Óðinn - 01.07.1935, Qupperneq 1

Óðinn - 01.07.1935, Qupperneq 1
OÐINN 7.—12. BLAÐ ]ÚLÍ — DESEMBER 1935 XXXI. ÁR Pjetur Halldórsson borgarstjóri. Á fundi bæjarstjórnar 1. ágúst sl. var Pjetur Hall- dórsson bæjarfulltrúi kosinn borgarstjóri Reykjavíkur. Mjer er óhætt að fullyrða, að með þessu sýndi bæjar- stjórnin,að hún valdi mann, sem hafði óvenju staðgóða þekkingu á bæjarmálum til brunns að bera, og er þess utan framúrskarandi mann- kostamaður. Þaðverðurþví ekki annað sagt, en að borgarstjóravalið hafi lán- ast bæjarstjórn sem bezt varð á kosið, enda hef jeg engan heyrt halda öðru fram. Pjetur Halldórsson hefur átt sæti í bæjarstjórn síðan í ársbyrjun 1920, og er því einn allra reyndasti bæjar- fulltrúi Reykjavíkur. Hann hefur verið varaforseti bæj- arstjórnar síðan 1926, og átt sæti í öllum helztu nefndum, lengri eða skemri tíma, svo sem bæjarráði, fjárhagsnefnd, rafmagns- stjórn, hafnarstjórn, gas- nefnd,skólabyggingarnefnd, húsnæðisnefnd, vatnsnefnd og skólanefnd. Það er því ekki smáræðis reynsla, sem hann hefur aflað sjer í meðferð bæjarmálanna öll þau ár, sem hann hefur setið í bæjarstjórn, því það er viðurkent af öllum, sem til þekkja, að hann hefur rækt þessi störf með þeirri einstöku samvizku- semi og trúmensku, sem honum er eiginleg. Engan þarf að undra, þó ýms deilumál komi upp í bæjarstjórn á svo mörgum árum, enda hafa þau verið mörg. Því verður heldur ekki neitað, að oft hefur skorist í odda milli flokka þeirra, sem í bæjar- stjórn eru, og hefur Pjetur Halldórsson þá jafnaðar- lega staðið framarlega í sókn og vörn, og aldrei hlíft sjer eða dregið sig í hlje. En þrátt fyrir þetta þori jeg, sem hef verið samstarfsmaður Pjeturs síð- an hann kom í bæjarstjórn, og haft meira saman við hann að sælda en flestir aðrir, að fullyrða, að and- stæðingar hans þar bera honum þann vitnisburð, að hann sje manna sann- gjarnastur og drenglynd- astur, þó hann fylgi því, er hann veit rjettast og bezt, út í ystu æsar. Jeg hef heldur aldrei heyrt nokkurn mann segja ó- vildar- eða kalaorð um Pjetur Halldórsson per- sónulega. Borgarstjórinn okkar, Pjetur Halldórsson, er manna glæsilegastur í allri framgöngu, og ber það með sjer, hvar sem hann er, að hann er prúðmenni hið mesta. Einarður og skörulegur er hann í bezta lagi, og heldur fast á þeim málstað, sem hann er sannfærður um að sje rjettur. Hann er trygglyndur og vinfastur umfram flesta menn aðra, og munu þeir æði margir, sem átt hafa hauk í horni þar sem hann er. Við, sem bezt þekkjum Pjetur Halldórsson borgar-

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.