Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.11.1968, Qupperneq 25

Verkamaðurinn - 24.11.1968, Qupperneq 25
FLETT BLOÐUM - svofelldan verzlunarsamning, sem saminn hefur verið á frönsku: Til þess að tryggja og auka verzlunarviðskipti milli ís- lands og Spánar hafa undirrit- aðir, sem til þessa hafa löglegt urnboð orðið ásáttir um eftir- farandi samning: Island og Spánn skulu skúld- binda sig til að veita hvort öðru í öllu því, er að verzlun, sigling- um og öðrum atvinnurekstri lýtur og ennfremur að því er snertir skatta, gjöld, að undan- skildum tollgjöldum, og öll önn- ur lög jafngóð kjör og þau, sem veitt eru eða veitt kunna að verða þjóð þeirri, er beztu kjör- um sœtir, enda komi þetta ekki í bága við gagnstœð ákvæði í eftirfarandi greinum.“ Og síðar: „En samkvœmt því skal ekki fiskur frá íslandi sœta óhagstœð ari tollkjörum en þeim, sem veitt eru eða veitt kunna að verða frá hverju því landi sem er, bæði að því er tekur til toll- kjara og tollgæzlu yfirhöfuð, svo lengi sem verzlunarsamband milli íslands og Spánar hvílir á samningsgrundvelli, hvort held- ur til bráðabirgða eða fullnað- arsamningur gegn því, að ísland veiti vínum frá Spáni, sem ekki innihalda meira en 21 prósent af vínanda (alcohol) undanþágu frá ákvæðum íslenzkra laga frá 14. nóvember 1917 um bann gegn innflutningi áfengra drykkja, og gegn því að Island ekki með reglugerð um mis- brúkun vína setji ákvœði, sem komi í bága við undanþágu spánskra vína frá ákvœðum nefndra laga.“ Þarna eru sem sagt komin inn á íslenzkan vettvang hin frægu Spánarvín, sem ýmsir töldu að væru hinn bezti skóli fyrir verðandi drykkjumenn. Og telja ýmsir, að það eitt hafi hafzt upp úr banninu, á fiutn- ingi á áfengum drykkjum til íslands. Og Erlingur heldur áfram að tala við hreppstj órann á Mold- haugum. Hann hefur áætlað, Erlingur, brúttótekjur Krossa- nesverksmiðjunnar fyrir árið 1923 kr. 2.898.000.00, en áætl- un skattanefndarinnar um brúttótekjur hljóðar upp á kr. 1.370.000.00, svo að nokkuð virðist nú bera á milli, en þó ekki vera ótrúlegt, að blaðið fari hér með sannara mál. Verkalýðssamband Norðurlands. Það gerast merkilegir atburð- ir í sögu verkalýðsins á Norður- landi. í apríl 1925 var stofnað Verkalýðssamband Norður- lands. Þriðjudaginn 28. apríl segir á forsíðu Verkamannsins: „A sunnudaginn var var Verka- lýðssamband Norðurlands stofn að hér á Akureyri af kosnum fulltrúum frá Verkamatmafélagi Akureyrar, Verkakvennafélag- inu Eining, Verkamannafélagi Siglufjarðar og Jafnaðarmanna- félagi Akureyrar. Verkamanna- félagið á Húsavík gat ekki sent fulltrúa á stofnfundinn vegna óhagstœðra ferða, en mun ganga inn í sambandið mjög bráðlega. Samþykkt voru lög fyrir sam- bandið og ákveðið starfssvið þess. I stjórn þess voru kosnir: Erlingur Friðjónsson, forseti, Einar Olgeirsson, ritari, Ingólf- ur Jónsson, féhirðir, meðstjórn- endur Kjartan Jónsson, Siglu- firði, og Pétur Björnsson, Siglu- firði. Aðaláœtlunarverk sambands- ins er að samrœma starf verka- lýðsfélaganna á Norðurlandi, gangast fyrir stofnun slíkra fé- laga sem víðast í fjórðungnum og koma á fót frœðslu um verka- lýðsmál og jafnaðarstefnuna bœði innan félaganna og út á við.“ A sömu forsíðu er ávarp til verkalýðsins á Norðurlandi frá sambandsþingi verkalýðsfélaga Norðurlands. Askorun um að þj appa sér saman og styðj a þessi nýju samtök af heilum hug. Og svo kemur 1. maí. Það er í fyrsta sinn, sem 1. maí er tek- inn alvarlega hér á Akureyri sem dagur verkalýðsins. Grein heitir Fyrsta maí, undirituð af S.: „Frá því 1890 hefur sá dag- ur verið hátíðadagur verkalýðs- ins um heim allan. A þeim degi taka allir verkamenn sér frí frá vinnu sinni, ganga kröfugöng- ur á strœtum stórborganna og halda fjölmenna fundi undir beru lofti og inni. Það fer fram einskonar liðskönnun í hersveit- um verkalýðshreyfingarinnar og jafnaðarstefnunnar. Herskarar nýja tímans búast undir baráttu þá, sem þeir verða að heyja áð- ur takmarkinu er náð. Auðvalds stjórnirnar líta 1. maí-kröfu- göngurnar illu auga og láta lög- reglu sína oft skakka leikinn, ef þeim þykir við þurfa og verður því oft róstusamt í stórborgun- um þennan dag, því þá þola verkamenn engan yfirgang. Þátttakan í funda- og hátíða- höldum 1. maí er gott merki um styrkleika verkalýðhreyfingar- innar. íslenzki verkalýðurinn hefur nú fylkt sér undir merki jafnaðarstefnunnar, eins og stéttarbrœður hans erlendis, og orðið þar með einn þátttakandi ur Samkomuhússins álskipaður í állsherjar-frelsisbaráttu verJca- lýðsins. Því á það vel við, að reykvíski verkalýðurinn hefur undanfarin ár haldið 1. maí há- tíðlegan, og nú hefur Fulltrúa- ráð verkalýðsfélaganna á Akur- eyri gengizt fyrir því, að dags- ins verði líka minnzt hér. Því er nú um að gera fyrir verkamenn og verkakonur að þau séu sam- huga um að vinna að heill og velferð stéttar sinnar og setja hátíðabrag á fund verkalýðsfé- laganna 1. maí. Verða þar haldn ar rœður, flutt erindi, lesið upp og sungið, svo að sízt þarf að hvetja verkalýð til að sækja fundinn.“ uppi og niðri. Forseti Fulltrúaráðsins, Er- lingur Friðjónsson, setti sam- komuna og lýsti tilgangi hennar. Einar Olgeirsson sagði frá upp- runa 1. maí-hátíðarinnar fyrir verkalýð allra landa. Elísabet Eiríksdóttir talaði um aðstöðu konunnar gagnvart verkalýðs- hreyfingunni og jafnaðarstefn- unni og minntist nokkurra kvenna, er hefðu starfað og störf uðu að þessum málum og sýndu í verki, að konur stæðu ekki körlum að baki í pólitísku starfi. Halldór Friðjónsson tálaði um hindurvitni og kynjasögur þœr, er alltaf spryttu upp, ef ný fé- Einar Olgeirsson. Honn byrjaði ungur stjórnmólaferil sinn, og i fyrstu var Verkamaðurinn höfuðmólgagn hans. Um órabil var hann i blaðstjórn sem stjórnarmaður í Verkalýðssambandi Norðurlands, og um skeið óbyrgðarmaður. Einar kunni strax vel oð beita pennanum, og meðan þeir Erlingur Friðjónsson störfuðu samon í verkalýðshreyfingunni og að útgófu Verkamannsins, óttu ekki önnur blöð ó Islandi ó að skipa harðskeyttari mönnum til sóknar og varn- ar. — Og auk þótttöku i olmennri dægurbaróttu kynnti Einar kenningar sósíalismans af miklum óhuga. 1. maí. Og dagurinn líður. Það er sagt frá honum á þessa leið: „Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna hér á Akureyri gekkst fyr- ir samkomu, sem haldin var í Samkomuhúsinu að kveldi 1. maí sl. Hún var háldin til að heiðra þennan alheimshátíða- dag verkalýðsins og jafnaðar- mannanna. Sóttu hann meðlim- ir verkalýðsfélaganna og jafnað- armannafélagsins og þar að auki nokkrir boðsgestir. Var stóri sal lagshreyfing eða stefnur í þjóð- málum vœru á ferðinni. Stein- þór Guðmundsson talaði um sósíalismann og barnauppeldi. Þá var skemmt með upplestri, Ingibjörg Steinsdóttir, einsöng, Jón Norðfjörð, og kvartettsöng á eftir flestum rœðunum, þar á meðál alþjóðasöng jafnaðar- manna, og stóðu allir upp í hús- inu á meðan sá söngur var sung- inn. — Salurinn var smekklega skreyttur og samkoman fór ágæt lega fram.“ Það er óskað eftir, að fram- vegis verði dagurinn haldinn hátíðlegur. Verkakvennafélagið Eining á Akureyri auglýsir kauptaxta 14. maí til septemberloka. Frá 14. maí til 15. júlí er lág- markskaup 65 aurar um klukku- stund fyrir 10 tíma vinnu virka daga, en 80 aurar á klukkustund fyrir nætur- og helgidagavinnu. Frá 14. júlí til septemberloka er lágmark 80 aurar um klukku- stund virka daga, en 100 aurar um klukkustund fyrir nætur- og helgidagavinnu. Gjald fyrir að þvo 50 kíló af fiski sama og tímakaup. Þarna er um margt að ræða. Þrifnaði er ákaflega ábótavant, öskuhaugar, skólppollar, áburð- arhaugar eru rétt undir húsveggj unum, mykjurastimar á götun- um. Strákormarnir. Þá eru strákormamir ekki betri 1925 en þeir eru í dag. Þeir mega ekki sjá ökutæki á ferð, svo þeir þurfi ekki að hanga aftan í því. Það er ný- kominn vörubíll til bæjarins, og þeir sjá sér færi af því hann fer hægar yfir en aðrir bílar að hanga aftan í honum. Það líka kom á daginn, því einn missti fótanna og datt og munaði ekki nema fáeinum þumlungum, að hann hefði orðið undir aftur- hjólinu. Þess er þó að geta, að þeir mega eiga það bílstjórarnir á Akureyri, að þeir fara mjög varlega. Stúlkurnar á Siglufirði hafa farið í verkfall með góðum ár- angri, hafa hækkað söltunar- kaupið úr 75 aurum upp í eina krónu, og íhaldshlöðin segja, að þarna sé hin mesta svívirða á ferð, tala um hark og læti og konurnar hafi hagað sér illa, en áhorfendur, sem tala við Verka- manninn segja, að þarna hafi aðeins orðið lítilfjörleg átök, en konurnar sýnt hina mestu festu. En sárast af öllu svíður þeim þó, að í gegnum allar þessar ógnir og ólæti skín það, að nú sé það Hallbjörn og Ólafur Friðriks- son og náttúrlega Jónas frá Hriflu líka, sem eigi Siglufjarð- arstúlkumar með húð og hári og þær séu íhaldinu tapaðar fyrir fullt og allt. Margur hefur nú grátið yfir minna tapi. Það stendur heldur ekki á, að blaðið tali til stúlknanna á Ak- ureyri. Þær vinna aðeins fyrir 85 til 90 aurum við að salta síld artunnu og ekki heyrzt, að þær ætli að rumska þrátt fyrir frétt- ir af starfssystrunum utan með firði. Læknabrennivín. Og enn skýtur nýtt mál upp kollinum. Það er læknabrenni- vínið. Það hefur verið farið að rannsaka, hverjir væru nú rösk- Framháld á bls. 29. Verkamaðurinn 50 ára — 27

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.