Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Blaðsíða 43
testamenti) á Möðruvöllum í Hörgárdal, svo sem áðr
er getið, og mun hann hafa andazt litlu síðar, það eða
hið næsta ár (1403 eða 1404).
Eigi hafa þeir Jón Espólín eða Bogi Benedikts-
son þekkt faðerni Halldórs prests nema föðurnafnið,
en Jón Pétrsson hefir með rökum sýnt, að faðir hans
hefir verið Loptr þórðarson á Möðruvöllum, er átti
Málmfríði, dóttur Árna á Aski (i Fenhring á Norð-
hörðalandi? Fms. 12, 261) og Ásu50. Málmfríðar, konu
Lopts, getr í Lafranz sögu byskups (37. k.: Bysk. I,
838, 896), að hún kom út á Eyrum um þing 1321 og
varð fyrst til þess að flytja boðskap um kosning bróð-
ur Lafranz51 Kálfssonar til byskups á Hólum; Málm-
fríðr er þar nefnd frú, og mun því maðr hennar, Loptr
ingarlið, svo sem suffragiumhók, Laurentiusskrín, Augustinus-
saga, Simphorianusm essa.
50) B. B. Sm. æf. I, 1,138. bls. : J. P. : 3. ath. gr. sbr. 14.
bls. — Heimili Lopts þórðarsonar er þar nefnt ‘Grund’, en
sú villa mun vera af því sprottin, að Bogi Benediktsson telr
hann eða hyggr vera bróðurson Steinvarar Sighvatsdóttur, og
þít son þórðar kakala (eigi þórðar króks, er féll 1 Orlygsstaða
bardaga 1238), en það nær engri átt (þórðr kakali t 1256,
Loptr þórðarson f 1355).
51) það þykir íslenzkulegra og þá réttara að skrifa og
nefna ‘Lafranz’ enn ‘Laurentius’, enda kemr það nafn oft fyrirí
Lafranz sögu byskups, og svo hefir hann eflaust verið almennt
kallaðr af samtíðismönnum. Ef nafninu ‘Laurentius’ er hald-
ið, ætti að láta það halda hinni latnesku beyging, svo sem
8öguritarinn hvervetna hefir gert, og sagan ætti því að heita
‘Laurentií saga byskups’. þó mætti heita ‘Laurentiuss&g&',
ef skrifað er í einu orði, svo sem í sögunni kemr fyrir ‘Laur-
entiusskrín', ‘Laurentiusmesaa.' og ‘Laurentiusmessudagr’
(Lafr. a. bysk. 3. og 65. k. : Bysk. I, 741, 874). þyki mynd-
in ‘Lafranz’ eigi viðfelldin, en nafnið þó beygt sem íslenzkt,
væri einsætt að rita eftir framburði ‘Lárenzius'.