Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 45

Verkamaðurinn - 24.11.1968, Blaðsíða 45
+******************+***+*+**+++++*+*+*+**‘+**+*+++*+**********++**+********++********A*++**+**+++*+*++********************* ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ HUSAVIK ★ ★ ★ ★ ir ★ ★ ★ ír ★ ★ ★ ★ ★ ♦ *****)f***)f)f)f**)f***)f**)Mof ********************** Allar byggðir á landi hér, sem og annarsstaðar, eiga sína sögu, að vísu misjafnlega lit- ríka af athöfnum og framfara- þrá íbúanna, en þrátt fyrir það sögu, sem í flestum tilfellum hefir nokkurn fróðleik að færa þeim, sem í hana vilja skyggn- ast, sögu um líf og lífshætti horfinna kynslóða, baráttu þeirra í sorg og gleði hins dag- lega lífs. Við nútímafólk, sem lifum á tímum allsnægta og fullkominna lífsþæginda, höfum áreiðanlega gott af því að renna huganum til baka, skyggnast inn í tilveru og umhverfi þessa fólks og gera samanburð á lífsaðstöðu okkar og þess. Liðnar kynslóðir hafa, á öllum tímum, skilað hlutverki sínu, ef til vill misjafnlega vel, en allar hafa þær rutt einhverja götu og lagt stein í einhvern grunn, sem síðar hefir verið byggt ofan á. íslenzk byggða- saga hins liðna tíma er ekki fjöl- breytt, þegar að er gáð. Þar sit- ur flest í sama farinu um ára- tugi og jafnvel þó lengri tími sé bókinni og staðnæmast að þessu sinni við aldamótaárið 1900. I þann tíð, eins og nú, náði Húsavíkursókn yfir Tjörnes og nyrztu bæi Reykjahverfis. Þá voru í sókninni allri 102 byggð býli, þar af 48 á Húsavík. Tala sóknarbama með lögheimili var 583, og þar af á Húsavík 326. Flest býli á Húsavík, í þá daga, voru torfbæir, eins og tíðkuðust í sveitum, en þó voru risin þar af grunni nokkur timb urhús, svo sem verzlunar- og í- búðarhús Þórðar Guðjohnsens, verzlunarstjóra, og verzlunar- hús Kaupfélags Þingeyinga, sem byggð voru árin 1883 og 1886. Einnig barnaskólinn elzti (síðar Blöndals-hús) og nokkur önn- ur Nú eru allir gömlu torfbæ- irnir horfnir, og á rústum sumra þeirra hafa verið byggð nýtízku steinhús, en yfir grunna hinna hefur verið jafnað, svo að þar má ekkert greina lengur. Flestir þessir bæir voru litlir, og vafalaust hefir oft verið þröngt þar innan dyra, enda sést það á íbúatali, að víða hafa Þannig var vör um Húsvíkinga skipað á land i „gamla daga - Þegar Húsavík var lítiö porp - tekinn. Þar má vafalaust um kenna íslenzkri örbirgð og alls- leysi, sem þjóðin átti við að stríða um aldaraðir. Það er ekki ætlunin með stuttri blaðagrein að skrifa sögu neins byggðarlags. Því fer fjarri. En það getur verið dálítið skemmtileg tilbreyting í því að fletta upp í sögu síns eigin byggðarlags, í þessu tilfelli sögu Húsavíkur, og rifja upp nokk- ur nöfn í því sambandi. Nöfn, sem nú tilheyra genginni kyn- slóð, en lifa í hlýrri minningu okkar, sem hér lifum enn og störfum. Það er ekki svo að skilja, að fyrir liggi nein samfelld saga Húsavíkur frá upphafi byggðar hér, enn sem komið er, en þegar grúskari Húsavíkursíðunnar var fyrir nokkrum dögum, að fletta kirkjubókum Húsavíkursóknar, komst hann að þeirri niður- stöðu, að þar var allmikinn fróðleik að finna, sérstaklega um fólk. f þennan fróðleik eru að vísu eyður, en eyðurnar tala nú líka stundum sínu máli, og það víðar en í kirkjubókum. Við skulum nú fletta kirkju- verið tvær fjölskyldur í sama bænum. Bæimir báru allir sín nöfn og húsin síðar allt fram á síðasta áratug. Nú skulum við líta á skrána, sem gerð hefur verið yfir býli í Húsavíkurþorpi og húsfeður þeirra aldamótaárið 1900. Hún lítur svona út: Prestssetrið Húsavík: séra Jón Arason, sóknar- prestur. Höfði Sigtryggur Pétursson. Nissaból: Davíð Kristjánsson. Betribær: Jóel Magnússon. Ólabœr: Einar Árnason og Sigurjón Þorbergsson. Sýslumannshús: Steingrímur Jónsson, sýslu- maður. Naust: Karl Hallgrímsson. Prestsholt: Þorsteinn Ólafsson og Stefán Stefánsson. Hátún: Sigurgeir Björnsson og Marí- us Pálsson. Kelda: Bjöm Björnsson. Oddi: Guðni Magnússon. Hrossaborg: Óli Jónatansson. Jaðar: Bjarni Bjarnarson og Stein- grímur HaUgrímsson. Bjarg: Eiríkur Þorbergsson. Garðar: Jón Ármann Jakobsson. Lœknishús: Gísli Pétursson, héraðslæknir. Guð johnsenshús: Þórður Guðjohnsen, verzlun- arstjóri. Veitingahús (Gamli baukur) Kristjana Sigurðardóttir. Bakkaborg: Jónas Sigurðsson. Písa: Stefán Guðjohnsen, verzlunar maður. Borgarhóll: Einar Jónsson. Mór: Hans Stefánsson. Árbakki: Flóvent Sigurðsson. Grund: Björn Gíslason. Foss: Jón Ármann Árnason. Árnes: Ásmundur Bjarnason og Árni Sigurb j ömsson. HóU: Benedikt Björnsson. Hvammur: Kristján Friðbjamarson. Hruni: Lúðvík Friðriksson og Árni Sigurðsson. Stangarbakki: Maríus Benediktsson. Ólafsbœr: Halldóra Halldórsdóttir. Erlendarbær: Erlendur Guðlaugsson. Braut: Frímann Benediktsson. Melar: Björn Bjömsson. Syðstibœr: Helgi Árnason og Helgi Fló- ventsson. Brautarholt: Sigríður Jóhannesdóttir og Jón Jóhannesson. H jálmarsbær: Hjálmar Magnússon. Árholt: Sigtryggur Sigtryggsson. Nýja-Róm: Björn Friðfinnsson. , Vilpa: Guðrún Halldórsdóttir. Kvíabekkur: Páll Sigurðsson. Nýi-bœr: Halldór Einarsson og Bene- dikt Sigurgeirsson. Áræði: Jakob Guðmundsson. Holt: Kristján Sigurgeirsson. Helgugerði: Pétur Kristjánsson. Skólahús: Aðalsteinn Kristjánsson. Skógargerði: Eggert Kristjánsson. Þorvaldsstaðir: Þórarinn Jónsson. Hér á undan hafa ekki verið taldar upp húsmæður eða börn, sem voru að alast upp á þessum tíma, en það mun verða gert síð- ar í einhverju formi, þegar grúskari Húsavíkursíðunnar hef- ir unnið úr þeim gögnum, sem hann hefir fengið í hendur. Þá munu líka af og til verða tekn- ir til meðferðar þættir úr bygg ingarsögu Húsavíkur á hinum ýmsu liðnu tímum, eftir því, sem rúm leyfir. Væntum við, að það megi verða til nokkurrar tilbreyt ingar frá hinu stundlega þrasi dægurmálanna. V. H. H. Verkamaðurinn 50 ára 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.