Óðinn - 01.07.1935, Blaðsíða 23

Óðinn - 01.07.1935, Blaðsíða 23
Ó Ð I N N 71 ráðdeildarsamur, leifuðu margir ráða hans við ýmsum vandamálum og þar reyndist hann ætíð bæði ráðholl- ur og nærgætinn. Hann var besti fjármaður, athugull og nákvæmur við skepnur, hagsýnn við öll vinnu- brögð og besti vefari, og sívinnandi, en þegar hon- um vanst tími til, hafði hann ánægju af að lesa góð- ar bækur eða glíma við flókin reikningsdæmi, og ekki var hætt við að kann hefði annað en gott fyrir ung- lingunum, sem umgengust hann, svo grandvar sem hann var í öllu dagfari, þó gat hann verið spaugsam- ur öllum að meinalausu. Það þótti því mikil eftirsjá að honum, er hann 1890 fluttist tiJ Vesfurheims, en þar reyndist hann brátt, sem vænta máfti, hinn mæt- asti borgari. Hann andaðist árið 1920 eftir langa sjúkdómslegu. Hjúkrunarkonan, sem stundaði hann þá í legunni, hefur sagt mjer, sem þetta rita, að hún telji það hafa verið lán fyrir sig að hafa fengið að kynn- ast slíkum manni. Kemst hún svo að orði, að hún hafi á hverjum degi lært eitthvað það af honum, sem geri lífið bjartara og sætti mennina við erfiðleika þess og meiri sálarstyrk og traust á guði og kærleika hans hafi hún aldrei þekt hjá nokkrum sjúklingi. Aríð 1866 giftist ]ón Markússon Guðríði Jónsdótt- ru frá Geitastekk í Hörðudal og Kristínar jónsdóttur hreppstjóra og sáftanefndarmanns að Gautastöðum, er druknaði 1807, Þorsteinssonar í Tungu, Jónssonar s.st, Sigurðssonar í Hlíð, Þorsteinssonar sst., Sig- urðssonar hins fyrri s.st., Þorsteinssonar prests á Breiðabólsstað á Skógarströnd Oddssonar. En móðir Jóns yngra í Tungu og kona Sigurðar Þorsteinssonar í Hlíð var Guðlaug Pálmadóttir lög- rjettumanns á Breiðahólssfað í Sökkólfsdal og Ragn- heiðar Eggertsdóttir frá Snóksdal, Hannessonar s.st, Björnssonar s.st., er druknaði 1615 og var sonur Þórunnar Daðadóttur Guðmundssonar í Snóksdal. En Pálmi lögrjettumaður var Hinriksson sýslum. að Innra- hólmi, er andaðist 1638, Gíslasonar og Ingibjargar Arnadóttur Gíslasonar sýslumanns á Hlíðarenda, og er sú ætt rakin til Haukdæla. Jón Markússon andaðist 23. febr. 1888, en Guð- ríður lifði lengi eftir það á Spákellsstöðum hjá Guð- brandi syni þeirra og andaðist 25. nóv. 1904, 92 ára að aldri. Þau eignuðust 7 börn, 5 dætur og 2 sonu. Dætur þeirra, sem upp komust og nú eru allar dán- ar, voru: 1. Guðrún ljósmóðir f. 1867. Hún giftist 1897 Kristmundi bónda Guðmundssyni að Vígholts- stöðum, sem átt hafði Guðrúnu hálfsystur hennar. Kristmundur andaðist 1913. Börn þeirra voru Rickarð- ur læknir og Ragnheiður. Guðrún andaðist 1920. 2. Kristín f. 1868. Giftist Birni bónda Finnssyni frá Skallhóli í Hörðudal. Bjuggu þau seinast að Tungu og þar andaðfst Ðjörn 1931. Sonur þeirra, Stefán Flórentínus, dó ungur, en þau ólu upp tvö bróðurbörn Björns. Kristín andaðist 22. marz síðastl. og hafði hún þá samastað hjá Guðbrandi bróður sín- um að Spákellsstöðum. Jeg þekti Kristínu vel, því hún var mjer samtíða hjá foreldrum mínum 1896. Þótti mjer hún skemtileg, því hún var prýðilega greind, glaðlynd og spaugsöm, samviskusöm og vönduð í allri framkomu, skapstilt og orðvör, ennfremur prýðilega vel verki farin og mjög iðjusöm. Hún hafði sálræna hæfileika, sagði oft fyrir um gestakomur og ýmislegt fleira smávegis. Annars fór hún dult með þessa gáfu sína, enda var í þá daga lítil þekking manna á þeim hæfileikum og voru þess mörg dæmi, að þeir, sem nokkuð ljetu á slíku bera, mættu alskonar aðkasti og tortrygni, sem margt misjafnt gat spunnist út af. En annars býst jeg við að þessi gáfa Kristínar hafi verið arfgeng og hafi faðir hennar átt talsvert af henni líka, þó dult færi hann með hana. 3. Anna Sigurrós f. 1869. Giftist Jens Jónssyni, ættuðum frá Langey á Breiðafirði. Þau fluttust til Vesturheims árið 1888 og bjuggu þar í Saskatche- wan. Þau eignuðust mörg börn og eru 6 á lífi og uppkomin: Jón, Viktor, Guðmundur, Þorgeir, Vilhelm, Soffía Hlíf. Anna andaðist 8. mai síðastliðið vor. 4. Helga f. 1870. Var hún alla æfi fremur heilsu- lítil, en þó sívinnandi. Hún andaðist 1918. 5. Vngst þessara systra var Margrjet, f. 1872. Ör- lög hennar voru þau að missa heilsuna á besta aldri og tók þá við erfið og löng barátta við sjúkdóma og 15 síðustu árin dvöl á sjúkrahúsum og oft á sjúkra- beði. Þó skyldi enginn nokkru sinni heyra á Mar- grjetu að hún möglaði yfir kjörum sínum eða kvart- aði undan þeim þjáningum, er hún varð að þola. Hún var ætíð glöð í bragði. Trú hennar á guði og kærleika hans var svo sterk, að hún bar hana yfir allar kvala- og þrautaófærur og lyfti sál hennar ætíð til ljóssins og gleðinnar hvernig sem líkaminn þjáðist. Það var því æfinlega gott og lærdómsríkt að heim- sækja Margrjetu og heyra hana, sjúklinginn, hugrakka tala um dásemdir skaparans og fullvissuna, sem hún hafði um annað líf í æðri veröld. Hún þakkaði guði oft fyrir það að hún hafði þann mátt í höndunum, að geta unnið sjer til afþreyingar, og það var bæði fal- legt og fjölbreytt, sem Margrjet vann á sjúkrabeði, því hún var prýðilega vel verki farin. Hún andaðist 7. febr. síðastliðinn. Synir þeirra Jóns Markússonar og Guðnýjar eru: 1. Guðbrandur bóndi að Spákelsstöðum f. 1873.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.