Óðinn - 01.07.1935, Blaðsíða 22

Óðinn - 01.07.1935, Blaðsíða 22
70 Ó Ð I N N og gerðist hjer starfsmanneskja á ýmsum góðum heim- ilum. Ljet henni hvert verk vel, og jafnt hið smæsta starf sem hið mikilvægasta, vann hún með þeirri skyldurækni, sem ekkert lætur vangert. Hún var og eigi síður fús til þeirra starfa er aðrir mundu hafa sig undan beðið og færrum var sýnt um. Þannig var henni frábærlega vel lagið að stunda sjúka, enda gerðist hún ein hinna fyrstu hjúkrunarkvenna á gamla sjúkrahúsinu hjer. Var og oftlega fengin til slíks í heimahúsum. Er það þeirra eigin sögn, er sjálfir reyndu, að hún veitti þá hjálp með stakri umönnun. Mátti henni eflaust vera nokkur hugarró að minnast þess síðar, þegar hún í hinum langvarandi sjúkdómi sínum þarfnaðist svo mjög annara hjálpar. Dóttir Helgu — ein barna — og Steins bakara- meistara á Þingeyri er Kristín, saumakona, búsett í Kaupmannahöfn, vel gefin, lík móður sinni, og var hún uppalin hjá henni. Þegar hin skæða spánska veiki gekk hjer, veiktist Helga, sem fjölmargir aðrir. — Má og vera að hún hafi áður ofþreytt sig við að stunda einhverja, er fyr urðu veikir, og eins að hún, ástæðna vegna, gat ekki komist hjá ofmikilli áreynzlu eftir á. Bilaði heilsa hennar upp frá því og sú veiki er dró hana til dauða kom nokkru síðar í Ijós. Eftir að hún gat ekki leng- ur annast sig sjálf, naut hún um tíma vistar og að- hlynningar hjá frændkonu sinni, Messíönu húsfreyju Sæmundsdóttur, þar til hún fluttist á Gamalmenna- hælið og þaðan síðar á sjúkrahúsið, þar sem hún dvaldi nokkur síðustu árin. Allan þennan tíma bar Helga sál. sjúkdóm sinn með undraverðu þolgæði. Hún hjelt sínum ágætu sálargáfum, þótt líkaminn útslitist. Hafði sömu löngun til fróðleiks og umþenkingar, heyrði og talaði um, með athygli og dómbærleik, alt sem fyrir hana var lesið eða umrætt, enda var minni hennar óskeikult og dómgreindin fágæt. En það sem eflaust var henn- ar aðalstyrkur, eins og flestra þeirra sem þjáðir eru, var trú hennar á hin eilífu mæti og sú lifsskoðun, að jarðlífsbölið væri nytsöm reynsla andanum til þrosk- unar. Það er oftlega mælt og með allmiklum rjetti, að uppbyggilegt sje að vera meður þeim mönnum og kynnast, er lukku og lífsgæða njóta og komist hafa til hefðar og álits. Og menn taka framkomu þeirra sjer til fyrirmyndar og vitna til orða þeirra og að- gerða. En hitt er engu síður lærdómsríkt, að um- gangast ýmsa þá, er þunga þrautanna bera, sem með óbilandi þolgæði og þreklyndi líða eymd og þjáning- ar, oft árum saman, án þess að æðrast eða láta hug- fallast. Og geta jafnvel með hugarró talið öðrum traust og margvísleg heilræði. Það er sem anda þeirra aukist máttur mitt í meinsemdum og vanmegnun lík- amans. Við slíka kynningu verða smámeinin ljettvæg og alment andstreymi síður nærgöngult. En þessum reynslunnar mannverum er oft líkt far- ið og perlum þeim, sem ryki eða rusli eru huldar og allur þorri manna festir ekki augastað á. Helga heitin var ein af þeim sálum er — einnig í böli líkamans — finna skaparans vísdómsríkan tilgang. Blessuð sje hennar minning. Guðmundur frá Mosdal. Spákelsstaöaheimiliö. Á þessu ári hafa mjer borist andlátsfregnir þriggja systra, sem jeg þekti á uppvaxtarárum mínum. Kemur það mjer til að rifja upp ýmsar endurminn- ingar um heimili foreldra þeirra, sem voru vinir og nágrannar foreldra minna. Þetta var Spákellsstaða- heimilið og bjuggu þar ]ón Markússon og Guðríður Jónsdóttir, ásamt börnum sínum. ]ón Markússon var fæddur að Svarfhóli í Laxár- dal árið 1817. Foreldrar hans voru Markús bóndi þar Magnússon frá Steinadal í Strandasýslu, Magnús- sonar s.st. og kona hans Ása Jónsdóttir frá Köldu- kinn í Haukadal. En móðir Markúsar og kona Magn- úsar í Steinadal hjet Elísabet ]ónsdóttir. ]ón Markússon var fyrst kvæntur (1842) Guðrúnu Arngrímsdóttur, ættaðri úr Hvammssveit, og eignaðist með henni þessi börn, sem upp komust; Ásu og Guðrúnu. Hún giftist Kristmundi bónda Guðmundssyni á Vígholtsstöðum. Börn þeirra dóu ung og þær syst- ur eru löngu dánar. Bræður þeirra 3, ]óhannes, f. 1856, Markús, f. 1858, og ]ón, f. 1859, fóru allir til Vest- urheims og tóka upp nafnið Markusson. Markús kvæntist Margrjetu ]ónsdóttur frá Hróðnýjarstöðum og eiga þau á lífi þessi börn; Guðrún Sigríður, ]ón og ]óna, sem öll eru gift og eiga börn. ]ón er á lífi hjá Markúsi bróður sínum. ]óhannes giftist Mar- grjetu Sigurðardóttur, bónda að Fjósum, ágætri konu. Þeirra börn: Sigríður og Gísli. ]óhannes var í mörg ár hjá foreldrum mínum að Hjarðarholti og þekti jeg hann því mjög vel. Hann var hinn vandaðisti og á- reiðanlegasti í öllu, smáu og stóru, skapstiltur og góð- lyndur. Báru allir, sem hann þektu, traust til hans, og þar sem hann var prýðilega skynsamur og mjög

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.