausts allra þeirra hinna mörgu, er kynst hafa honum og nokkuð hafa haft saman við hann að sælda alla hans löngu æfi, enda er það ekki nema eðli- legt; það er eðlileg afleiðing mannkosta hans og framkomu. Einar hefur ekki eingöngu verið hinn duglegi, afkastamikli og hagsýni smiður, hann hefur líka ávalt verið hinn sjerstaklega lundgóði- og lífsglaði maður, sem ávalt hefur verið til gleði og upplífgunar, hvort sem hann hefur verið á heimili sínu eða af. Öllum hefur verið ánægja að nærveru hans. Hann hefur sannarlega farið vel með pund sitt. Sína miklu og góðu hæfileika hefur hann notað til fram- kvæmda góðra og nytsamra verka, bæði fyr- ir heimili sitt og aðra þá, sem hann hefur unnið fyrir, og enginn getur annað sagt, en að hann hafi notað daginn vel, og enn, nú áttræð- ur, notar hann hverja stund og er aldrei óvinn- andi, þó hann hafi nú minkað búskapinn, því nú býr hann ekki nema á V* hluta jarðarinnar. Vinir hans hinir mörgu óska honum góðs og friðsæls æfikvölds um leið og þeir þakka hon- um æfistarf hans og lífsfjörið og alla lífsgleðina, sem streymt hefur frá honum. Sigurlaug Björnsdóttir, kona Einars, var ættuð úr Víðidal í Húnavatnssýslu, en fædd var hún að Undirfelli í Vatnsdal 28. sept. 1858. Foreldrar hennar hjetu: Björn Helgason og Elísabet Er- lendsdóttir. 10 ára gömul misti Sigurlaug föður sinn, og fluttist ung með móður sinni og stjúpa að Kolugili í Víðidal. í Víðidal ólst hún svo upp til fullorðsins ára, og fluttist þá til Blönduóss, og giftist þar Einari, eins og áður er sagt. Þau Einar og Sigurlaug lifðu saman í ánægjuríku og kærleiksríku hjónahandi í tæp 50 ár, eða þar til Sigurlaug andaðist 12. febr. 1932. 4 börn þeirra komust til fullorðsins aldurs, nfl. þessi: Björn, smiður á Blönduósi, Elísabet, nú dáin, giftist og bjó á Síðu, Magðalena, sem er heima hjá föður sinum, og Elínborg, kona Jakobs Bjarna- sonar, bónda á Síðu. Öll þessi systkin eru fjöl- hæf og vel gefin. Sigurlaug sál. Björnsdóttir var mjög vel gefin kona. Reyndist hún manni sín- um hin tryggasta og elskulegasta kona og á- gæt móðir barna sinna, forsjál og stjórnsöm og dugleg húsfreyja. Reyndi oft á dugnað og stjórnsemi hennar í húsfreyjustöðunni, því oft var það hlutverk hennar að vera bæði hús- freyjan og húsbóndinn, þar sem Einar maður hennar varð oft að vera langdvölum i burtu frá heimilinu við smíðar á ýmsum stöðum. En Sigurlaug sál. leysti öll húsfreyjustörf sín af hendi með snild og prýði. Voru þau hjón mjög svo samtaka og samhent um að gera heimilið að hinu mesta myndar- og snirtiheimili, og öll- um var yndi og ánægja að koma á heimili þeirra, því öllum, sem bar þar að garði, var tekið með stakri alúð og gestrisni. Sigurlaug heitin hafði næman og djúpan skilning á þvi,

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.