Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Page 2

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Page 2
194 Haraldur jarl Guðinason. Hann var manna bezt til höfðingja fallinn, hann var hermaður hinn mesti og hraustur í orustum, og hafði um mörg ár undanfarin haft stjórn ríkisins á hendi, og farið vel með, þótt Játvarður bæri konúngs nafnið. En Haraldur var eigi af konungsættinni, og fyrir því hugðu margir, að fjandmenn ríkisins mundu neyta færisins og vekja nýj- an ófrið þar í landi. það var 5. janúar 1066, að Ját- varður konungur vaknaði sem af svefni og hafði ráð alt og rænu. Við rekkju hans stóðu þeir sinn hvor- um megin, Haraldur jarl og Stígandi erkibiskup, tveir hinir æðstu menn í ríkinu; við fótagaflinn sat Gyða drotning, systir Haraldar jarls. Jafnskjótt sem kon- ungur raknaði við baðst hann fyrir og þvf næst lét hann kalla til sfn þá af vinum sínum, er viðstaddir voru og sagði þeim frá þvi, er fyrir hann hafði borið, en þeim fyrirburði fylgdu þau orð, „áður en ár er liðið frá dauða þínum munu óvinir þfnir vaða yfir rfki þitt landshorna í millum og fara með ráni og mann- drápum“. Ollum þeim, er heyrðu þessi orð, fannst mikið um, nema erkibiskupi. Hann var einn af hinum stór- gerðu biskupum, sem vér hittum öðruhverju í sögu Norðurlanda. Hann lagði lftinn trúnað á það, sem alþýða manna kallaði tákn og fyrirburði, og svo var um þetta. Hann hvíslaði að Haraldi jarli og sagði, að konungurinn væri svo sjúkur, að hann vissi eigi hvað hann segði. Nú voru góð ráð dýrmæt, og nú var um annað að hugsa en um óráðs orð konungsins. J>að varð eigi hjá þvf komizt, að leggja þá spurningu fyrir konung- inn, er varðaði alt England, þótt hann væri kominn í andlátið. þ>egar konúngur hafði minzt á útför sína, og þakkað vinum sínum og vandamönnum trygð og hollustu við sig, spurðu þeir Haraldur og Stfgandi

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.