Óðinn - 01.07.1935, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.07.1935, Blaðsíða 7
O Ð I N N 55 En illa stóð þá á og tími óhentugur, ef jeg man rjett. Konungar sátu yfir málum manna og voru önnum kafnir og kváðust ei hafa tóm til að hlýða á kvæði. Nokkuru síðar bar svo til, að konungar sátu yfir drykkju og voru ölværir og var gleði mikil. Konung- ar spyrja: »Hvar er íslendingur? Nú er gott tóm til að hlýða á kvæði. Farið og sækið hann«. Arnór var þá niður við sæ og bræddi (tjargaði) skip sitt. En er honum kom orðsending konunganna, þó hann ekki af sjer bikið, en rann þegar eins og hann var á sig kominn heim til hallar. Ætluðu þá dyraverðir að verja honum inngöngu, er þeir sáu hvernig hann var útlits. Arnór hratt þeim úr andyrinu og mælti: »Gefið rúm skáldi konunganna* Snaraðist hann inn í höllina og nam staðar fyrir konungsborði. Haraldur leit við honum og mælti: Hvorum konunganna skal fyr flytja kvæðið? Arnór svarar: »Þeim yngra*. »Fyrir hví svo?« spyr Haraldur. Arnór svarar: »Sökum þess, að það er mælt úti á íslandi, að bráðgeð sje bernskan« Hóf Arnór síðan Magnúsarkviðu og er upphaf henn- ar þannig: Magnús hlyð til máttigs óðar, manngi er þjer fremri annarr; yppa ráðumsh yÖru kappi jóta gramr i kvæði fljótu. Haukr rjettr es þú Hörða drottinn, hverr gramr er þjer stórum verri, meiri verði þinn en þeira þrifnuðr allr unz himinn rifnar. [Erindi þetta er auðskilið, nema sagnorðið „yppa“, það merkir: lyfta, hefja, víðfrægja. Orð þetta er enn til óbreytt í sænsku „Yppa“, og þýðir: leiða í ljós. í dönsku er sagnorðið „yppe" einnig til. Þar þýðir það = ýfa, vekja. Kapp merkir: hreysti, frægð. „]óta gramr" lítur ti! þess, að Magnús var einnig konungur DanaJ. En er leið á flutning kviðunnar, tók Haraldur að ókyrrast. Honum þótti Magnús konungur oflofaður og óttaðist, að sitt lof mundi verða minna, og mælti þá; »Ákaflega yrkir þessi maðr, og ekki veit eg hvar kemr«. En er Arnór hafði lokið flutningu Magnúsar- kviðu, hóf hann þegar lofkvæði mikið um Harald, er kallað hefur verið »Blágagladrápa« (Hrafnadrápa). Er hún og kvæði ágætt. En er Haraldur var spurður, hvor kviðanna honum þætti snjallari, mælti hann: »Sá er munur kviðanna, að kvæði Magnúsar mun uppi meðan Norðurlönd eru bygð, en mitt kvæði mun líða undir lok og gleymast með mjer«. — En hvers vegna hef jeg þá dvalið hugann við Magnúsar- kviðu um stund? Það er sökum þess, að mjer virðist að kvæði Stefans Vagnssonar, fornvinar míns, svipi mjög til hennar að óðsnild. ]eg sje Arnór jarlaskáld endurrisinn og í fullu fjöri enn þá. Hann dvelur (hans líki) í dag mitt á meðal vor. Aðstaða mín er þó nokkuð önnur en Magnúsar konungs. Hjer er að vísu enginn Haraldur til að metast við mig um lofið. Hitt kæmi mjer, þrátt fyrir það, ei á óvart, þótt einhverj- um hefði runnið í hug lík hugsun og Haraldar, meðan Stefán flutti mjer kvæðið: »Ákaflega yrkir þessi maður, og ekki veit eg hvar kemur*. Sjálfur verð jeg fyrstur allra að játa, að svona mikið lof á jeg ekki skilið. Skáldið hefur sjeð mig í ofbirtu og ljósi okkar fornu vináttu. Ef einhver spyrði mig hjer í dag, hvernig mjer þætti kvæðið, líkt og Haraldur var að spurður forðum, þá mundi jeg svara: »Ekki kemur mjer til hugar, að það verði uppi meðan ísland er bygt, því síður Norðurlönd. Hinu gæti jeg trúað, að það fjelli ekki í gleymsku í Skagafirði, meðan prestur situr í Glaumbæ og helgar tíðir verða sungnar hjer í kirkju. Það var háttur konunga í fornum sið, að sæma skáld sín dýrum gjöfum, gullsaumuðum skikkjum, sverð- um, skjöldum og höfgum gullbaugum. — Engum slíkum gjöfum hef jeg ráð á, en vináttu minni æfi- langri heiti jeg skáldinu, þó lítils sje verð. Þakka jeg svo því að lokum og hinum ástkæra söfnuði mínum. Enginn söfnuður í Skagafirði hefur fram á þennan dag sæmt prest sinn af meira göfuglyndi, höfðings- skap og stórhug en þjer, og rómað hann meir. Verði yður sjálfum það æ til sæmdar. Þess bið jeg af al- hug«. Byrjaði nú söngur á milli ræðanna, af fjelög- um hins ágæta söngflokks sveitarinnar, undir forustu ]óns Björnssonar, hreppstjóra á Stóru-Seilu. Því næst stóð sjera Tryggvi Kvaran upp, og 'skemti fólkinu með sinni löngu og orðfimu ræðu. Má segja svipað um hann eins og sagt var um Gunnar á Hlíðarenda, að hann væri manna best vígur að vopnum, en sjera Tryggvi manna best vígur að orðfimi og mælsku, Lýsti hann heiðursgestinum sem sjerstökum mála- manni, þó væri það einkun íslenkan, sem hann hefði ungur tekið ástfóstri við, og mundi halda þeirri trygð til æfiloka. Lýsti honum sem víðlesnum fróðleiks- manni og skylduræknum embættismanni, svo og sem ágætum fjármálamanni. Var ræðan krydduð með nokkrum skrítlum og skemtilegum líkingum. Mælti nú ]ón bóndi ]ónsson í Glaumbæ fyrir minni íslands, sem hann mintist mjög hlýlega, og hafði yfir í lok ræðunnar nokkrar vel ortar hring- hendur, sem hann lýsti yfir, að mættu þó frekar heimfærast til hjeraðsins, en Iandsins í heild. Sagðist hafa ort þær fyrir alllöngu siðan, en engum skýrt frá þeim fyrri en nú, að hann gripi til þeirra til full- komnunar ræðu sinni, sem hann hefði als engan tíma haft til að búa sig undir. Var nú sungið óspart, og

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.