Óðinn - 01.07.1935, Blaðsíða 21

Óðinn - 01.07.1935, Blaðsíða 21
Ó Ð I N N 69 fjenaður og jörðin fór í evði um nokkur ár af sand- ágangi. Flutti þá að Rauðnefsstöðum og bjó þar uns hann druknaði í fiskiróðri á Eyrarbakka í aprílmán- uði 1890, á 40. ári. Börn: (Árni, dó 3ja ára), Björn, bóndi á Rauðnefsstöðum, giftur og á 3 dætur. 2. Quðrún (fædd 2. ágúst 1857), gift (12. júní 1880) Tómasi Böðvarssyni á Reyðarvatni (d 6. ágúst 1935). Bjuggu fyrst 2 ár á Árbæ, en síðan á Reyðarvatni (Sbr. Morgunbl. 19. maí 1931). Hún dó af krabba- meini í hálsi 4. maí 1931, á 74 ári. Eiga þau mörg börn og barnabörn. 3. Guðríður Þóra (fædd 24. sept. 1860). Gift (24. júní 1881) Tómasi hreppstjóra Sigurðssyni á Barkar- stöðum. Hún dó eftir barnsburð 2. janúar 1884 á 24. ári. Barn þeirra, er Iifði, Guðrún, fyrri kona Á. ]. Johnsons, bankafjehirðis. Hún dó 1918. Eiga 2 börn á lífi. 4. ]ónas (fæddur 30. sept. 1863). Giftist 25. maí 1893 Sigríði Helgadóttur, hreppstjóra á Árbæ í Holt- um. Hann tók við búi af móður sinni og bjó þar til dánardægurs 28. ágúst 1919, á 56. ári. (Og konan á næsta ári. — Berklar). Áttu 11 börn, 5 komust upp, 4 gift og eiga börn. Eitt þeirra er Helgi læknir á Hvoli. 5. Margrét (fædd 5. des. 1873). Gift vorið 1892 Tómasi hreppstjóra á Barkarstöðum. (Sbr. nr. 3). Áttu 11 börn, 8 á lífi, 2 bræður (Árni og Sigurður heima) og 6 dætur, flestar giftar og eiga börn. Mar- grjet dó (af krabbameini) 29. janúar 1935, 61 árs. (Sbr. »Morgunblaðið«). Eigi þarf að lýsa þessum ágætu systkinum hverju sjer í lagi eða á annan hátt, en að líkja þeim við foreldra sína. Öll voru þau lagleg og myndarleg, framúrskarandi gestrisin og hjálpfús, en hjelst þó vel á góðum efnum eftir því sem orsakir lágu til og við- ráðanlegt var. Öll bókhneigð, vel greind og vinsæl. Megi og þessir góðu kostir fylgja niðjunum í ótal ættliðum. I/. G. Helga Jóhannesdóttir. (Minning). Helga Jóhannesdóttir andaðist á sjúkrahúsi ísa- fjarðarkaupstaðar, eftir margra ára þungbæran sjúk- dóm, 19. ágúst 1934. Helga sál. var fædd á Hallsstöðum 2. júní árið 1874, dóttir Jóhannesar og seinni konu hans Mar- grjetar, er þar bjuggu. Voru þau mörg systkinin. ]óhannes faðir Helgu var sonur Sæmundar bónda í Arnardal, Árnasonar bónda á Hóli í Bolungavík, Magnússonar auðga, bónda í Meirihlíð, Sigmundssonar stúdents, er og bjó í Hlíð eða á Hóli, Sæmundarson- ar bónda á Hóli, lögrjettumanns og lögsagnara í Vest- ur-ísafjarðarsýslu, Magnússonar sýslumanns (eða lög- sagnara) í Barðastrandar- og Isafjarðarsýslu, bjó og síðast á Hóli, Sæmundssonar bónda á Hóli, sýslu- manns í Snæfellsnessýslu1), Árnasonar sýslumanns á Hlíðarenda, Gíslasonar á Hofgrímsstöðum. Er sú ætt öll landskunn enda hafa afkomendur Árna á Hlíðar- anda dreifst út um land alt með því að börn hans giftust víðsvegar saman við fjölmennustu ættir og göf- ugustu. Kona Sæmundar sýslumanns á Hóli var Elín dóttir Magnúsar sýslumanns »prúða«, Jónssonar lög- rjettumanns á Svalbarði. Er sú ætt ekki síður þjóð- kunn og kostum búin. Sýslumenn hjeldu á þeim líma oftlega aðrar sýslur, án þess að vera þar búsettir og höfðu þá oftast umboðsmenn eða „lög- sagnara'1. Föðurætt Jóns á Svalbarði, Svalbarðsætt yngri, er talin frá Mýramönnum (þeim feðgum að Borg, Agli og Skallagrími). En móðurætt frá Arnfinni riddara að Urðum — og Svalbarðsættinni »eldri«, sem kom- in er frá Guðmundi ríka á Möðruvöllum (og má það- an rekja enn lengra fram í fornaldir). Meðal barna Magnúsar prúða, er þótti mestur glæsi- maður hjer á landi á sinni tíð, var Ari »bóndi« í Ögri, sýslum. í Barðastrandar- og ísafjarðarsýslum — og »konungsins umboðsmaður* í 52 ár, að sagt er. Fjöldi fólks er kominn frá þeim Sæmundi og El- ínu og á mikill þorri manna við Djúpið að einhverju leyti til þeirra ætt sína að rekja og þó einkum í Bol- ungarvík og Hnífsdal. Móðir Helgu, seinni kona Jóhannesar á Hallsstöð- um, var Margrjet Þorsteinsdóttir, Sæmundssonar prests í Garpsdal Þorsteinssonar — og Messíönu Halldórsdóttur prests að Melstað, Ámundasonar smiðs að Sandlæk í Árnessýslu. Bróðir Massíönu (sonur Halldórs prests að Melstað), var Daniel faðir Hall- dórs fyrrum bæjarfógeta í Reykjavík og Kristins áð- ur prests að Söndum í Dýrafirði og síðar að (Jt- skálum. Helga sál. var mætavel gefin bæði líkamlega og andlega, og námfús þegar í æsku. Og enda þótt hún nyti einskis skóla eða kenslu um fram það, sem þá gerðist alment á heimilum, var hún bókvís mjög, hafði og alla æfi löngun til fróðleiks og aukinnar þekking- ar. — Fluttist hún hingað til bæjarins á unga aldri

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.