Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Page 6

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Page 6
198 kenna hinum harðsvíruðu eyjarskeggjum betri siðu, hann varð aldrei fremur en þá, að sýna mönnum, að hann væri trúfastur verndari kirkjunnar heima í sínu riki. í júni mánuði 1066 veitti hann tveimur mönnum ábótadæmi, var annar þeirra nafnfrægur maður Bec að nafni; hann varð ábóti yfir klaustri hins helga Stefáns, er þá var þvi nær fullgjört; seinna varð hann erkibiskup í Kantaraborg. Sá maður var gæddur miklu andlegu atgiörfi, og var hann Vilhjálmi hin mesta stoð. fað er i augum uppi, að þessi embættis- skipan var mjög hyggileg, einmitt eins og þá stóð á; forvígismenn kirkjunnar urðu, það þeir frekast kunnu, að vinna eitthvað það, er afmáð gæti allar þeirra syndir. Um þetta leyti var vígt þrenningar klaustrið við Caen, sem Matthildur kona Vilhjálms hafðistofn- sett, og þá lét hann vigja til kirkjunnar þjónustu elztu dóttur sína Sezelju, er þá var á únga aldri, en seinna varð hún abbadýs, og mjög merkileg, i klaustri móð- ur sinnar, sem áður var nefnt. f essu likt var það á Englandi. Báðumeginn við sundið kepptust hvorir við aðra, bæði landstjórarnir og þegnar þeirra, að afla sér hylli drottins, með sér- legum góðverkum. Nú snúum vér oss að hinum stórkostlega ófriði milli þeirra Vilhjálms og Haraldar. Floti Vilhjálms var um lok ágústmánaðar búinn til brottferðar. Vilhjálmur fékk Matthildi konu sinni forráð ríkisins í hendur, og hina vitrustu menn til ráðaneytis, og því næst hélt hann þangað sem floti hans lá, en það var skammt frá þeim stað, er Vilhjálmur hafði unnið eitt af sínum hreysti- verkum. Osinn á Dives-fljóti, þar sem flotinn lá, er skamt frá kastala þeim, er Varaville heitir. þar hafði Vilhjálmur hitt Frakka eitt sinn, er þeir gjörðu áhlaup á ríki hans, og barið óþyrmilega á þeim. Díves fljót kemur til sjávar lítið eitt vestar en Signa og er far-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.