Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Síða 1
Orustan við Hastings.
Eftir
Pál Melsteó.
Grein sú, er hér fer á eftir, er tekin úr dönsku tímariti,
er heitir: „Historisk Archivudgivet af F. C. Granzoiv Kbh.
1877, en komin er hún í tímaritið úr enskri bók eftir E. A.
Freemann, er hann nefnir „History of the Norman Conquest of
England11, í mörgum bindum og allfrægt verk. (treinin er hvergi
nærri orðrétt þýdd á íslenzku, heldr víða stytt og dregin saman,
enda skotið inn á stöku stað orðum og atvikum úr öðrum
áreiðanlegum bókum.
I.
?að er upphaf þessa máls, að Játvarður konúngur lá
sjúkur og var nær kominn dauða. f>að var um jóla-
leyti árið 1065. Var þar margt stórmenni saman kom-
ið, og margur með þúngum áhyggjum, því að kon-
ungurinn var barnlaus, og enginn á lífi af hinni gömlu
konungsætt, nema Játgeir, sonar sonur Játmundar
járnsíðu, en hann var barn að aldri, og eigi tiltök að
hefja hann til konúngdóms, fyrir þá sök, að tveir of-
ureflismenn stóðu í móti, Tosti jarl og Vilhjálmr her-
togi af Normandii, er báðir vildu konungar verða yfir
Englandi, hvenær sem Játvarðar misti við. En einn
maður var sá á Englandi, er að flestra rómi þótti fær
um að erfa ríkið eftir Játvarð konung; sá maður var
Tímarit hins fslenzka Bókmentafélags. V. 13