Óðinn - 01.07.1935, Page 13

Óðinn - 01.07.1935, Page 13
Ó Ð I N N 61 jeg hugsað mjer að gera hina ríku ríkari og hina fá- tæku fátækari. Borgarstjórinn: Eins og gefur að skilja, höf- um við enga ástæðu til að finna neitt að því. Kölski: ]eg verð að biðja ykkur að láta ykkur skiljast, að jeg ætla ekki að beita mjer fyrir nein gróðafyrirtæki, heldur standa á bak við þau, leggja fram alt nauðsynlegt fje og vera ráðgefandi, að svo miklu leyti sem jeg veit betur en aðrir og hef meiri reynslu. En auðvitað legg jeg ríkt á að farið sje að mínum ráðum í öllu. Þið vitið að almenningur ræður engu um það hver er ráðherra. Þ i n g m a ð u r i n n : Og jeg get bætt því við, að ábyrgðin hvílir á þeim sem atkvæðin greiða, en ekki á þeim sem þeir kjósa. Kölski: Jeg hef hugsað mjer, herra þingmaður, að gera þig að forsætisráðherra stjórnarinnar — það þýðir að jeg sje ráðið. en þú herrann; að þú skipir forsætið undir mjer. Þingmaðurinn (ræður sjer ekki af fögnuði): Jeg — (stendur á öndinni, með tárin í augunum) — Jeg kann þjer miklar þakkir fyrir þessa óvæntu upphefð. Kölski: Það heitir nú ekki upphefð! Þingmaðurinn (röddin titrar af tilbeiðslu): Það skal vera mjer ánægja að leggja mig fram í þarfir þíns góða málefnis. Kölski: Þjer, herri. borgarstjóri, hef jeg ákveðið að veita alt nauðsynlegt fje til vaxtar og viðgangs þessari borg, á auðskipulags grundvelli — nefnilega >að borgin aukist og eflist að sama skapi sem hinum fátæku erfiðismönnum óhjákvæmilega hnignar andlega og líkamlega*. Borgarstjórinn (af mikilli hrifningu): Jeg þakka þjer fyrir þá miklu tiltrú, sem þú ber til mín. Þú getur verið alveg viss um, að jeg ligg ekki á liði mínu þjer til aðstoðar, að gera enda á þessa óbæri- legu deyfð, sem nú hvílir yfir öllu viðskiftalífi. Kölski: Já, mjer duldist það ekki að mín var hjer mikil þörf. Jeg verð að segja ykkur það til verðugs heiðurs, að mig óraði fyrir Ioflegum viðtök- um í þessari borg, óttaðist ekki andúð frá neinum — nama helst herra biskupinum (fettir sig, keyrir höfuðið aftur á bak og lítur til biskupsins!, þóttist hafa fulla ástæðu til þess, sakir hans háa embættis. Þingmaðurinn: Jeg þori að fullyrða að við erum allir, undantekningarlaust, þínir þjónustu reiðu- búnir. Kölski gefur þingmanninum merki um að halda sjer saman. Biskupinn: Eins og kunnugt er, hefur auð- valdinu ekki stafað neinn háski af minni stefnu. En ef um verulegan stuðning af hennar hálfu væri að ræða, yrði hún að hafa meiri fótfestu í veruleikanum -- standa á hellu úr gulli. Ekki leyfi jeg mjer að taka neina ákvörðun á þessu augnabliki, nje bindast loforðum, fyrir hennar hönd, við háttvirtan mann utan kirkjunnar. En — (þegir með opinn munninn) — efalaust yrðu heillaríkari erindislok þín, herra, ef þú veittir henni sæmilegan sfyrk; legðir til hennar eilííið fje — álitlega upphæð — gæfir þig persónulega við fjelagsmálum hennar, tækir þátt í helgum athöfnum og kendir í sunnudagaskóla. Kölski (brosir nú í fyrsta skifti): Jeg þakka þjer, biskup, fyrir þessi hlýju orð! Fjeð skal jeg veita og það ríflega. En jeg verð að taka það fram, að jafn- vel þó margir minna bestu vina sjeu innan þinnar kirkjudeildar, sje jeg mjer ekki fært að sækja kirkju nje kenna í sunnudagaskóla. Biskupinn: ? Kölski: Af trúarbragðalegum ástæðum? Nei — mjer eru öll trúarbrögð jafn kær — heldur af því að jeg vil ekki, undir neinum kringumstæðum, sýnast betri en jeg er. Þið munduð skilja afstöðu mína til kirkjunnar, ef þið þektuð mig. Ðorgarstjórinn: Svo ert þú hátt settur í mannfjelagssfiganum, að við finnum ekki ástæðu til að leita upplýsinga um þig persónulega, nje rannsaka hvernig þú hefur rakað saman fje; við göngum að því sem vísu, að þú hafir gert það af list fyrir listar- innar skuld; að átt hafi aðrir fjeð á undan þjer og tapað því, sem þú hefur grætt. Þingmaðurinn (röddin Ijómar af aðdáun): Við vitum að enginn verður ágætur af engu, nema Guð. Borgarstjórinn (mjög til afsökunar og rjctt- lætingar): Við vitum að það er enginn Guð, sem græðir fje. Kölska finst auðsjáanlega mikið til um þetta og er ánægður. Biskupinn: Við vitum að það fje er mjög tak- markað, sem getur að rjettu lagi verið einstaklings eign. Mikils er um vert að því fje, sem er fram yfir eðlilegan vöxt, sje varið til góðs fyrir einstaklinginn — þá einu stofnun, sem getur hrósað sjer af því að hafa hina einu sönnu trú. Kölski (önugur): Segið þið ekki til góðs! Jeg vil ekki heyra það orðtak. Það skal játað frómt og hreint að jeg er vondur, en ekki góður. Jeg heiti Kölski, og jeg ætlast til að herra biskupinn verði ekki seinasfur að kannast við mig.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.