Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Blaðsíða 13
95
smáagnir, er verða eptir á brautinni, en fara sama hring
og móðir þeirra; þetta sést af því, að brautirnar eru
sameiginlegar fyrir stjörnuhröpin og halastjörnurnar.
þ>egar halastjörnur eyðast, er mjög líklegt að þær verði
að eintómum smáögnum, og svo hefir efalaust verið
með Biela’s stjörnu. Stundum eru tvær halastjörnur á
sömu braut, og á eptir þeim og milli þeirra margir
slíkir hópar af smáögnum; upprunalega hefir alt verið
ein stór halastjarna, sem síðan hefir klofnað og part-
arnir orðið hver fyrir utan annan; alt er þó á sömu
brautinni, en í mismunandi fjarlægð hvert frá öðru. 12.
febr. 1875 féllu margir meteorsteinar í Iowa í Norður-
Ameríku; ransakaði náttúrufræðingurinn Artfmr Wright
þá og fann í þeim mjög mikið af loptkynjuðum efnum,
er voru alveg hin sömu, sem menn hafa séð í hala-
stjörnunum með ransóknum á ljósi þeirra, eða með
öðrum orðum, ljósband þessara efna er alveg eins og
í halastjörnunum. þessi gufukendu efni hafa menn á
seinni árum fundið í mjög mörgum meteorsteinum. þ>ó
geta menn naumlega haldið, að halastjörnur og hópar
af meteorsteinum séu fullkomlega hið sama; þau standa
í nánu sambandi, það er víst. í halastjörnunum sjálf-
um er efnablöndunin og ásigkomulag þeirra töluvert
annað en það, sem menn sjá á meteorsteinum, þau þurfa
að öllum likindum minni hita til þess að verða hvít-
glóandi en þau sem eru í loptsteinunum. Uppruni og
eðli halastjarnanna er enn að mestu ráðgáta; hvort
þær eru leifar af gömlum eyddum hnetti eða eigi, vita
menn eigi með vissu. Margir halda að þær séu hnatt-
leifar, og Zöllner segir, að stjörnuhröpin muni vera úr
hinum föstu efnum hnattarins, en sjálfar halastjörnurn-
ar séu hin fljótandi og gufukendu efni. Menn sjá að
í kjörnum halastjarnanna er sífeld hreifing á efnunum
og órói; hitabreytingar verða og á þeim fjarska mikl-
ar, eptir því hvort þær eru fjær eða nær sólu. Eigi