Óðinn - 01.07.1935, Blaðsíða 10

Óðinn - 01.07.1935, Blaðsíða 10
58 Ó Ð I N N þennan líma til að læra eitthvað það, sem þær lang- aði til, annaðhvort til munns eða handa. Öllu heim- ilisfólki voru lögð til plögg, jafnt skólapiltum og öðr- um, og hafði húsmóðirin þann sið, að skrifa upp, hvað hver átti, er hann kom, til þess að víst væri að þeir færu ekki með minna en þeir höfðu komið með, og hygg jeg að sumir þeir, er lítið áttu, hafi fengið talsvert fram yfir. Þannig var reglusemin á öllum sviðum. Þó sá væri siður Torfa, að fela einhverjum skóla- pilti verkstjórn, þá var þó ætíð að sjálfsögðu, ef Torfi var fjarverandi og ráða skyldi fram úr einhverju vandamáli búinu viðkomandi, leitað eflir tillögum hús- móðurinnar og hennar ráð tekin, enda var það óhætt, því hún var bæði mjög verksjeð og úrræðagóð. Öll þau 7 ár, sem jeg var vinnumaður í Ólafsdal, og annaðist fjárgæslu á vetrum, úti í Belgsdal, var jeg á sumrum heima, og sá þá oft um flutning til heyskaparfólksins, sem lá við úti í Saurbæ, því Torfi hafði heyskap á þremur jörðum, öðrum en Ólafsdal, en allur matur var þá sendur vikulega að heiman og annaðist húsmóðirin sjálf allar þessar sendingar. Var það ekki lítil viðbót fyrir hana, auk alls þess, sem hún hafði að hugsa um og annast heima fyrir. Þó kom víst sjaldan fyrir að nokkuð gleymdist, það, sem senda átti, enda ekki hætt við að hún væri þá sein í snúningum, ef svo ætlaði til að takast. Eitt sinn kom það fyrir að unglingspilíur, sem átti að færa fólkinu þessa vikulegu sendingu, var búinn að binda baggana þegar húsmóðirin kom út og sagði, að gleymst hefði lítilræði, sem nauðsynlega þyrfti að komast í annan baggann. Pilturinn, sem var nýlega kominn að Ólafsdal, hafði umyrði um að þurfa að leysa upp baggann og þóttist ekki mega vera að tefja tímann með því. Snaraðist frú Guðlaug þá að bagganum, leysti hann þegjandi og kom þar fyrir því, sem senda átti; batt hann aftur, Ijet hann upp á hestinn og sagði svo: »Ætli þú getir nú ekki rekið af stað niður tröðina*. — Var þarna, sem oftar, að hún gat sjálf framkvæmt flest þau verk, sem fyrir komu, og var það sjálfsagt þess vegna, að allir lærðu fljóft að hlýða fyrirskipunum hennar mótmælalaust, enda var öll fram- koma hennar þannig, að allir hlutu að virða hana. Oft var mannkvæmt í Ólafsdal og heimilisfólkið um 40 manns. Ólafsdalur er í þjóðbraut fyrir þá, sem ferðast landleiðina milli Vestfjarða og Suðurlands, og á þeim árum var ekki um aðra leið að gera, áður en sfrandferðir hófust. Gestrisni þeirra hjóna var annáluð um alt Vesturland, og þekti jeg það vel þau 26 ár, er jeg var í póstferðum milii Isafjarðar og Hjarðarholts. Kom jeg þá ætíð að Ólafsdal báðar leiðir, til gistingar, og var jafnan tekið sem kæmi jeg í foreldrahús; sömuleiðis nutu allir samferðamenn mínir þar hinnar ágætustu gestrisni. ]eg ætla að segja hjer frá hvernig á því stóð, að Torfi sál. auglýsti eitt sinn greiðasölu. — A harðinda- árunum milli 1882—’88, þegar hart varð manna á milli vegna fjárfellis, sem orsakaðist af grasbresti og óþurkum hafísáranna, kom það fyrir að ungt fólk, sem hafði lítið við að vera heima, tók sig upp á út- mánuðum og fór fótgangandi yfir nærsveitirnar, og jafnvei lengra, og tjáði sig vera í kynnisför til vina eða ættingja. Seltist það oft að á miðjum degi á þeim bæjum, sem höfðu á sjer gestrisnisorð, og gerði sjer erindi til tafa, og sannaðist þá máltækið: »Smá gerast oft erindin á vorin*. Var það vor oftast ekki færri en 8 — 10 slíkir gestir á nóttu hverri, í heilan mánuð, í Ólafsdal, og svona var víðar á bæjum. Dá- lítið minkaði flakkið, að minsta kosti í bili, eftir aug- lýsinguna, en fáir hygg jeg hafi verið krafðir um næturgreiða í Ólafsdal. — Þetta harða vor tóku þau hjónin á heimilið mannaumingja, sem svo mjög var máttfarinn að hann gat ekki gengið óstuddur. Heim- ilið, sem hann hafði dvalið á, var mjólkurlaust af því kýrnar höfðu brugðist vegna skemdra heyja. Hús- móðirin annaðist sjálf þennan aumingja, sem svaf mestallan sólarhringinn, nema hvað dreypt var á hann nýmjólk eins og smábarn, og alla hirðu þurfti hann sem slíkt. Smáhjarnaði hann svo við, og veit jeg að hann bar jafnan síðan hlýjan þakklætishug til Ólafs- dals-hjónanna. En haustið áður var það, að smáhvali rak þar á fjörur og átti Torfi þær mestar. Sendi hann þá í allar áttir, svo sem flestir gætu notið þess, að afla sjer hlutar við björgunina; en hann gleymdi heldur ekki hinum, sem ekki höfðu aðstæður til að vinna sjer hlut. Þannig voru ætíð tillögur þeirra hjóna þær, að ýta sem mest undir sjálfsbjargarviðleitni manna, en gleyma heldur ekki þeim, sem ekki gátu bjargast sjálfir. Hvað frú Guðlaug ljet af hendi á þessum harðinda- árum vita fáir, nema þeir sem nutu, hún var í því, sem öðru, höfðingi, sem ekki kærði sig um að sýn- ast, en hitt veit jeg, að góðan hug báru fátæklingar til hjónanna í Ólafsdal. ]eg man aldrei eftir því, að frú Guðlaug kvartaði um þreytu eða að sjer væri ofboðið með öllum þeim áhyggjum og störfum, sem þetta umfangsmikla heim- ili heimtaði af henni. Hún gaf sjer æfinlega tíma til á degi hverjum að ganga út og líta eftir umgengni allri, einkum þó ef húsbóndinn var að heiman eða í

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.