Óðinn - 01.07.1935, Page 11

Óðinn - 01.07.1935, Page 11
Ó Ð I N N 59 önnum, sem ekki var óvenjulegt, svo sem þá hlóðust á hann störfin; en svo var hún áhugasöm að sjaldan fjell henni verk úr hendi; í því, sem öðru, var hún fyrirmynd og einnig í hagsýni og nýtni, því það mátti heita að hún gæti látið sjer verða eitthvað úr öllu. Og skarpskygn var hún á hæfileika stúlkna sinna og gætti þess ávalf, að taka tillit til þeirra, svo að sem best not yrðu verka þeirra, enda gat hún ekki gert sjer að góðu nema vandvirkni og snyrtimensku, jafnt utan húss og innan. Þeim hjónum varð 12 barna auðið, þar af eru nú aðeins 3 á lífi. Þrjú dóu ung en 6 fulltíða og voru þau öll hin mannvænlegustu, 4 börn ólu þau upp sem sín eigin og nutu þau í öllu hins sama ágæta uppeldis og þeirra eigin börn. Uppeldi barnanna í Olafsdal var að öilu leyti hið besta sem jeg get hugs- að mjer. Þeim voru snemma kend öll þau vinnubrögð, sem um hönd voru höfð þar á heimilinu, bæði úti og inni, og svo nutu þau að vetrinum kenslu bæði handar og tungu, enda hef jeg aldrei þekt betur uppalin ungmenni en þau systkinin og unni þeim hvert mannsbarn á heimilinu og þeir aðrir, er þeim kyntust. Frú Ouðlaug er kona höfðingleg og þótti fríð á sýnum yngri árum, sviphrein og djarfmannleg, ætíð glöð í viðmóti og kát og skemtileg í tali. Þótt frú Guðlaug hafi orðið fyrir þeirri nriklu reynslu að verða að sjá á bak öllum þessum efnilegu uppkomnu börn- um sínum og þeim ágætis maka sem Torfi sál. var og sem jeg þarf ekki að lýsa, þá hefur hún borið allar þessar sorgir með einstakri stillingu og sálar- þreki og þannig í því sem öðru verið öðrum til fyrir- myndar. Hún hefur altaf stutt heimili sonar síns, sem hún dvelur á, og haldið sálargáfum sínum, glaðlyndi og hugrekki, þó líkaminn að líkum fari að bila, því aldur- inn er orðinn hár, þar sem hún er fædd 19. okt. 1845. Vil jeg nú enda mál mitt með því að biðja guð að blessa mína ágætu húsmóður og vinkonu bæði lífs og liðna og gefa okkar fátæku og fámennu þjóð sem flestar ágætiskonur slíkar sem frú Guðlaug Zak- aríasdóttir er. Byltingin. Leikur í einum þætti, eftir öuttorm J. Guttormsson. Persónur: Biskupinn. — Þingmaðurinn. — Borgarstjórinn. — Kölski. fStofa á neðsta gólfi í gistihöll Veggirnir rauðir, loftið rautt, rauður dúkur á gólfinu. Dyr til vinstri handar. Stórir gluggar úr hrjúfu gleri sinn hvoru megin við dyrnar, inn um þá leggur daufa dagsbirtu. Arinn úr rauðum múrsteini til hægri, á honum glittir í glóð fallna í fölskva. Vfirleitt er skuggalegt inni. Útvarpstæki og viðtæki, með nokkru millibili, við vegg- inn í baksýn. Nokkrir stólar úr rauðum tágum — auðsjáanlega gerðir af vitfirringum — standa í hálf- hring á miðju gólfi. Þeim er þannig raðað, að þeir, sem í þeim sitja, geti hæglega talað saman. Leik- sviðlð er autt. Það er barið á dyrnar. Þögn — svo er aftur barið. Borgarstjórinn, þingmaðurinn og biskupinn koma inn. — Þeir eru allir í frakkafötum, með silfurbúna göngustafi og háa hatta í höndunum. Þeir líta í kringj. Þingmaðurinn: Hjer er ekki nokkur maður. Borgarstjórinn: Hjer er enginn enn þá. Biskupinn: Fundarsalurinn er þá tómur! Þeir setjast, án þess að slíta talið. Borgarstjórinn: Við mundum ekki þekkja þennan Gyðing, þó við sæjum hann. Enginn kannast við hann. Enginn þykist vita hvaðan hann hefur komið. Það er eins og honum hefði alt í einu skotið upp. Þingmaðurinn: Ollum almenningi virðist kunn- ugt að hann sje afar-auðugur að fje, eigandi að höfuð- stólum allra peningastofnana í landinu, þó þess sje ekki getið opinberlega — og að allir auðkýfingar, hversu óháðir sem þeir eru, sjeu meira og minna honum háðir. Borgarstjórinn: Borginni gæti heldur en ekki orðið hagur að komu þessa Gyðings. Biskupinn: Eins og allir vita er auðurinn í eðli sínu hvorki illur nje góður. Hvort borginni yrði hagur eða skaði að komu Gyðingsins færi eflir því, hverníg hann verði auðnum. Borgarstjórinn: Að hann skyldi boða einmitt okkur þrjá á sinn fund, bendir til þess að hann hafi eitthvað mjög mikilsvert fyrir augum. Kölski kemur inn. Hann er lágur maður, rauð- skeggjaður, prúðmannlegur í framkomu, blátt áfram, hreinn og beinn — langt frá því að vera ísmeygi- legur, — í gráum jakkafötum, með hvitan kraga og blóðrautt hálsbindi, hárið skift í miðju og greitt upp til hliðanna. Hinir þrír, sem fyrir eru, standa upp til að heilsa honum. Kölski: Gerið það fyrir mig að segja ekki »sæll«

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.