Óðinn - 01.07.1935, Blaðsíða 41

Óðinn - 01.07.1935, Blaðsíða 41
Ó Ð I N N 89 sömu sveit, og bjuggu þar til ársins 1915, er þau hættu búskap vegna ellihrumleika. Björg var þá á því ári 80 ára að aldri, en Jósef maður hennar 76 ára. Hann var þá búinn að vera alblindur í 5 ár, og gat þess vegna ekki sint neinum útiverkum nje utanbæjarstjórn. Varð Björg þá enn einu sinni að vera hvorttveggja í senn, bóndinn og húsfreyjan, sem oft áður, þá hún var einstæðingsekkja, sem henni fór jafnan snildarlega úr hendi. Eftir að þau Björg og Jósef fluttu að Hofakri, blómgaðist efnahagur þeirra allvel, svo að þau máttu kalldst vel efnuð, þá þau hættu búskap árið 1915. Eru þau einu ábúendur á Hofakri sem kunnugt er um, að hafi flutt meiri efni á burtu, en þangað voru flutt, sem aðallega var þakkað útsjón og dugnaði Bjargar, sem ávalt reyndist hin sama dugnaðarmann- eskjan, hvar sem hún var og hvernig sem á stóð fyrir henni. Eitt af mörgum dæmum upp á dugnað og viðsýni Bjargar, sem einnig sýnir, hver ráðdeildarkona hún var, er það, að á öllum þessum jörðum, sem hún bjó á, ljet hún byggja matjurtagarða, sem hún svo nytjaði og ræktaði matjurtir í, einkum kartöflur og rófur. Vorið 1870, þá hún flutti að Lækjarskógi, Ijet hún strax, þá hún kom þar, byggja matjurtagarð, er svo var stækkaður á næstu árum. Öll þau ár, sem hún bjó þar, nytjaði hún garðinn, oft með góðum árangri, enda þó að í Lækjarskógi sjeu ekki góð ræktunar- skilyrði, vegna skjólaleysis með fl. Tókst henni með sínu óþreytanlega kappi og þrautseyju að fá mat- jurtir til að spretta og gefa sæmilega góða uppskeru. Á þeim tímum var með öllu óþekt um það bygðar- Iag og víðast ræktun þessara nytjaplantna. Var því torveldara að fá fólk til að trúa þeirri tilraun. Þess- ar matjurtagarða tilraunir Bjargar urðu til þess, að ýmsir þar í nágrenninu fóru að koma sjer upp mat- jurtagörðum, þó í smáum stíl væri, en fólk var lengi að fá trú á þeirri nýjung. Björg varð því brautryðj- andi í því bygðarlagi með ræktun matjurta. Hún hirti jafnan sjálf garða sína að öllu leyti, enda báru þeir jafnan af görðum nágranna hennar, og gáfu góða uppskeru í öllum sæmilegum árferðum. Björg inti ekki ósjaldan af hendi ljósmóðurstörf í þeim bygðarlögum sem hún dvaldi í, er henni lán- aðist jafnan mjög vel, sem annað er hún fjekst við að gera. Konur, sem nutu hjálpar hennar við þau tækifæri, voru henni jafnan mjög þakklátar, töldu hana jafnvel fremri en lærðar yfirsetukonur, hvað hand- lægni og nærgætni snerti, enda mun lærdómur þeirra hafa verið minni en æskilegt hefði verið. Hún var Vigfús Guðmundsson frá Haga. Hann er fæddur á Keldum í Rangárvallasýslu 22. október 1868, sonur Guðmundar óðalsbónda, sem lengi bjó þar, og var víðkunnur maður, og er Vigfús yngstur þeirra fjögra sona Guðmundar, sem framan af þess- ari öld voru meðal merkustu bænda sunnanlands. Hefur *Óðinn« áður flutt myndir og æfiatriði þriggja elstu bræðr- anna, Jóns á Ægi- síðu í desember- blaðinu 1913, en Sigurðar á Selalæk og Skúla á Keld- um í aprílbl. 1914. Er þar sagt frá ætt og uppruna þeirra bræðranna. Vigfús bjó lengi í Haga í Gnúpverjahreppi og hefur síðan verið kendur við þannbæ. Þaðan fluttist hann til Engeyjar og síðan til Reykjavíkur, og hefur nú lengi dvalið þar. Hann er hinn mesti fróðleiksmaður og hefur margt ritað á síðari árum. Helstu rit hans eru: Saga Oddastaðar, Saga Hallgríms Pjeturssonar, Saga Breiðabólstaðar og safn til sögu Eyrarbakka, sem ekki er enn lokið. Er mikill fróðleikur saman kominn í þessum ritum Vigfúsar. Hlaut hann verðlaun úr sjóði Jóns Sig- urðssonar fyrir sögu Oddastaðar. Ritgerðir hafa birtst eftir hann í Árbók Fornleifafjelagsins og í Blöndu. Fyr meir skrifaði hann all-mikið í blaðið ísafold, og greinar hafa einnig birtst eftir hann í Óðni. Hann var góður bóndi, meðan hann bjó, og á síðari árum hefur hann verið hinn mesti eljumaður við ritstörfin. einnig vel handlagin og áræðin að hjálpa skepnum, þá með þurfti, við burð, og einnig að hjúkra þeim og lækna, við ýmiskonar uppáfallandi kvillum. Var hennar ekki ósjaldan vitjað í þeim kringumstæðum, sem henni hepnaðist jafnan mjög vel. Þá þau hættu búskap Björg og Jósef árið 1915, fluttu þau að Staðarfelli til Magnúsar sonar Bjargar, sem þar var bóndi. En eftir 2 ára dvöl þar Vigfús Guðmundssort.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.