Óðinn - 01.07.1935, Blaðsíða 34

Óðinn - 01.07.1935, Blaðsíða 34
82 Ó Ð I N N Knattspyrnu-þáttur. Nú hefst hjer þáttur, sem er mjer einna hugljúf- astur af minningum þessara ára; minningum, sem reyndust drjúgum þýðingarmiklir fyrir mig seinna meir. Það eru minningarnar um það, hvernig jeg komst í kynni við Knattspyrnu-íþróttina. Tildrögin voru komin áður en jeg fór austur. Nokkrir piltar komu til mín og spurðu, hvort þeir mættu ekki stofna knattspyrnuflokk á grundvelli K. F. U. M. Jeg gaf samþykki mitt til þess með því móti að alt færi sið- samlega fram. Jeg hafði aldrei haft aðra hugmynd um knattspyrnu, en að það væru hlaup eftir knett; eða bolta, sem sparkað væri í, svo að hann kæmist sem lengst, og hlypu menn svo hver í kapp við annan að ná knettinum. Jeg þóttist sjá að þetta væri holl og góð hreyfing úti í vor- og sumarloftinu. — Að þetta væri reglubundin íþrótt, datt mjer ekki í hug. Svo var fjelag stofnað meðan jeg var fyrir austan, og í fullum gangi, er jeg kom heim. Jeg vissi varla um það, og skifti mjer heldur ekki af því. í þessu voru margir af mínum bestu piltum, sem jeg treysti hið besta til allrar siðlegrar framkomu. — Svo skömmu eftir heimkomu mína komu forstöðu- menn flokksins og báðu um leyfi til að halda fund inni í litla sal eitt kvöld. Svo var fundurinn haldinn. Jeg sat á lestrarstofunni að skrifa, og heyrði aðeins óminn af því, sem talað var, og einstaka orð. Mjer fanst á tóninum að eitthvað væri að, og ein- hver gremja; mjer datt ekki í hug að blanda mjer í það, en mjer duldist ekki að eitthvert sundurlyndi ætti sjer stað. Svo, er fundurinn var að enda, kom einhver til mín og bað mig um að koma inn og enda fundinn með bæn og guðsorði. Jeg gjörði það og valdi nokkur vers úr 2. kap. brjefsins til Filippíborg- armanna: »Ef nokkuð má sín upphvatning vegna Krists......þá gjörið gleði mína fullkomna með því að vera samhuga, hafa sama kærleika og hafa með einni sál eitt í huga. Gjörið ekkert af eigingirni eða hjegómagirnd o. s. frv.< Jeg talaði út frá þessu um samdrægni í leik og fjelagsskap og hvernig sjer- drægni með monti og yfirgangi sundraði allri gleði í leik og lífi. Jeg talaði um þá, er í fjelagsskap væru »fjelagsskítir* o. s. frv. án þess að gefa nokkuð í skyn, að jeg væri hræddur um að eitthvað væri bog- ið hjá þeim. Svo skildu menn, en tveim dögum seinna komu þrír af forgöngumönnum knattspyrnuflokksins og færðu mjer frá fjelagsmönnum nýjan hatt að gjöf, sem þakklæti fyrir orð mín á fundinum, og jafnframt ljetu þeir þá ósk í ljós, að jeg vildi einhvern tíma koma suður á mela og enda hjá þeim. Jeg varð mjög hrærður af þessu og lofaði að koma. Næsta æfingar- kvöld fór jeg suður á mela. Á óruddu svæði, óaf- mörkuðu, rjett við veginn fram á Grímsstaðaholt, voru þeir að leik sínum. Þeir þeyttu þessum knetti og hlupu; mjer fanst það vera einn hringlandi og gaura- gangur. Jeg tók eftir því, að einn af piltunum sat langt fyrir sunnan þá, sem voru að leika sjer, og hann var þar einmana eins og í öngum. Jeg varð hræddur um að þeir hefðu rekið hann úr leiknum, og gekk því til hans og spurði, því hann væri ekki með í leiknum. Hann var hinn kátasti og sagðist vera hjer að verja markið, og væri hann í »gulli«. Jeg sá tvær litlar grjóthrúgur með dálitlu millibili. Mig furðaði á þessu, og brátt sá jeg að leikurinn færðist nær og þá varð hann í fjöri og funa og jeg skildi, að það ætti að koma knettinum milli hrúganna og hann ætti að reyna að afstýra því. Mjer varð og ljóst að tveir jafnmannmargir flokkar keptu og heyrði hve mörg »gull« hver hafði fengið. Vms fleiri orða- tiltæki heyrði jeg, sem jeg botnaði ekkert í. Þegar leikurinn var búinn og allir söfnuðust saman í hóp til að heyra guðs orð, og jeg var búinn að halda stutta bænagjörð, þá datt mjer í hug að gaman væri að sjá, hvernig menn röðuðu sjer upp til byrjunar. Þeir gjörðu það, en á minna svæði. Jeg stóð fyrir utan, við miðlínuna. Það stóðu 5 hver á móti öðrum, þrír þar fyrir aftan, þannig að þeir báru í millibilin; þá þar fyrir aftan tveir og svo einn sjer aftast. Alt í einu skeði nokkuð, sem jeg aldrei hef getað gjört mjer fulla grein fyrir. Það var sem elding lysti niður beint fyrir framan mig. Jeg slóð litla stund alveg agndofa. Jeg sá víðan orustu völl og rómverska »Iegio« uppraðaða til bardaga. Jeg sá hvernig skorirnar í fremstu línu stóðu með sínum millibilum. Jeg sá skorir annarar línunnar standa þannig að hver skor í aftari línu svaraði til millibils í hinni fremstu, og þriðja línan var þar á bak við. Sýnin hvarf og önnur kom í staðinn. Það var taflborð með reitum sínum og mönnum. Jeg fann að leikur, sem þannig væri skipaður, væri Iögbundinn af sinni hernaðarlist, þar sem hver maður hefði þýðingu á sínum stað, og væri liður í heild. Jeg fann að þessi leikur gæti haft afarmikla uppeldisþýðingu. Jeg fann að það fór titr- ingur um mig af áfjáðleik eftir að kynnast þessum leik út í æsar. — Alt þetta tók miklu styttri tíma, en þarf til að lýsa því. Þetta varaði ekki svo lengi að það vekti athygli piltanna. Vjer gengum svo heim á leið, og jeg var talsvert hljóður, Næsta dag fór jeg og náði mjer í enska bók um þennan leik. Síðan vantaði mig ekki á nokkru leikkvöldi, er jeg gat

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.