Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 4
Sigfús Sigrurlijjartar*on: Hvað finnst þér um þá hug- mynd lesari góður, að verja jól- un-um til þess að hugsa um það í alvöru, hvort sé hægt að fá frið á jörðu, og hvort hægt sé að út- rýma fátækt og öllu því böli, sem henni fylgir, úr mannheim- um. Það er hvort sem er skvaldrað þau lifandis kynstur um frið á jólunum, og þeir sem „betur mega“ eru á þönum til þess að koma jólagleði og jólasaðningu inn fyrir dyr hinna snauðu. Meðan öllu þessu fer fram berast milljónaherir á bana- ispjótum og milljónir manna hafa hvorki í sig né á. Far þú nú ekki að segja mér, lesari góður, að öll þessi ósköp stafi af því að heimurinn sé ekki kristinn, og vandinn sé ekki ann- ar en sá að kristna hið syndum spillta mannkyn. Ef þú eegir mér þetta, þá bendi ég þér bara á, að í nær tvö þúsund ár hefur verið barizt fyrir því að kristna mannkynið. Að nafninu til hefur þetta tekizt með margar milljónir manna, en einmitt þær milljónir hafa atað hendur sínar blóði og glæp- u:m, svo að efasamt verður að teljast að þær ókristnu komist þar í hálfkvisti. Nei, ætli 'hitt sé ekki nær sanni, að óraunhæft skvaldur um frið, „frið á jörð“, „frið hjartans“, „frið guðs“ og hvað þær nú allar heita þessar tegund- ir friðarins, sem boðaðar eru í Jesú nafni á jólunum, hafi bein- línis orðið til þess að menn hafa látið undir höfuð leggjast að hugsa um hvað gera þurfi til þess að fá frið á jörð í bökstaf- legri merkingu, — það er að 'segj a til þess að koma í veg fyr- ir styrjaldir og alla þá viður- styggð sem þeim er samfara. Þetta er sagt með fullri virð- ingu fyrir þeim fögru hugsjón- um, sem kenndar eru við Jesú frá Nazaret, og um leið og það er sagt skal tekið fram, að fjöld- inn allur af „þjónum Krists“ vill vel, og starfar eftir beztu vit- und, en flestir hafa þeir vanið sig á að horfa meira á „blómin á eilífðarenginu“ og vængjaða engla himnaríkis en grösin við fætur þeirra, og vængjalausar mannhræður, sem labba með þeim troðnar slóðir þessa jarð- lífs. Eða þessi sérstaka barátta sem háð er við fátæktina um jólin, igetur nokkrum dulizt, að hún er í raun og veru eins konar deyfi- lyf, sem góðar sálir nota til þess að öðlast „innri frið“ þó fá- tækt, hungur og klæðleysi mæti þeim á hverju götuhorni 51 viku ársins, slíkt vill raska ró góðra manna, en það gerir það síður 6 — Verkamaðurinn 50 ef þeir eru sér þess meðvitandi, að hafa bætt úr neyðinni eina viku, — jólavikuna. En hverfum nú aftur að upp- hafi. Er ófriður og fátækt eitthvað sem mennimir verða að sitja með, nauðugir, viljugir? Getur nokkur heilvita maður efazt um að á hvoru tveggja þessu eigum við mennirnir sök, og að yfir hvoru tveggja þessu getum við ráðið og hvoru tveggja þessu getum við útrýmt, ef við aðeins viljum. Það skiptir engu máli í þessu sambandi hvort við emm kristnir eða ekki kristnir, það sem máli skiptir er, að við séum vitbornir heiðar legir menn. Fátækt og ófriður er hvort tveggja ávöxtur á einu og sama trénu, tré misskiptingar og rang- lætisins. Einstakir menn og einstaka stéttir og einstaka ríki hafa leyft sér þann ósóma að kasta eign sinni á þær auðsuppsprettur, sem við öll verðum að lifa á. Þess vegna eru sumir fátækir og sumir ríkir og þess vegna berst þjóð gegn þjóð, stétt geg'n stétt og maður gegn manni. Ef þér er það alvara að vilja frið og farsæld öllum til handa, þá ber þér sem vitibomum manni, að vinna að því að útrýma þeim skipulagsháttum úr mannheim- um sem þessum ófögnuði valda. Hin eina raunhæfa barótta, sem háð er fyrir friði og gegn fátækt er baráttan fyrir skipu- lagsháttum sameignar og bræðra lags, fyrir skipulagsháttum sósí- alismans. Hvað finnst þér um að taka virkan þátt í þeirri baráttu, ætli það sé ekki vænlegra til árang- urs en Vetrarhjálpargjafir og bænir til guðs, hann kvað hvort sem er ekki hjálpa öðrum en þeirn sem hjálpa sér sjálfir. Eigum við ekki að reyna að hjálpa okkur sjálfir? Sigfús Sigurhjartarson. Kristján frá Djúpalæk. ✓ I marz 1952 lézt fyrir aldur fram einn mikilhæfasti og gáfaðasti baráttumaður, sem íslenzkir sósíalistar hafa átt, Sigfús Sigurhjartarson. Við birtum hér á síðunni eina smágrein eftir Sigfús, en hún birtist upphaflega í Nýju dagblaði á aðfangadag jóla 1941. Einnig birtum við hér kvæði, er Kristján skáld frá Djúpa- læk orti við andlát Sigfúsar og birtist þá í tímaritinu Rétti, en hefur ekki komið á prent á ljóðabókum skáldsins. Vinnr líísins Vor hérvist er próf í sköpunarinnar skóla, skammt eða langt, um ógreiðar, þröngar brautir. Lífið er framsókn, þróun og vaxtarþrautir, og þvi er skyldan svo brýn að reisa hið fallna, fjötur þess bundna slita, svo fói þoð notið sín. Hvort vissuð þér lífið, cldinn, sem brann í hans augum? Hver ætlar að hann verði lagður í gröf og byrgður? Honn bjó hér sem gestur, góður, því er hann syrgður genginn, af hryggum lýð. Sé mannslifið hending, helvegur, sem við göngum, til hvers er þá allt vort strið? Hvert sáðkorn, er féll i lífsins ódáins akur á óskilinn rétt til vaxtar, i Ijósinu bjarta. Hann virti það lögmál, vann því af öllu hjarta. Það vóru hans ævilaun að vita frelsið á vegi til loka sigurs og verða stærstur i raun. III. Ei hefur SA tóm að skreyta sliður sins skjóma skrýtinni dul, er rýtings á von í bakið. Málið er sverð vort, nú skal það mundað nakið í nauðvörn af svikinni þjóð. Bóndinn frá Þverá bjargaði Grimsey með ræðu. Hvað bjargaði Agli? Ljóð. Dauðinn er blekking, dag elur nótt hver í skauti, úr Dumbhafi risa eyjar með fagnandi gróður. Hví skyldi þá efast um ástríkan vin og bróður þess alls, sem er lífi gætt. Það ferst ekki neitt. Hann lifir, um eilifð lifir hvert lif, sem er eitt sinn fætt. e II. Hann stóð mcðal vor í striði nokkurra ára og stjórnaði sóknum, vörnum og undanhaldi. Kyrrði hinn frama, kjark í þann blauða taldi, i krafti sins hetjumóðs. Þó vissi ég engan í orustu gæta þess betur, að ei væri sært til blóðs. Sverð hans var orðið, sannleikans þunga magnað samslungið djúpu, rökskyggnu, hlýju viti. Hvöt skyldi vera öðrum, sem aldrei þryti, einlægni hans og tryggð við málstað hins sanna, mannkynsins von um fagurt mannlíf í hverri byggð. Liðsveitir dauðans fá ekki varizt að falla, er friðelskar þjóðir, verjendur lifsins mætast. I vaxandi styrk þeirra raka draumarnir rætast í ríkjum hins frjálsa manns, á meðan vábrimið hrynur stríðara, stærra, að ströndum vors föðurlands. Treystum vorn frændgarð, brjóstvörn, er lifstrú brynjuð gegn boðendum dauðans einhuga, máttug standi. Landvættir Islands gæta þess enn í grandi, sú goðsögn er ekki dauð. Hún er svört þessi nótt, það er svalt undir dag á fróni, en sól þess er morgunrauð. I IV- Vér skulum þakka allt, er var sannleik unnið. Afram skal sótt gegn því, sem vor biður í hvarfi. Vinur lifsins gekk vor á meðal að starfi. Hvort vissuð þér betri gest? Hann fæðist þar næst, sem leiðtoga lengst var beðið og lífinu þörf er mest. KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK. ara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.