Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Blaðsíða 41

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Blaðsíða 41
123 samt |>órði presti J>órðarsyni á Höskuldsstöðum og frá þórríði Sturludóttur í Hvammi, en Ingileif 6. maðr frá frá Sighvati Sturlusyni), og með því að eigi eru raktar ættir þar til neins annars á þeim tímum enn þeirra Jóns, þá liggr mjög nærri að ætla, að hún hafi verið kona hans, enda styrk- ist það og á öðru, að svo muni verið hafa. f>að hefir verið skýrt frá, að Halldórr Loptsson keypti hálfa Grund að Jóni Hákonarsyni í Víðidalstungu, en hálfa að Birni Einarssyni Eiríkssonar (Sveinbjarnarsonar súðvíkings), en Einarr, faðir Bjarnar, átti grundar-Helgu, sem svo er almennt kölluð. Einarr Eiríksson, sem átti óðal í Vatnsfirði, hefir eignazt hálfa Grund með konu sinni grundar-Helgu, svo sem almennt hefir verið víst talið (Sbr. J. E. Árb. I, 74), og þá er og lík- legt, að Jón Hákonarson, sem átti óðal í Víðidalstungu, hafi fengið sinn hlut Grundar að erfðum og helzt með konu sinni, er verið hafi náin frændkona grundar-Helgu. Nú kemr mjög vel heim að tímanum til, að Ingibjörg Arnadóttir, sem nefnd er í Vatnshymu, hafi verið dóttir Árna þórðarsonar, er tek- inn var af í Lambey í Bangárþingi 17. júní 1362, og að grundar-Helga hafi verið systir Áma, þórðardóttir Kolbeins- sonar þórðarsonar kakala, og h'klegt er, að hann sé sá þórðr Kolbeinsson, er andaðist 1331 (ísl. ann.), og er þá eigi kyn, þótt Helga hafi verið með hörðum hug til þeirra, er réðu af- töku Árna, og eigi latt stórræðanna á Grund, er bardaginn varð þar 8. júlí sama ár, þar sem þeir Smiðr hirðstjóri And- résson og Jón Guðormsson skráveifa lögmaðr féllu (sbr. Safn t. s. Isl. II, 65). það kemr þannig ágætlega heim við tím- ann og önnur atvik, að þau Arni hirðstjóri þórðarson og grundar-Helga hafi verið syskin, börn þórðar, sonar Kolbeins þórðarsonar kakala, og hefir þá Kolbeinn komizt að Grund eftir brœðr sína, en þórðr sonr hans erft Grund eftir hann, og þau grundar-Helga og Árni eftir þórð föður sinn, og Ingi- leif svo eftir Árna hálfa Grand, er Jón Hákonarson síðan hafi eignazt með henni. þannig verðr það mjög sennilegt, að Grund hafi alla stund haldizt í ætt þórðar kakala, þar til er Halldórr prestr Loptsson keypti hana af þeim Birni og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.