Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Blaðsíða 10

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Blaðsíða 10
92 ur f brotunum, sem til jarðar falla ; brotin falla opt um mikið svið. Ef loptsteinar eru mjög smáir og ljós þeirra litið, kallast þeir stjörnuhröp; svo smáir steinar koma mjög sjaldan heilir til jarðar, en leysast í dupt og smáagnir í loptinu. Stjörnuhröp eru mjög tfð og sjást nærri hverja nótt. Með.þvf að vígahnöttum og stjörnuhröpum bregður svo ótt fyrir er þau falla, þá er eigi gott að mæla, hve hátt þau eru yfir jörðu, er þau sjást fyrst og er þau hverfa, til þess þarf og at- hugun frá tveim stöðum. Vanalegast sjást stjörnuhröp fyrst 15—25 mílur yfir jörðu og slokna 7—10 mflum neðar. f>að er eðlilegt, þó meteorsteinarnir verði gff- urlega heitir, er þeir falla með svo miklum hraða til jarðarinnar. Menn hafa séð meteorsteina falla með 4—5 mílna hraða á sekúndu. í efstu loptlögunum er mótstaðan reyndar lftil, þvf þar er loptið svo þunt, en smátt og smátt breytist hreyfingin í hita, svo steinn- inn verður loks hvftglóandi. Setjum svo, að meteor- steinn félli, sem væri 4 ferhyrnings-þumlungar að þver- máli, og færi með 4 mflna hraða á sekúndu; látum nú loptið, er hann fer um, vera 10 þúsund sinnum þynnra að meðaltali, en lopt við sjávarflötinn; þá mundi steinn- inn hitna um 6400° C, og eigi þyrfti meir en fjórða part af þeim hita til þess að gjöra hann hvítglóandi. þessi geysilegi hiti gjörir það að verkum, að ljósglamp- inn verður svo bjartur og snöggur, og að svo margir loptsteinar springa f ótal agnir. Menn hafa tekið eptir því, að flest stjörnuhröp verða á vissum árstímum, mest milfi 12. og 14. nóv- ember og svo á Lafranzmessu (10. ágúst). Alexander Humboldt var hinn fyrsti, er tók eptir nóvember-stjörnu- hröpunum sérstaklega. Nóttina milli 11. og 12. nóv- ember 1799 sást í Cumana (f Venezuela) í Suðurame- ríku fjarskalegt eldregn í 4 klukkustundir; vígabrand- ar og stjörnuhröp þutu um loptið svo þúsundum skipti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.