Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Blaðsíða 31
Jón Pétrsson rekr svo ætt Lopts hins ríka:
1. Loptr Guðormsson, hinn ríki, er dó 1436; hans ro 2
faðir
2. Guðormr Örnólfsson í pykkvaskógi; hans faðir
3. Örnólfr Jónsson að Staðarfelli; hans faðir
4. Jón [ Örnólfsson].—Við þetta bœtir hann þeirri at-
hugasemd: „Ætt þessi mun runnin úr Eyjafirði og
kynni að mega rekja hana betr“ (Tímar. I, 19).
Ættin er hér án alls efa rétt rakin, það sem hún
nær. Gísli Brynjólfsson32 hefir ætlað ættina innlenda
í Dölum, og gizkar á, að Örnólfr Jónsson, faðir Guð-
orms í J>ykkvaskógi, hafi verið kominn af Örnólfi Ár-
móðssyni í 'þykkvaskógi, er getr í Laxdœla sögu (33.
k., Khafnar útg., 124 bls.), og að faðir hans Ármóðr
(hinn gamli?), mágr Gests Oddleifssonar hins spaka,
hafi verið sonr Örnólfs, sonar Ármóðs hins rauða land-
námsmanns á Rauðasandi J>orbjarnarsonar (skúmu? Böð-
varssonar Blöðruskalla: Landn. 2, 26: ísl. s. I, 139). En
slíkt hefir eigi annað enn nafnlíkindi við að styðjast, þótt
vera megi, að Loptr hinn ríki sé í einhvern lið kom-
inn af þeirri Örnólfs-ætt. Örnólfr hét maðr, þorgíls-
son, er bjó að Kvennabrekku um 1120 (Sturl. 1, 6,
18: I, 9, 32)33, en af því verðr eigi annað leitt, enn að
Örnólfs nafnið, sem eigi er óalmennt, hefir þá átt
heima þar vestra.
Flestir hafa ætlað, svo sem Jón Pétrsson gefr í
skyn, að ætt Lopts hins ríka væri eyfirzk í beinan
karllegg, og er svo víða talið í nýlegum ættartölum.
Ástœðan fyrir þeirri ætlun mun einkum vera sú, að
32) ‘Om Haavard og hans Viser’ í Hávarðar sögu ísfirð-
ings, Khvn. 1860. 64. bls.
33) Hér er hvervetna vísað til Kaupmannahafnar útgáf-
unnar af Sturlungu (1817—1820), með því að annarrar hefir
eigi verið kostr.