Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.11.1968, Page 57

Verkamaðurinn - 24.11.1968, Page 57
tneriik rái Lygtandi. Blómin eru bros guðs á jörðu vorri; þau bera til okkar ilm eins og úr æðri heimi sem breyt- ir því daglega loftslagi, sem fylgir rykinu samfara vorum daglegu störfum. Blómilmurinn er eins og hressandi lyf og setur einnig fínan blæ á allt það, sem nálægt er. Hér á eftir fara nokkrar upp- 'skriftir af algengum lygtanda, sem hver og einn getur búið til. Lygtandi má aldrei standa op- ffln, því með því móti fer ilm- 'urinn upp og eyðist. Hvernig pressa skal lygtanda úr blómum. Florence-olía. — Glycerin, Blómin eru tínd og blöðin tekin af kvistunum og bómullar- stykki er klippt í kringlótt stykki, sem passa þeirri krukku eða íláti, sem blómin eiga að pressast í. Þá er tekið svolítið af Florence-olíunni (eða Glyeerín- inu, hvort heldur ætlað er að 'hagnýta við aðferðina), og hellt á undirskál og bómullarklúta- 'stykkjunum er dyfið þar í einu í senn, og svo er þetta lagt á víxl með blómblöðunum í krukk- una. Blöðin eru lögð í röð á bómullarkringlima, svo þau fylli yfir hvern blett á henni, ekki hvert ofan á öðru, heldur við hliðina 'hvort á öðru, og svo- litlu salti er stráð á blöðin; þá er annarri kringlu dyfið í olí- una, og þessi kringla lögð ofan á blöðin; þá eru aftur blöð lögð þar ofan á og svolitlu salti stráð á blöðin; þannig er haldið áfram þar til krukkan er full. — Vott skinn er bundið yfir háls- inn á krukkunni og gat er stung- tð á skinnið með höfuðprjón. Krukkan er látin standa þar semi sólin skín á hana í tvær vikur. Eftir þann tíma má opna krukk- una, og vinda olíuna úr hrúg- unni. Svo má þynna olíuna út nieð spritti og hrista vel. Spritt- ið er haft mikið eða lítið, eftir því, hve sterkur ilmur er af olí- Unni. Kalium Phosporicum. (Fyrir taugabilaða og ímynd- unarveika.) Agætt meðal við alls konar taugaveiklun. Það er ávallt not- að af þeim sjúklingum, sem hafa taugaþreytu í höfðinu og magn- leysi, svefnleysi, þrot af lífshvöt- inni, viðkvæmni, bilun á trausti til manna, skuggalegar hugsjón- ir, sjúklegan ótta, móðursýki, ímyndunarveiki, þunglyndi o. s. frv. Ágætt meðal fyrir útslitið fólk, læknar það á sál og líkama og tekur burt svefnleysi þess, þrautsýni og kvíða. íslenzkur lygtandi. Reyr er tekinn og látinn á flösku, svo hún sé hálffull. Nú er hún fyllt með Glyceríni og þéttur tappi settur í. Flaskan er látin standa á hlýjum stað í mán uð. Flaskan er hrist einu sinni á dag. Eftir þann tíma má hella Glyceríninu af á aðra flösku með góðum tappa í. 2 lóð af reyr-glyceríni og 2 lóð spritt er góður lygtandi. Að útrýma flóm. 1 matskeið rauður pipar. 2 pelar brennsluspritt. Þessu er hrært vel saman og sprautað í hverja holu, og eins yfir gólfið. Herberginu er lokað 3—4 tíma. En þó að öllum flón- um verði ekki útrýmt í fyrsta sinn, þá er ekki annað en að reyna aftur, þar eð þetta er ágætt meðal til að útrýma þeim með. Magnesia Phosporica. (Krampameðal.) Meðal sérstaklega fyrir sjúk- dóma af krampakenndri nátt- úru. 011 veikindi með áköfum verkjum, þjótandi samdragandi krampadráttum. Ágætt meðal þar sem eru vöðvateygjur, magaverkur með uppþembing, krampakenndur hósti, krampi, taugaverkir, hjart sláttur, tannpína, skrifarakrampi o. s. frv. Einnig gott við maga- verk og uppþembing í börnum. Prentsmiðja Björns Jónssonar Hafnarstræti 67 (Skjaldborg) . Sími 1-10-24 . Pósthólf 218 . Akureyri KYNNIÐ YKKUR ÞJÓNUSTU OKKAR Prentsmiðja Björns Jónssonar Hafnarstræti 67 (Skjaldborg) . Sími 1-10-24 . Pósthólf 218 . Akureyri SARDÍNUR í olíu og tómat SMJÖRSÍLD í olíu og tómat GAFFALBITAR í vínsósu KRYDDSÍLDARFLÖK ■ víns REYKT SÍLDARFLÖK KABARETT-SILD FISKBOLLUR SÚPUBOLLUR FISKBÚÐINGUR GRÆNAR BAUNIR SVIÐ A HVERS MANNS DISK! i N IÐURSUÐUVERKSMIÐJA — AKUREYRI Arnum Verkamanninum, lieilla á fimmtugsafmælinu. K. JÓNSSON & CO H.F. Verkamaðurinn 50 óra — 59

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.