Óðinn - 01.07.1935, Blaðsíða 30

Óðinn - 01.07.1935, Blaðsíða 30
78 Ó Ð I N N söng og Ijek á piano fyrir drengina, og við sjera Þorsteinn sögðum þeim frá ýmsu viðvíkjandi fjelags- skapnum. Jeg kom aftur seinna á föstunni, og stað- festist með okkur, að Y-D og U-D úr Reykjavík skyldi heimsækja hið litla fjelag um páskana. Þegar jeg bar þetta undir »Úrvalið« mitt, varð hjá þeim stór hrifning fyrir þessu. Oss langaði líka til að vígja þá sjerstakan fána fyrir yngstu deildina; það átti að vera skrúðgöngufáni. Jeg vildi ekki nota »Dannebrog«, þó að það þá væri hinn eini löggilti fáni, því þótt mjer þætti mjög vænt um þann fána, þá var það eingöngu sem fána Danmerkur, og jeg hafði enda ort fánasöng fyrir V D í Kaupmannahöfn. En hjá mörg- hjer heima var vaknaður mikill áhugi fyrir að ísland fengi sinn sjerstaka þjóðarfána, og jeg hafði alt af verið hrifinn af þeirri hugsjón frá því er Valtýr Guð- mundson hafði ritað bækling um merki Islands, árið 1885 eða 6, að mig minnir. En jeg hafði ávalt látið mjer fátt um finnast »bláhvítu fánana*, sem sumir voru mjög heitir fyrir og kölluðu »fána íslands*. Jeg hafði alt af staðið á móti því að K. F. U. M. hefði flaggstöng, bæði af því að jeg vildi hvorki nota Dannebrog nje þann »bláhvíta«, og af því að oft gæti það verið erfitt að vita, hvenær og fyrir hverju bæri að flagga í fjelags nafni. Jeg hafði ávalt sagt: Jeg líð aldrei að flaggað sje með bláhvíta fánanum hvorki inni nje úti á K. F. U. M. eða við skrúð- göngur, fyr en hann hefur verið samþyktur af Alþingi og þau lög undirskrifuð af konungi. Þess vegna ljet- um við nú sauma sjerstakan fána fyrir Y-D og var það hvítur feldur með bláum borða umhverfis og í hvíta feldinum rauðir stafir. Á páskadaginn átti svo að vígja nýja fánann há- tíðlega og jafnframt var í undirbúningi skrúðganga til Hafnarfjarðar 2. páskadag. Og til enn meiri há- tíðleika voru búnar til »slaufur« handa drengjunum, og hafði hver sveit sína liti. Á afarfjölmennum fundi á páskadaginn var fáninn vígður, og fánasöngur sunginn, og er þetta fyrsta vers; Fáni vor sem friðarmerki fara skaltu’ á undan nú, hvetja oss að æðsta verki, efla dáð og sanna trú. Minnir oss á markið hátt mót er skín oss rautt og hvílt og blátt. Var það sungið með mikilli hrifningu, og eftir það var fáninn hyltur á hverjum V-D fundi. Næsta dag áttu allir drengirnir að vera komnir kl. 9!/2 um morg- uninn niður í K. U. F. M.; allir áttu að hafa skrif- legt leyfi með sjer að heiman og fjekk enginn að fara með án þess. Veðrið var ekki upp á það besta og þótfi oss tvísýnt um hvort fara bæri, samt var það afráðið og lagði nú allur herinn af stað. Fyrst kom blaktandi hinn nýi fáni og síðan 40 piltar úr A-D og U-D. Svo komu drengirnir úr V-D og voru þeir liðlega 200. Sveitastjórarnir fylgdu hver sinni sveit; gengu fjórir saman í röð. Var þetta allásjáleg fylking. Var nú gengið alla leið til Hafnarfjarðar og hvílt einu sinni litla stund á leiðinni. Þar sem Hafnar- fjarðarhraun byrjar Reykjavíkur megin, kom fjelag- ið úr Hafnarfirði á móti oss og bauð oss velkomna, og gekk síðan í fylkingu á undan. Sungið var ó- spart við og við á allri leiðinni. Þegar fylkingin nálg- aðist bæinn, sáum vjer heilmikla þyrpingu af Hafnar- fjarðarfólki uppi á hraunbrúninai við Hafnarfjörð; var það fólk að koma til þess að sjá fylkinguna. Þeg- ar vjer vorum rjett komnir að fólkinu, hófu dreng- irnir af sjálfsdáðum upp hersöng yngstu deildarinnar og byrjaði hann svona: Vjer yngsta sveina sveit með sigurljóð svo skær og heit, vjer göngum nú með glaðri trú og gleðivon í anda mót öllum vondum væltum þeim og varga sveim, sem ætla oss að granda. — En er þeir komu að orðunum »mót öllum*, þá gaf jeg merki að stöðva sönginn, því að jeg vildi ekki að Hafnfirðingar hjeldu að vjer kölluðum þá »vondar vættir og vargasveim«. Þegar vjer gengum niður í bæinn, kom fólk út í alla glugga, því að orð- takinu: »eitt fótatak*, var vel fylgt eftir með fótun- um og dunaði undir í húsunum við hið samstilta fóta- tak um 250 drengja, sem allir vildu sýna sig frá bestu hlið. Það var að öðru leyti þögn í fylkingunni gegnum bæinn. Svo var gengið til Góðtemplarahússins, fengu allir Reykvíkingar sæti og múgur af börnum og ungling- um úr Hafnarfirði fyltu svo að öðru leyti húsið. Svo var haldin samkoma með ræðu og miklum söng. Svo fóru aliir upp á »Hamar«, en á meðan var í Góð- templarhúsi alt undirbúið, til þess að gefa drengjun- um kaffi. Bakari einn í Hafnarfirði hafði búið til fyr- ir mig 500 bollur, hver bolla var eins og lítil pott- kaka, og kostaði þó ekki nema 5 aura. Síðan var kaffi drukkið þannig að liðinu var skift í tvo helm- inga og var annar helmingur úti að leika sjer með- an hinn drakk. Meðan verið var að drekka, fór jeg heim til sjera Þorsteins, enda þótt jeg vissi, að hann

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.