Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Blaðsíða 9
91
reglulegar myndir, eintóm stryk, flögur, ferhyrningar
og margskonar randir. £>essar myndir benda á sérstaka
innri kristallsmyndun hjá meteorjárninu; þær heita
Widmannstátts-myndir eptir náttúrufræðingi, er fyrstur
tók eptir þessu. Flestir meteorsteinar eru þó svo, að
aðalefnið er steinn, en smá járnkorn á víð og dreif
innan um. þ>eir eru töluvert líkir trakytsteinum aðút-
liti, og samsettir af kísilsamböndum (einkum magne-
siasilicöt); steintegundir eru þar helzt olivín og ágít
og auk þess anorþít og magnetkís, af málmum jarn,
blandað nikkel, kobalt, brennisteini eða króm. Stund-
um, þó sjaldan, er meginefni meteorsteinanna kolefni
með dálitlu af járni eða öðru satnan við. Stundum spenn-
ast þeir allir sundur, svo eigi fellur annað af þeim en
smágjört dupt. Hreint kolefni í meteorsteinum virðist
benda á líf fyrir utan jörð vora, því kolefnið er mest-
an part bundið við lifandi hluti. Nýlega hefir maður
þýzkur, að nafni Dr. Hahn, fundið meteorsteina með
kóröllum i, og aðra með enn lægri smádýrum. Kór-
allar þessir er mælt að hafi verið skyldir kóraldýrum,
sem áður lifðu á jörðunni mjög snemma (á devón- og
sílur-tíma), og nú eru útdauðir (Favositidæ). þ>etta sýn-
ist vera nokkur sönnun fyrir því, að lífið sé alstaðar
eða víðast á hnöttunum i geimnum, og það væri líka
alveg óhugsandi, að allur stjörnuherinn væri óbygð-
ur og til einkis fyrir lifandi verur.
Nú vita menn, að meteorsteinar falla opt; Reichen-
bach giskar á, að 4500 muni falla á ári hverju. þegar
stórir meteorsteinar falla úr lopti, kemur opt svo mik-
ið ljós, að það sést víðs vegar, og næturmyrkur verður
alt i einu bjart sem heiðskír dagur; optast heyrist þá
brak i loptinu og hvellir, vanalega fylgir þá aðaleld-
hnettinum langur ljóshali með margskonar litbreyting-
um. pegar meteorítar eru svo stórir, heita þeir víga-
hnettir; er þeir springa, heyrist mikill hvellur og þyt-