Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Page 9

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Page 9
201 Normandii og setti herbúðir utan sinna landamerkja á lóð þess manns, er hét Guy Ponthieu, hann var lendur maður Vilhjálms og vinur hans mikill. far rennur Sommefljót til sjávar, þar staðnæmdist flotinn. f>ar stendur klaustur eitt, kent við Valarik, er var uppi á dögum Merovínga og leitaðist við að kristna heiðna menn norðan á Gallíu. Hjá klaustrinu hafði myndast lítill bær að nafni St. Valery; sjást enn leifar af klaustrinu, og á bænum er miðalda svipur. þar lá nú floti Vilhjálms og beið byrjar til þess, að leggja út af vík þeirri, er Somme fljót fellur í, og komast yfir til Englands. En meðan Vilhjálmur lá þar með alt sitt lið, var Haraldur á ferðinni norður í land, barðist við Harald Sigurðsson við Stafnfurðu-bryggju og vann sigur. Nú þótti mönnum langt að bíða byrjar og gjörðist illur kurr meðal þeirra, en Vilhjálmur hughreysti þá í orði og verki, gjörði ýmsar fyrirskipanir um allskonar helgihöld og gekk sjálfur í þeim efnum á undan sín- um mönnum með gott eftirdæmi; en svo leið hálfur mánuður, að eigi batnaði byrinn við bænahaldið. þ>á tók Vilhjálmur það til bragðs, að hann fékk ábótann og alla múnkana í St. Valeryklaustri til þess að bera skrín hins helga Valariks í dýrðlegri processiu. Klæði var breitt á jörðina og þar á var skrínið sett, gengu liðsmenn þángað, gjörðu bænir sínar og áheit og greiddu offur. Um síðir urðu menn bænheyrðir. Miðvikudaginn 27. sept., tveim dögum eftir sigur Haraldar við Stafn- furðubryggju rann á blásandi byr af suðri; kom þá gleði- bragð á allan herinn; tími hvíldar og aðgjörðaleysis var á enda, en störf og stórvirki fyrir hendi, og Eng- land þótti liggja laust fyrir með öllum slnum auðæfum. |>ví næst lét hertoginn blása til brottlögu, og allir flýttu sér, sem þeir bezt kunnu út á skipin. Sumir báru vopn, er brúka skyldi fyrir handan sund, sumir

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.