Óðinn - 01.07.1935, Blaðsíða 40

Óðinn - 01.07.1935, Blaðsíða 40
88 Ó Ð I N N Frú Geirlaug Jóhannesdóttir, Sauðárkróki. Fyrir tveimur og hálfu ári andaðist vestur á Sauð- árkróki kona á fertugsaldri frá eiginmanni og fullu húsi af börnum. ]eg man, að mjer varð hverft við, þegar jeg heyrði, að frú Geirlaug væri dáin. Ung og glæsi- leg kona, góð og umhyggjusöm hús- móðir, ástrík eigin- kona, fögur fyrir- mynd um móðurlega ástríki, yndi og un- aður allra, er henni kyntust; slík var hún, er svo snemma æf- innar fjell fyrir dauð- ans sigð. Um lvo tugi ára hafði hafði hún lifað í hjóna- bandi. Tæplega tví- tug að aldri var hún gefin Jóni Björnssyni, skólastjóra á Sauðárkróki. Átti hún með honum 8 börn, og var hið elsta þeirra 17 vetra, er hún ljest. Hún átti mest- allan sinn aldur heima í sama þorpinu. Fædd var hún hjer norður í Eyjafyrði, upp til dala, fátækra rnanna, en í fóstur tekin í barnæsku af þeim góð- frægu hjónum Sigurgeir Danielssyni og Jóhönnu konu hans, í Núpufelli. Fluttist hún með þeim til Sauðárkróks, þar sem þau dvöldust síðan. Mjer er hún fyrir minni ung mær, glöð og hress í hug, fríð sýnum og fagurlimuð, hve mikla eftirtekt hún vakti, af því að hún bar af öðrum meyjum, en hún var ekki ein þeirra, sem vildi láta bera á sjer, heldur dró sig jafnan í hlje, en Guð hafði gefið henni svo mikla andlega og líkamlega atgervi, að það fór ekki hjá því, að henni væri öðrum fremur athygli veitt, þar sem hún fór í flokki. Atgervi hennar var óvenjulegt. Hún skildi það, að manneskjurnar eiga að þjóna, ekki drolna. Hún vildi vera, en ekki sýnast. Hún vissi, að líf fórnarinnar er auðugra og fegurra heldur en líf, sem heimtar með drambi, að sjer sje þjónað. — Á vorum tímum er sjaldgæfara að heimta meira af sjálfum sjer en öðrum. Það er erfiðara að lifa líf- inu þann veg, að láta aðra hafa fyrir sjer, en fórnar- lundarinnar fólk er sælla en hitt. »Alt mitt er þitt« eru góðrar móður orð við börn sín, og þau sýna sig í verkunum. »Alt þitt er mitt« eru orð þeirra, sem eru framir fólar. Þaðan stafar böl mannheims, frá þeim hugsunarhætti og lífstefnu, sem býr undir merki ágirndar og öfundar. — Góð kona, sönn móðir, Iifir og starfar í öðrum anda, og þess vegna er hún heim- inum svo mikils virði. Það er hún, sem vermir lífið með fórnarlund sinni. Alt, sem lifir, tekur sinn vöxt og þroska frá henni. — Þegar eiginkonan og móðir- in deyr, er fátt um frið þeim, sem eftir lifa, þar sem hún var, nema sá mikli friðargjafi fái viðtöku í því ranni. »Aldrei er svo svart yfir sorgarranni, að ekki geti birt fyrir eilífa trú.« — Það var þessi trú, sem gaf sárt þreyjandi eiginmanni Geirlaugar sál. frið og huggun eftir missi hennar. Það var og þessi trú, sem hún sjálf í blíðu og stríðu hjelt fast við. Og það var þessi trú, sem veitti þeim hjónum báðum öryggi, var þeim aflgjafi og friðar. Ritaö við Eyiafjörð, í ágústlok 1934. Kunnugur. Geirlaug Jóhannesdótlir. var og gekk að verki. Meðráðamaður hennar, Krist- ján Tómasson, hreppstjóri á Þorbergsstöðum, sem var mesti atorku- og sómamaður, aðstoðaði Björgu með sínum hollu og góðu ráðum. Enda Ijet hann sjer ekki ósjaldan þau orð um munn fara, að á fárra kvenna færi mundi það vera að feta í fótspor Bjargar. Að áeggjan Kristjáns Tómassonar hreppstjóra, tók Björg sjer ráðsmann vorið 1874, Jósef Jónsson, ætt- aðan og uppalinn í Árnessýslu, einn af svonefndum Skarðsbræðrum í Gnúpverjahreppi. Gekk Björg að eign hann 18. seplember 1875. Bjuggu þau Björg og Jósef í Lækjarskógi áfram til ársins 1883, er þau futtu að Hvammi í Hvammssveit, sem þá var búið að leggja niður sem prestssetur og orðinn anneksía frá Hjarðarholti. I Hvammi bjuggu þau í 11 ár, eða til ársins 1894, er þau fluttu að Sælingsdalstungu í sömu sveit. Þá fyrir fáum árum var brauðaskipun aftur breytt í Dalasýslu, og Hvammur gjörður aftur að prestsetri. Þá Björg og Jósef fluttu frá Hvammi.voru þau orðin vel efnuð, voru með fjárfleiri búendum sveitarinnar. í Sælingsdalstungu bjuggu þau í 4 ár. Á þeim árum gengu efni þeirra mjög til þurðar, enda voru mikil vetrar og vorharðindi öll þau árin, frá 1880 til 1900. Munu fæstir hafa »fært út kvíarnar* við búskapinn á þeim árum. Árið 1898 fluttu þau Björg og Jósef að Hofakri í

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.