Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Blaðsíða 17

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Blaðsíða 17
99 getr þess og, að áðr enn Loptr kvongaðist, hafi hann haldið (sinn einka hofgarð’ á Möðruvöllum í Eyafirði með stúlku nokkurri, þremenningi sínum að frændsemi, er Kristín Oddsdóttir hét, og hafi hann síðan gift hana Höskuldi nokkrum, einum sveina sinna, er átt hafi 2 hundruð hundraða6. Svo er enn sagt, að Loptr hafi gert Kristínu kost á að kjósa sér bónda og hafi hún þá kjörið Höskuld þenna, og hafi þá Loptr sagt við hana: „Kjörvillt varstu, Kristín; eg meinta þú myndir mig kjósa“, og er það siðan að orðtaki haft. Jón Gizurar- son getr þess og, að Loptr kvæði til Kristínar marg- ar vísur með allra handa bragarháttum (Háttalykill, sem svo er nefndr), er fundizt hafi á honum dauðum í treyuermi hans. Hann minnist og auðœfa Lopts í fasteignum, og að hann hafi að sögn jafnlega riðið meðal búa sinna með tuttugu sveina7. Björn Jónsson getr þess, að Loptr hafi átt áttatíu stórgarða, en dáið í slœmu koti (B. J. Ann., við ár 1436). Flestar þess- 6) Björn Jónsson (Ann., við ár 1436) segir. að Loptr hinn ríki hafi haldið mjög frekt við Kristínu að konu sinni lifandi, en Jón Pétrson ætlar, að svo muni trautt hafa verið, og leiðir rök til, að þau Loptr og Kristín muni ekki hafa verið þre- menningar, þar eð byskupar myndi þá eigi hafa látið barn- eignir þeirra óátaldar, en til þess finnst enginn vottr, að þeir hafi gert það, (B. B. Sm. æf. I, I, 159. bls.: J. P. 1. ath. gr.). Að Kristín Oddsdóttir hafi eyfirzk verið, má ráða af því, að hún seldi Arnfinni þorsteinssyni (Byólfssonar) erfða hlut sinn í Hóli í Svarfaðardal 1388 (J. P. s. ath. gr.). Höskuldr, bóndi Kristínar, gæti verið sá Höskuldr Hallsson, frændi Halldórs prests Loptssonar, er hann getr í sálugjafarbréfi sínu (J. P. Tfmar. IV, 79). I sumum ættartölum segir, að þau Hösk- uldr og Kristín hafi búið að Ulfá í Eyafjarðardal. 7) J. G. Ritgerð í Safni t. s. Isl. I, 671—672. Tímarit hins íslenzka bókmentafélags. II. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.