Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.11.1968, Qupperneq 5

Verkamaðurinn - 24.11.1968, Qupperneq 5
„Viðreisnar“-ljósið er dáið Nú eru senn tíu ór síðon hleypt var af stokkum lógreistu fleyi með Engeyjarlagi, er hlaut nafnið Emilía og var þing- lýst eign Alþýðuflokksins. Eftir fengsæla vertíð í tvennum kosningum 1959 kom þó i Ijós, að kratar höfðu aðeins „leppað" fyrir raunverulegan fjórmagnsaðila í þesasri útgerð, sem var Ihaldið. Tók það þó við formennsku ó fleyinu og lagði til meirihluta mannskap- arins. Var fleytan nú skírð upp og kölluð „Viðreisn". Man nokkur enn þau loforð, sem þó voru gefin i hvitri bók, kostaðri af sameiginlegum sjóði landsmanna? Stöðvun verðbólgu? Afnóm styrkja og uppbótokerfisins? Almenn við- reisn atvinnuveganna? Hallalaus rikisbúskapur o. fl. o. fl. En umfram allt STÖÐVUN VERÐBÓLGU. Tækist ekki að stöðva verðbólguna, sagði Ólafur heitinn Thors, „væri allt annað unnið fyrir gýg". Tvívegis hefur þjóðin endurgoldið orðheldni stjórnarflokk- anna og endurnýjað umboð þeirra til valdanna, enda metur þjóð vor að verðleikum pólitískt siðgæði og staðfestu við gefin heit og yfirlýst markmið. Eftir 10 óra feril við vaxandi traust og vinsældir hlýtur að vera bjart framundon og hver boðskopur „Viðreisnar"- óhafnarinnar þjóðinni sem fagnaðarerindi, eða er það ekki? ★ Á 50 ára afmæli „Verkamannsins44 leitum við til Björns Jónssonar, sem einmitt er nýstaðinn upp frá viðræðum við Bjama formann og spyrj- um: — Var hún ekki björt sú Viðreisnarmynd sem dregin var upp fyrir ykkur í viðræðunum við stjórnarflokkana? — í sem fæstum orðum sagt þá finnst þar hvergi ljósglæta. Allar upplýsingar, sem fyrir liggja um ástand efnahagsmálanna eru hinar uggvænlegustu eftir 10 ára stanzlausa viðreisn atvinnuvegnna. Upptalning gæti orðið efni í margar bækur og þykkar. En í sambandi við þær aðgerðir sem nú hafa verið kunngerðar — og eru bara inngangur að öðru meira, nægir að nefna þær höfuðstaðreyndir sem að utanríkis- viðskiptum snúa. * A síðustu tveimur árum hefur ástand verið þannig að þjóðinni hafa eyðzt 2000 milljónir umfram gjaldeyrisöflun á sama tíma. Raunveru' leg gjaldeyrisstaða bankanna er í dag neikvæð um nálega 1000 milljónir. Erlendar skuldir nema 9000 — níu þúsund — milljónum króna og hafa ríflega þrefaldazt í valdatíð núverandi stjórnarflokka og greiðslubyrðin sem á þjóðinni hvílir vegna þessara skulda er á þessu og næsta ári rúmlega 2000 milljónir á ári en það er meira en við getum vænzt að stærsta útflutningsgrein okkar — hraðfrystiiðnaðurinn — gefi á ári. Á einu ári hafa skuldir ríkissjóðs vaxið um 1500 milljónir. Og síðast en ekki sízt — nú er svo komið fyrir aðalútflutningsatvinnuvegi landsmanna, sjávarútvegi og fiskiðnaði, að tal- ið er nauðsynlegt að færa til þessara atvinnu- greina frá öðrum aðilum í þjóðfélaginu um 12—1400 milljónir króna á ári. ★ Það er nú orðið auðsætt með þeim ráðstöfun- um sem ríkisstjórnin hefur þegar gert eða boðað, að vandann á að „leysa44 með stórfelldustu Afleidiwgar hru—stefiiMnnar rerða dýrar og: langrvarandi hér er fyrst og fremst seilzt í vasa þeirra, sem nú hafa knapplega til hnífs og skeiðar og því af engu að taka. Um slíkar aðgerðir getur ekki og má ekki takast nein „þjóðareining44 heldur ber verkalýðshreyfingunni að snúast gegn þeim með öllu því afli, sem hún hefur yfir að ráða. Verkafólk og sjómenn hafa nú þegar tekið á sig kjaraskerðingu, sem þessu nemur og meiru. Tekjur sjómanna hröpuðu strax í fyrra um 50—60% og missir yfirvinnunnar þýðir einnig 40—50% kjaraskerðingu verkafólks í landi. Þar á ofan bætist svo atvinnuleysi og öryggis- leysi. Ef þjóðin öll á að taka á sig byrðarnar, þá er komið að hinum að sýna einhvern „skilning44 og axla sinn skerf. Með þessu er ég þó ekki að gera lítið úr erfið- leikunum. Við verðum að horfast í augu við það Viðtal wið Björn Jón§son, for§eta A. M. gengisfellingu í íslandssögunni — sennilega þarf alla leið til S.-Ameríku til að finna hlið- stæð dæmi — gengislækkun, sem mun steypa yfir þjóðina holskeflu verðhækkana og dýr- tíðar. Sem dæmi um þær gífurlegu verðhækkanir, sem af þessu mun leiða, má nefna, að viðkvæm- ustu neyzluvörur almennings sem til landsins eru fluttar munu hækka um 50% í smásölu og í fæstum tilfellum um minna en 40%. Innlend- ur neyzluvamingur mun svo að s’jálfsögðu hækka mjög mikið vegna aukins tilkostnaðar við framleiðslu þeirra. Það er yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar og önnur höfuðstoð „lausnarinnar44, að launafólk, þeir lægst launuðu í landinu til jafns við aðra eigi að þola þessar verðhækkanir bótalaust í a. m. k. eitt ár til að byrja með, þ. e. a. s. að raun- laun þess verði skert um 15—20%. ★ — Stjórnarliðar segja að „hrein minnkun gjaldeyristekna sé yfir 55%44 sl. tvö ár og nú sé „ölijákvœmilegt að byrðarnar lendi á þjóðinni allri“. Þetta skilji livert mannsbarn. Skilur verkalýðshreyfingin þetta viðreisnarskilningi? — Það er mín skoðun, að þessar ráðagerðir, sem byggja á því að skerða lífskjör verkafólks, séu ekki aðeins svo ósanngjarnar að engu tali tekur heldur einnig óframkvæmanlegar, þar sem af fullu raunsæi, hver staða atvinnuveganna er og hvernig er ástatt í okkar efnahagsmálum — hverjum, sem það er að kenna — og beita öll- um áhrifum verkalýðshreyfingarinnar til þess að treysta starfsgrundvöll atvinnuveganna jafn- framt því sem lífskjör almennings eru tryggð. En á því leikur enginn vafi að bæta mætti hag höfuðatvinnuveganna og gera þá hæfa til að standa undir sómasamlegum lífskjörum með margs konar öðrum aðgerðum en þeirri stór- felldu gengisfellingu, sem stjórnarflokkarnir völdu. * * — Hvernig? — I viðræðum stjórnmálaflokkanna lagði ég höfuðáherzlu á að almenn skuldaskil og skulda- eftirgjöf verr stæðu fyrirtækjanna í sjávarútvegi og fiskiðnaði yrði framkvæmt sem byrjunarað- gerð og einnig var það sameiginleg afstaða stjórnarandstæðinga í þessum viðræðum, að margs konar tilkostnaður og álögur, sem hvíla þungt á þessum greinum yrði lækkaður svo sem með niðurfærslu vaxta, endurskoðun útflutrr ingsgjalda og vátryggingarkerfisins og niður- fellingu ýmissa opinbex-ra gjalda, sem fyrirtæk- in verða að standa undir, án tillits til afkomu sinnar. Enn fi'emur, að lánsfjárþörf atvinnuveg- anna yrði svarað með raunhæfum hætti og lausa- skuldum breytt í föst lán til langs tíma með lágum vöxtum, svo að nokkuð sé nefnt af þeim úrræðum, sem við bentum á. (Næsta síða.) Verkamaðurinn 50 óra — 7

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.