Óðinn - 01.07.1935, Síða 32

Óðinn - 01.07.1935, Síða 32
80 Ó Ð I N N vel fram að því er jeg fjekk að vita seinna. Jeg fann straumana frá fundinum og hafði enn sælli stund en jeg jafnvel mundi hafa haft líkamlega við- staddur. Jeg predikaði við setningu þingsins, en tók annars lítinn þátt í því, því að jeg var ekki fulltrúi. — En öll samveran bæði við fulltrúana og eins fólkið á Seyðisfirði varð mjer hin nautnaríkasta. — Svo var ráð fyrir gjört að við skyldum fara norð- ur um land á heimferðinni. Skipið, sem var eitt af Thoreskipunum, jeg man ekki hvert, átti að koma við á ýmsum stöðum. Komið var til Akureyrar og dvalið þar á annan sólarhring. Var þar samsæti mikið fyrir fulltrúana og stórstúkunni fagnað sem best. Á leið- inni frá Siglufirði til Sauðárkróks sáum vjer mið- nætursólina og var það mikil sýn. Veður var hið inn- dælasta og vorum við Skagfirðingarnir ekki lítið hrifnir að sigla á Skagafirði í slíkri fegurð. Þótti sumum hinna fulltrúanna nóg um hrifningu vora og gáfu oss nokkrar glósur um skagfirskt mont. En við Indriði Einarsson og Pjetur Zóphóníasson skipuð- umst þjett til varnar, ef á oss og Skagafjörð var leit- að. Jeg man sjerstaklega eftir hve áfjáður var í sókn- inni Þorvarður Þorvarðsson prentsmiðjustjóri. Jeg spurði, hvort honum þætti ekki undursamleg miðnæt- ursólin rjett hjá Þórðarhöfða. Hann kvaðst ekki hafa vitað fyrri að miðnætursólin væri algjörlega skagfirsk og bæru þessi orð mín vott um mikillæti o. s. frv., varð alt þetta reiptog til mikillar skemtunar, því alt var í góðindum gert. Til Sauðárkróks var fyrst kom- ið kl. um hálftvö. Samt voru nokkrir bátar komnir út að flytja það fólk á land, er vildi. Jeg sá þar lítinn bát, með tveimur róðrarmönnum á fermingaraldri eða svo; jeg þekti þá, það voru syn- ir sjera Árna Björnssonar prófasts og fór jeg í land með þeim. Þeir vísuðu mjer á það hús, er frændi minn, Jón Björnsson kennari, átli heima í. Hann var þá ókvæntur. Hann var sofnaður. Jeg sá að gluggi stóð galopinn í fremra herbergi og vatt mjer þar inn, en sökum æfingarleysis í innbroti, gjörði jeg víst þrusk nokkurt, svo að Jón vaknaði við vondan draum, en draumurinn snerist samt í fögnuð, er fundum okk- ar bar saman. Jón klæddi sig skjótt og svo fórum við út að ganga. Veðurblíðan og morgunfegurðin, og útsýnið yfir hjeraðið, var þannig, að mjer fanst þessi stund gefa öllu ferðalaginu gildi sitt. Síðan fórum við að heimsækja prófastinn, og þótt kl. væri aðeins 5, var þar fult af gestum og glaðværð mikil. En tím- inn leið fljótt, þar til fara átti út á skip. Svo var siglt af stað áleiðis til ísafjarðar. Þangað komum vjer um kvöldið, kl. um 11 eða heldur seinna, og tóku stúk- urnar á ísafirði móti oss og var haldið beina Ieið upp í Goodtemplarahús. Hófst þar fjörugt og skemti- legt samsæti og var þetta aftur vökunótt. Um morg- uninn fyrir fótaferðartíma fór jeg út að ganga og var einn; jeg var að bera saman fegurðina á Skagafirði og ísafirði, en alt er svo ólíkt í umhverfi og lands- lagi að þetta verður ekki borið saman, og sagt hver staðurinn beri af öðrum. Á ísafirði finst mjer meiri hátign í fegurðinni, alt er hrikalegra, stórskornara, og gnæfir upp yfir manni. Jeg varð gripinn af hamra- beltunum og sólskininu, sem fór að öllu alt öðru vísi en sólskinið morguninn áður á Skagafirði. Aðeins fór nú hrollur um mig, er jeg leit yfir til Snæfjallastrand- arinnar, sem var fannhvít niður að sjó, með fáeinum auðum skellum. Mjer fanst jeg sjá inn í einhvern jöt- unheim, og þetta var þó 6. júní, er grænn gróður hefði átt að vera kominn í hverri sveit. — Þegar kl. var orðin átta og alment farið að rjúka í húsunum fór jeg í morgunheimsókn til vinafólks míns, sem jeg heimsótti altaf. Jeg minnist þess, að nákvæmlega sama dag hafði jeg komið á ísafjörð og í hús þetta fyrir 13 árum, og sjeð þar lítinn dreng alveg nýfæddan, er jeg kom þar. (Jeg hef getið um þetta í sambandi við ferð mína til Sauðárkróks á prestafundinn árið 1898). Nú kom jeg þar aftur á fæðingardegi hans og var hann nú orðinn stór og fallegur drengur, Höskuldur að nafni Árnason. Mjer var tekið vel að vanda og sat jeg þar og naut vináttunnar meðan tími entist. Höskuldur fylgdi mjer um borð. Þegar skipið var að því komið að leggja af stað og múgur og margmenni stóð þar á bryggjunni, sá jeg koma hlaupandi ofan bryggjuna dreng, ákaflega kvikan á fæti, og veitti jeg honum athygli mína. Hann var fall- egur drengur með skínandi augu, og fjör og táp lýsti sjer í hverri hreyfingu. Tvær stúlkur stóðu rjett hjá mjer við borðstokkinn, önnur úr landi auðsýnilega. Hún benti hinni stúlkunni á drenginn og sagði: »Þetta er ódælasti drengurinn á ísafirði!* Þá kann- aðist jeg við hann; jeg hafði hjá góðum vin heyrt um dreng á ísafirði, sem þótti nokkuð mikill fyrir sjer, en allar sögurnar um hann voru þannig, að út úr þeim mátti lesa lýsingu á ágætu mannsefni, og hafði mig langað til að kynnast honum. Jeg stökk í land og rjetti honum höndina, nefndi hann með nafni og sagði: »Þú ert prýðisdrengur, og getur orðið á- gætismaður, ef þú nær valdi yfir þjer. Vertu blessað- ur og sæll og guð veri með þjer«. Jeg komst nauð- uglega út í skip, það var rjett að losna við bryggj-

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.