Óðinn - 01.07.1935, Qupperneq 20

Óðinn - 01.07.1935, Qupperneq 20
68 Ó Ð I N N Guðrún á Reynifelli. Hún fæddist í Króktúni, eins og fyr er getið, missiri áður en faðir hennar dó. Var hún þá tekin í fóstur til ágætra hjóna, Þorgilsar Jónssonarog Þuríðar Pálsdóttur, Rauðnefsstöðum. — Höfðu foreldrar Guðrúnar búið þar áður 1 ár (eða 2, frá 1826), og Þorgils verið ráðs- maður þeirra, þar upp alinn og G. M. þá orðin lítt fær til vinnu. Þegar Gúðrún var 9 ára, fór hún aftur að Keldum og var þar 6 ár; að því leyti voru þau hjónaefnin, Arni og hún, fóstursystkin í æsku, auk þess sem þau voru stjúpsystkin. En ekkert voru þau skyld í nálæga liði svo kunnugt sje. 15 ára fór Guð- rún að Vestri-Kirkjubæ til sjera Jóhanns Björnsson- ar, sjálfsagt helst í því skyni að læra eitthvað og mannast sem best. Þaðan fluttist hún svo eftir 2 ár (1847) með ekkju sjera Jóhanns Björnssonar, Krist- ínu Eiríksdóttur (34 ára) og prestsekkju Valgerði BjÖrnsdóttur (72 ára) að Guttormshaga. Og svo allar þaðan aftur eftir 1 ár, að Vatnsdal í Fljótshlíð, til Magnúsar sýslumanns Stephensen (föður Magnúsar Stephensens landshöfðingja). Þannig hafði Guðrún alist upp á 4 — 5 heimilum, sem voru að mörgu leyti fyrirmyndarheimili, hvert á sinn hátt. Varð hún og bráðþroska bæði að líkamlegu og andlegu atgjörvi. Og þó ekki hafi verið nema eitt reglusamt og iðju- samt, gott og sparneytið uppeldisheimili, þá hefur það reynst mörgum húsmæðrum (og þjóð vorri) eigi síð- ur notadrjúgt til afkomu og unaðar, fram á elli ár, en allur fjöldi námsgreina og skólaára nú á dögum. Eftir eins árs dvöl í Vatnsdal giftist Guðrún 19ára, 15. júní 1849, Árna Guðmundssyni á Keldum. Bjuggu þau fyrst 2 ár á Þorleifsstöðum og svo til dánar- dægra á Reynifelli. — Báðar þessar jarðir og Rauð- nefsstaðir (sem fyrst hjetu »at Forsi«), eru í Hólms- löndum milli Fiskár og Rangár, bújörð Rauðnefs og föður hans, Hrólfs hins kynsæla (afa Þorkels mána og langafa Þorgeirs Ljósvetningagoða). En Rangá eystri aðskilur lönd Reynifells og Keldna. Fyrstu búskaparárin mun Guðrún hafa lært ljós- móðurstörf hjá Skúla lækni á Móeiðarhvoli. Var hún talin bæði vel lærð og heppin ljósmóðir — og eins hafði móðuramma hennar, Guðrún Pálsdóttir á Keld- um, líka verið heppin ljósmóðir. Bæði á heimili sínu og á mannamótum var Guð- rún á Reynifelli virt og vel metin, fyrirmannleg og ræðin. Bókhneigð var hún, minnug vel og svo fróð um marga atburði, að Brynjúlfur Jónsson frá Minna- Núpi gaf henni viðurnefnið »hin fróða*. Kvik var hún í öllum hreyfingum, iðjusöm, heimilisrækin og góð húsmóðir. Árni var að sama skapi iðjumaður og búhöldur. Vann hann bæði að útiverkum og tóvinnu innanbæj- ar. Hafði og mikið bú og fjölda sauðfjár. Ræktaði túnið með alúð, enda á jörðin ekki aðrar slægjur, og varð að sækja heyskap dagleiðarþriðjung í aðra sveit, Hvolhreppinn. Bæjarhúsin bygði hann upp og peningshúsin. Einnig bygði hann að stofni tvær heyhlöður stórar, sem þá var fágætt um Rangárvelli. Bygði hann sjálfur veggi úr góðu hraungrjóti, er rifið var úr hálfgrónu hrauni fyrir utan túnið. Og er það fágætt við hlöður þessar, að mestalt grjótið í þær báru karlmenn á börum og á baki sínu. Heilsuhraust voru hjónin bæði, en þó hafði Árni á efri árum þvingun af sinadráttum í fótum. Banameinið byrjaði að Sandhólaferju við Þjórsá, er hann var á heimleið úr síðari kaupstaðarferðinni af Eyrarbakka í sláttarbyrjun. Var þar staddur annar bóndi af Rangárvöllum með lest sína, en vegna vín- nautnar lítt fær til áreynslu. Bjó Árni upp á lestina fyrir hann, þreyttist af lúa og svitnaði, reið svo heim í kalsa veðri, þvert yfir tvo hreppa. Fjell líka af baki milli Keldna og Reynifells, af því að stilti og góði reiðhesturinn hans fældist snögglega þvert úr götunni. Hjelt Árni að hesturinn hefði þá í svip sjeð feigðar- fylgju sína. (Máske mætt í götunni sjálfum sjer með líkkistuna á bakinu). Þegar heim kom lagðist Árni í lungnabólgu og andaðist að viku liðinni, 25. júlí 1891, 67 ára. Sláttur var þá byrjaður og þótti Árna óþarfi að tefja fólk staðfastlega hjá sjer. Sagðist engan óvin eiga, vera sáttur við alla, og taka jafnt dauða sem lífi með sömu rósemi. Jarðarförin að Keldum var fjölmenn og mun öll- um viðstöddum hafa þótt það skrumlaus sannmæli, er Valdimar prófastur Briem orti við það tækifæri. Meðal annars þessi erindi: „Margur fyr er fór um veginn fjekk þar stóran greiða þeginn, góðan bónda gisti feginn. Margir skjóls þar mikils nutu, margir hjálp þar góða hlutu. Vilji og efni aldrei þrutu". Árni og Guðrún áttu 7 börn alls, tvö af þelm (2. og 3.) mistu þau kornung. Hin 5 giftust og eignuð- ust börn og barnabörn, sum þeirra mörg. Ekkert syst- kinanna náði verulega háum aldri og eru nú öll dáin: 1. Guðmundur Árnason (fæddur 27. sept. 1850). Giftist (30. sept. 1881) Filippíu Brynjólfsdóttur, bónda í Bolholti. Bjuggu þar 1 ár, en þá fjell mest allur

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.