Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Blaðsíða 2
84
inn og fegurstur í sólnánd, og minkar því fjær sem
dregur sólu, og loks er halastjarnan írá oss séð, áður
hún hverfur út f geiminn, að eins lítill, halalaus þoku-
blettur með daufu ljósi. Halastjörnurnar 1585 og 1763
voru halalausar, halastjarna er sázt 1807 hafði einn hala,
en hann var klofinn i tvo að framan. Næst stjörnunni
erhalinn alveg eins og kjarninn, en utan eru randirn-
ar bjartari. Stundum hafa menn séð í kjarnanum
mörg lög, hvert utan um annað; í halastjörnunni 11860
voru tveir kjarnar og höfuðið á Borelly’s halastjörnu
1873 var beill kjarnaklasi.
Halastjörnur fara, eins og kunnugt er, í mjög víð-
um sporbaugum kringum sólina, eru ýmist mjög nærri
henni eða mjög fjarri. í sólnánd fara þær mikluharð-
ara en í sólfjærð; halastjarnan 1680-81 fór, eptir reikn-
ingi Enckés, meðan hún var næstsólu, 53 mílur á sek-
úndu, en er hún var fjærst, að eins rúm 10 fet. pegar
halastjörnur nálgast sólina, stækka þær mjög af hitan-
um, en dragast meir og meir saman við kuldann, ept-'
ir því sem þær fjarlægjast hana meir. Um nýár 1880
sást á suðurhveli jarðar í sjónpípum dálítil halastjarna;
húnkom 27. janúar svo nálægt sólu, að hún nærri snerti
hana, og um nokkrar klukkustundir varð hún fyrir svo
miklum hita, að hefði jörðin verið á sama stað, mundi
hún hafa orðið að gufu. . Nú þekkja menn mjög marg-
ar halastjörnur, en flestar eru svo litlar og ljósdaufar,
að þær sjást eigi með berum augum, en að eins í beztu
sjónpípum.
Með því að ransaka ljóseðli halastjarnanna (spektral-
analýsis), hafa menn fundið, að aðalefni í þeim er kola-
vatnsefni. 1881 sáust tvær halastjörnur, og voru þær
skoðaðar eins nákvæmlega og unt var. Af ljósi þeirra
sást, að töluvert af því er aðeins endurskin frá sólunni,
en þó er nokkuð þeim sjálfum eiginlegt og ber með
sér, að það sumpart streymir frá heitum gufum. f>að sást