Óðinn - 01.07.1935, Blaðsíða 12

Óðinn - 01.07.1935, Blaðsíða 12
60 O Ð I N N eða »góðan daginn«. Að hneigja sig eða takast í hendur er alveg nóg. Ekkert að fyrirgefa. Þakka ykkur. Sitjið þið meðan jeg tala við ykkur fáein orð. (Þeir setjastl. Mjer þótti ekki viðeigandi að boða ykkur upp á efstu hæð í þessu gistihúsi. Það er ætíð óviðkunnan- legt að fara upp í lyftivjelunum; og á leiðinni niður er eins og maður ætli að verða eftir í loftinu! En jeg gat ekki fengið sfofu neðar en þessi er, sem þó hefði verið meira við ykkar hæfi. Allir þrír (í eitiu): ]á, en hafðu engin orð um það. Hölski: Bíðið þið eitt augnablik. ]eg er ykkur ekki alveg ókunnugur, herrar mínir; að sönnu hef jeg ekki gegnt störfum opinberlega hjer á meðal ykkar, en það verður ekki sagt að jeg hafi láfið störf ykkar með öllu afskiftalaus. ]eg hef — án þess mikið hafi á því borið — haft þá ánægju, að hafa filsjá með öllum ykkar gróðafyrirtækjum, svo sem hag- kvæmum innkaupum hráefnis. — Það má segja að verkamenn selji líf sitt við því verði, sem kallað er kaupgjald. Mjer hefur í mörgum tilfellum tekist að lækka virðinguna á mannslífinu ofan í ekki neitt. ]eg hef haft allmikil afskifti af heimsmarkaðinum — látið hann vera hvikulan eða stöðugan, eftir því hvort það var einstaklingur eða almenningur, sem í hlut átti í það og það skiftið. ]eg er meðmæltur framtaki ein- staklingsins. ]eg er sá sem útvegað hefur eínstakl- ingnum einkarjetíindi á náttúrufríðindum. — Þingmaðurinn: Það er mjer, sem þingmanni, kunnugf. Kölski: — svona á bak við tjöldin — líka staðið fyrir hlutakaupum þeirra í ýmsum auðsuppsprettum og komið stríði af stað, til að hækka hlutina í verði. ]eg þarf líklega ekki að taka það fram, að jeg Iifi og hrærist í fjármálunum. ]eg tel mig langt frá því að vera góðan. Borgarstjórinn: Það er afsakanlegt um mann í þinni stöðu. K ö 1 s k i /hrteigir sig hæversklegaj: Sem sagt, mjer dettur ekki í hug að hæla mjer. ]eg hef látið dragast helsti mikið í hlje — ekki haft mig nóg í frammi. En þó jeg feginn vildi koma fram opinber- Iega, fengi jeg því ekki ráðið vegna metorðagirndar mannanna. í stað þess að verða illræmdir fyrir það, sem þeir gera ilt, gerast þeir nú góðfrægir. í stað þess að nota hið illa til að koma hinu illa fram, nota menn það góða til að koma hinu illa fram. Það er eins og menn sjeu að reyna að finna upp nýjan djöful. Ðiskupinn: í mínu biskupsdæmi þykist jeg þess hafa orðið var. K ö 1 s k i (hneigir sig mjög alvarlega, eins og hann vissi það): Vjelarnar — jeg á ekki við vítisvjelar; þær heyra mjer til — vjelarnar, sem í eðli sínu eru góðar, því í þeim opinberar skaparinn sjálfan sig, vjelarnar, sem hann ætlast til að ljetti erfiði og þunga af hinum þjáðu og undirokuðu, eru taldar bölvun mannkynsins. Framleiðsla lífsnauðsynja er talin til bölvunar. Menn kvarta um ofmikla framleiðslu Iífs- nauðsynja, þótt flestir þeirra gangi hungraðir og naktir. Ef allir kaldir, klæðlausir, horaðir og hungr- aðir fengju það er þeir þyrftu, mundi framleiðslan ekki um of. Of-framleiðsla nefnist það, sem er fram yfir kaupgetu manna. Framleiðsla fram yfir þörf manna er ekki til, sem annars væri hin eina verulega um- fram-leiðsla lífsnauðsynja. /Hinir þrír líta spyrjandi augum hver til annars). Mannkynið stendur á önd- inni og getur ekki áttað sig — þekkir ekki greinar- mun góðs og ils, nærri því eins þekkingarlaust og það var áður en Eva syndgaði, en naumast eins heilagt! Þegar gott er talið ilt og ilt er talið gott, og ilt og gott er orðið grautur í heimsins hálfvelgju- potti, er mál, herrar mínir, er mál að hefjast handa (lyftir upp höndunum og horfir fast á áheyrendur sína — þegir. Þeir vita auðsjáanlega ekki hvaðan á þá stendur veðrið). Vfirleitt girnast menn hið illa, en ekki hið góða. Eina ráðið er, að gera hið illa meira áberandi, gera hið illa meira áberandi, segi jeg. Auðskipulaginu einu treysti jeg til þeirra hluta. Borgarstjórinn (ekki lengur í neinum efa): Auðskipulagið er hið eina rjetta; alt annað drottin- svik og landráð. Þingmaðurinn (genginn úr öllum skugga, með ánægju): Það hefur tekið margar aldir að ná því menningarstigi, sem við erum á, með því fyrirkomu- Iagi, sem er hið besta hugsanlega. Kölski; En til þess að gera hið illa meira áber- andi, þarf auðskipulagið meira afl — afl þeirra hluta, sem gera skal. (Borgarstjórinn og þingmaðurinn hneigja sig hvor til annars af sameiginlegum skiln- ingi). ]eg hef komist yfir allmikið fje og ætla mjer að verja því öllu auðskipulaginu til eflingar. Borgarstjórinn: Fje, sem þannig er varið, hlýtur að ávaxtast. Þingmaðurinn; Við gerum okkur grein fyrir nútíðar kaupsýslu. Við nefnum öll brögð — gróða- brögð — kaupsýslu. Kölski: Bíðið þið við, herrar mínir. Eins og jeg hef þegar tekið fram, hef jeg ekki hugsað mjer að verja fje míuu til almenningshellla — þar er jeg ekki undanskilinn öðrum fjesýslumönnum. Hinsvegar hef

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.