Óðinn - 01.07.1935, Síða 27

Óðinn - 01.07.1935, Síða 27
Ó Ð I N N 75 og konu hans Málfríðar Jónsdóttur, fæddrar 1771, Jónssonar bónda á Mýrum. Halldór fluttist að vestan að Þingvöllum með sjera Birni Pálssyni árið 1828, þar var hann í tvö ár, unz hann fluttist að Hrauntúni árið 1830 og bygði þar upp, eins og áður er sagt. Bjó hann þar til dauða- dags, í 41 ár, eða til 1871. Halldór var tvígiftur. Fyrri konu sína, Maríu, misti hann 1845, en giftist aftur 1853 Guðrúnu Gísladóttur, Björnssonar, frá Sjóbúð í Reykjavík, fæddri 27. febr. 1816. Eignuðust þau hjón 5 börn: Halldór, Jónas, Jón, Málfríði og Elísabet. Árið 1866 mistu þau 3 börn sín úr barnaveiki, öll sömu vikuna. Eftir lifðu að eins tveir synir þeirra: Jón, sem fluttist til Ameríku, og Jónas hreppstjóri í Hrauntúni, sem síðar verður getið. — Konu sína misti Halldór árið eftir. Stefán Egilsson múrari, faðir Sigvalda Kaldalóns og þeirra bræðra, sem ólst upp hjá Halldóri, hefur skýrt svo frá búskaparbyrjun Hrauntúns-bóndans: Ólafur Oddsson ljósmyndari hefur rakið ætt þeirra feðga til margra ágætra manna, svo sem Jóns bisk- ups Arasonar, Staðarhóls-Páls, »barna«-Sveinbjarnar, Haukdæla, Oddaverja, Noregskonunga, og alt upp til Svasa jötuns í Dofrum. Segir hann Halldór hafa verið afburða mann að burðum, með hærri mönnum, dálítið lotin í herðum, þrekin vel og karlmannlegur, starfsmaður mikill að hverju sem hann gekk, en af- burða sláttumaður. Segir Stefán að sú saga hafi gengið í ungdæmi sínu, að þeir Jón Kristjánsson í Skogarkoti hafi rjett upp á milli sín nýja skeifu, og sumir hefðu sagt hana pottaða. Góður var Halldór heim að sækja og gestrisinn, fróður um margt og bókamaður talsverður. Átti hann allar Árbækur Espó- lins, Islendingasögurnar og ýmsar ættfræðisbækur. Mikill hugmaður hafði hann verið, og þótti hart að þurfa að vekja 20 dala vinnumenn með morgunkaffi. Hafði það komið fyrir ekki svo sjaldan, ef hann var kallaður til matar frá verki og honum þótti spóna- maturinn of heitur, að hann kastaði askinum út í horn með öllu sem í var, og rauk til vinnu sinnar aftur. Maðurinn var skapbráður, en fljótt hafði rokið úr honum aftur, eins og vant er að vera um slíka menn. Ekki var árennilegt fyrir Halldór að byrja búskap þarna í Hrauntúni. Bæjarhúsin bygði hann öllupp strax um vorið, og þegar á fyrsta ári byrjaði hann á að hlaða axlarháan grjótgarð um hið væntanlega tún, og stend- ur sá garður að sumu leyti enn í dag, eftir nærri heila öld. Ber margur steinninn í þeim garði með sjer heljartök einyrkjans með járnkallinn sinn. Fyrsta árið sem hann bjó fjekk hann aðeins 2 — 3 sátur af túninu, og var bústofninn eftir því. Getur Stefán Egilsson þess, að hann hafi átt 3 ær og alt var eftir því. Á búskaparárum sínum gat hann ræktað upp úr mosaþembu og lítt ræktanlegu hrauni tún, sem gaf af sjer 60 — 70 hesta af löðu. Búið blómg- aðist og að sama skapi. Telur Stefán að Halldór hafi átt fyrir niður- skurð í fjárkláðanum 1857: 2 kýr, 60—70 ær í kvíum og 60—70 sauði. Var Halldór síðustu bú- skaparárin talinn sterk-efnaður, og allmikill peninga- maður á þeirra tíma mælikvarða. Halldór andaðist að heimili sínu Hrautúni árið 1872, 76 ára að aldri og hafði þótt hinn nýtasti og merkilegasti maður í öllu. Jónas Halldórsson var fæddur að Hrauntúni 6- nóv. 1853. Ólst hann upp að nokkru leyti á Brúsa- stöðum (4 ár) hjá Jónasi föðurbróður sínum. 18 ára gamall tók Jónas við búi í Hrauntúni. Bjó hann þar fyrst á hálfri jörðinni móti 4 sambýlismönnum, sem allir dvöldu þar mjög stutt, enda mun Jónas hafa verið nokkuð heimaríkur og þegar í upphafi ætlað sjer þar einum húsum að ráða. í Hrauntúni bjó Jón- as í nærri 50 ár með konu sinni, Hólmfríði Jóns- dóttur, Daníelssonar frá Björk í Grímsnesi, Snorra- sonar bónda á Hæðarenda í sömu sveit, Þórðarson- ar, bóndi í Ölvatnsholti í Holtum. Var hún fædd 25. okt. 1845. Eignuðust þau hjón 4 börn, sem upp komust: Hall- dór, sem nú býr í Hrauntúni, Ásgeir, skipstjóri á »Selfossi«, og tvær dætur, Jónínu og Elísabet. Er Jónína ógift í Ameriku, en Elísabet í Reykjavík. Auk þess átti hann einn son, að nafni Pjetur, eftir að hann varð ekkjumaður. Ekki var Jónas mikið til menta settur í æsku heldur en þá var siður. Þó lærði hann nokkuð að skrifa, en mest þó á svellum með prikinu sínu. Enga tilsögn fjekk hann í reikningi. Var honum þetta ærið sár harmur alla æfi, og það því fremur sem hann þurti mjög á þessu að halda, þar sem hann

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.