Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Blaðsíða 49
víðast hvar kenndr við heimili sitt eitt, hefir verið ó-
vísa nokkur um föðurnafn hans. í miðsögu Guðmund-
ar byskups Arasonar (einu handriti) er hann nefndr
‘Kleppjárnsson'60 og samkvæmt því er i nafnaskránni
við Byskupasögur I til fœrðr ‘Hallr Kleppjárnsson',
faðir herra þ>órðar, og eins: ‘jpórðr Hallsson Klepp-
járnssonar'. Jón J>orkelsson hefir fyrstr athugað, að
þetta er eigi rétt61, enda er hann á einum stað í Sturl-
ungu nefndr ‘Hallr Jónsson af Möðruvöllum' (7, 23:
III, 49) og á öðrum stað ‘Hallr Jónsson' (Sturl. 7, io;
III, 23), en eigi nefnt heimilisnafn hans62; Jón Sigurðs-
son hefir farið um það þessum orðum: ‘Hallr af Möðru-
völlum hefir verið Jónsson, faðir herra þ>órðar, að ætl-
un Jóns þ>orkelssonar (um visur í Byskupasögum, með
skólaboðsriti 1872, bls. 24, sbr. Sturlungu III, 49)’ 63.
Enn fremr hefir Jón Pétrsson leitt rök að því, að
Hallr, faðir herra J>órðar, geti eigi eftir tímanum ver-
ið Hallr, sonr Kleppjárns, sonar Halls á Hrafnagili
(-j- 1212) Kleppjárnssonar64. f>að er því eflaust rétt,
að ‘Hallr af Möðruvöllum' og ‘Hallr Jónsson' (í Sturl-
ungu) er sami maðrinn, og að Hallr, faðir herra |>órð-
ar, hefir verið Jónsson.
Hallr Jónsson á Möðruvöllum kemr fyrst við
60) Bysk. I, 593.—þar er þess getið (í 4. ath.gr. neðan-
máls), að orðið ‘Kleppjárnsson’ sé mjög dauft, og só það
rétt lesið, er það eflaust misritan.
61) J. þ. skýringar á vísum í Guðmundar sögu Arasonar
og Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar, Bvík 1872, 24. bls.
62) í Sturl. III, 51, 2. mismunargr. neðanm. er hann og
nefndr ‘Hallr Jónsson’, en bœamafn eigi til greint.
63) ísl. fombr.safn I: Lagfœringar og viðaukar (við :bls.
617., lín. 15. að neðan), 729. bls.
64) B. B. Sm. æf. I, I; 138. bls. J. P. 1. ath.gr.
Tímarit hins islenzka bókmentafelags. IV. 9