Óðinn - 01.07.1935, Blaðsíða 45
Ó Ð I N N
93
sem annara mundi hann bæta og græða á dásam-
legan hátt. Henni varð jafnan að trú sinni. Eftir svörtu
sorgarskýin og döpru dagana, sem svo oft dundu yfir
hana, og skygðu á lífsgleði hennar, svo að henni fanst
hún örmagnast undir byrði hrygðarinnar, rann upp
heiðríkur himinn með dýrðlegum morgunroða, sem
fylti hug hennar og hjarta með bæn og þakklæti.
Svo mun og hafa verið hennar hinsta æfikveld.
Björg andaðist í Borgarnesi 19. janúar 1919, rúm-
lega 83 ára gömul, eftir árs vanheilsu af krabba-
meinssjúkdómi.
Guð blessi minningu hinnar hugumprúðu konu.
II
Jósef Jónsson, seinasti maður Bjargar Grímsdótfur,
var fæddur að Skarði í Gnúpverjahreppi í Arnes-
sýslu 5. nóvember 1839. Foreldrar hans voru Arn-
dís Höskuldsdóttir og Jón Gíslason, hjón búandi að
Skarði. Jón, faðir Jósefs, var albróðir Gests Gísla-
sonar, bónda að Hæli í Gnúpverjahreppi, föðurafa
Gests Einarssonar frá Hæli og Eiríks Einarssonar,
fyr bankastjóra að Selfossi. Foreldrar Jósefs áttu
margt barna, bæði syni og dætur, komust flest af
þeim á fullorðinsaldur, voru öll mannvænleg og vel
gefin. Munu albræður Jósefs hafa verið 6. Elstur
þeirra var Höskuldur, er dvaldi lengst af æfi sinnar á
Hrauni í Grindavík, var formaður og aflamaður mik-
ill. Þá þeir Skarðsbændur Gísll og Jón, Jóakim fyr
bóndi að Selfossi, og Jóhannes. Hálfbróðir þeirra var
Guðmundur, Giftist hann í Vtri-Njarðvík, og flutti
suður á Miðnes í Gullbringusýslu, og andaðist nokkru
síðar.
Jósef ólst upp hjá móðurbróður sínum, Ólafi Hösk-
uldssyni, bónda að Haga í Gnúpverjahreppi. Varheim-
ili hans þar alla tíð, þar til hann fluttist vestur í Dala-
sýslu, að Lækjarskógi, vorið 1874. Stundaði hann
jafnan kaupavinnu að sumrinu, ýmist þar í hreppn-
um eða norður í Þingeyjarsýslu, og fór þá jafnan
Sprengisand. Á vetrum og vorin stundaði hann sjó-
róðra, margar vertíðir hjá Jóni Árnasyni hreppstjóra
í Þorlákshöfn, sem var mikill sjósóknari og aflamað-
ur á sinni tíð. Ennfremur á Suðurnesjum, lengi hjá
Bjarna Oddssyni, hafnsögu- og útgerðarmanni í Garð-
húsum við Reykjavík, sem einnig var mikill sjósókn-
ari og aflamaður, Jósef þótti afburða sjómaður, sem
og til allrar vinnu, er hann gekk að. Var með allra
mestu þrekmönnum, rammur að afli, svo að hann
mun hafa átt fáa sína líka. Eru til ýmsar sagnir um
hreysti hans. Jón bróðir Bjarna Oddssonar í Garð-
húsum, hafnsögumanns, og fleiri, sem honum voru
samtíða, sögðu svo frá, að afl Jósefs hefði verið meira
en annara manna, sem þeir hefðu þekt, og að gam-
an hefði verið að sjá handatiltektir hans við verk,
sem mikið afl á reyndi, t. d. þá þeir voru að bera af
skipi, salt eða aðra þungavöru, hefði komið ljett á
þann, sem rjetti upp úr skipinu, að lyfta á Jósef,
hann hafði vanalega tekið pokann, þó neðarlega hefði
verið í skipinu, sem fis væri og svift honum á herð-
ar sjer. Margar fleiri sögur sögðu þeir af honum, er
lýstu miklu afli hans. Hann hafði gaman af að þreyta
aflraunir, t. d. taka upp steina og aðra hluti, sem
öðrum var um megn, þó miklir burðamenn væru á-
litnir.
Jósef sagði svo frá, að eitt sinn, þá hann var á
ferð yfir Sprengisand, ásamt frænda sínum, Jóni bróð-
ur Brynjólfs frá Minna-Núpi, sáu þeir hesta í fjar-
lægð á Sandinum, undir kletti eða hæð nokkurri.
Þeir vissu ekki til, að þar um slóðir gætu hestar
verið og lögðu Ieið sína í áttina til hestanna, að ganga
úr skugga um, hvernig á því stæði að þeir væru þar.
En þá þeir áttu allskamt til þeirra, spruttu upp tveir
risavaxnir menn, er stigu í flýti á bak hestunum og
riðu sem af tók á burtu. Þeir frændur hvöttu einnig
sporið og eltu þá lengi. Virtist hestur Jósefs draga
uppi hesta þessara óþektu manna. En hestur Jóns
frænda hans drógst aftur úr, og því meira sem sprett-
inn lengdi. Jósef sá sitt óvænna, annað en gefa upp
eftirförina, áleit hæpið fyrir sig einann að eiga við
mennina, ef ósáttir yrðu, þó að hann kynni með tím-
anum að draga þá uppi, þá öll von var úti um að
frændi hans gæti fylgst með honum, sem einnig hafði
verið vel að manni. En þess gat Jósef, að sjer hefði
þótt mjög fyrir að verða að hætta við eftirförina, og
verra en margt annað, sem fyrir sig hefði komið.
Hann hjelt því fram, að þetta hefðu útilegumenn ver-
ið, sem auðsjáanlega hefðu ekki girnst fund þeirra
frænda, sem bygðamenn hefðu vafalaust æskt og þótt
vænt um. Þetta mun hafa verið á árunum 1862 til
1866.
Jósef var mikill hestamaður, átti jafnan fallega hesta
og góða reiðhesta. Mun þó einn þeirra hafa borið af
hinum, sem Auri var kallaður. Þann hest átti Jósef
þá hann var lausamaður í Haga. Brynjólfur skáld frá
Minna-Núpi orti eftirmæli eftir Aura, sem eru í ljóða-
bók hans. Eftir þeim að dæma, og umsögn Jósefs,
hefur sá hestur verið afburða hestur, ekki aðeins
að fjöri og fimleik, heldur einnig að viti. Þessi hest-
ur heltist snögglega í kirkjuferð um hásumar, og
virtist engu betri um haustið, og var því sleginn