Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Qupperneq 10
202
beittu sér fyrir vag-na, er á voru bæði vopn og vin-
tunnur; fluttu menn gnægð af víni með sér, en alls
eigi matvæli; sumir reistu siglutré, sumir leystu segl.
Riddarar fluttu hesta sína út á skipin og var það all-
seinlegt verk. Á skipunum voru alls konar hljóðfæri
og mátti heyra hljóminn víðsvegar. þegar alt var til-
búið gekk Vilhjálmur hertogi til klaustursins og þuldi
þar hinar síðustu bænir sínar og offraði sínum síðustu
gjöfum á gallverzkri lóð, áður hann vann England.
þegar hertoginn gekk á skip var kveld komið ; eigi
sást til túngls því að loftið var skýjað, og fyrir því
bauð hertoginn að kveikja skyldi á ljóskerum á öllum
skipum, en á sínu skipi hafði hánn ljósker á siglu-
toppi til þess að allur flotinn gæti haft það fyrir aug-
um, sem leiðarstjörnu; skipin skyldu halda samflot og
fylgja sem næst á eftir hans skipi. Morguninn eftir
um dægramótin var hertogans skip komið svo langt
á undan, að það var orðið eitt sér; lét hertoginn kasta
akkerum og beið þess að flotinn kæmi. Nú sást land
fyrir stafni, og um dagmálaskeið fimtudaginn 28. sept-
ember mánaðar (1066) steig Vilhjálmur hertogi fæti
sínum á England.
II.
Vilhjálmur hertogi tók þar land, er Saxar höfðu
fyrir mörgum öldum barizt við Breta og Rómverja og
orðið þeim ærið þúnghöggir. Vilhjálmur tók til starfa
á Englandi einmitt á þeim sama stað, sem mest hafði
verið að því unnið að gjöra Bretland að Englandi.
Floti Vilhjálms var kominn þar að landi, austan til í
Sussex, er höfði sá gengur að sjó fram, er heitir
Beachy Head. Austan undir þeim höfða er láglendi
með sjó fram þangað til hæðir þær taka við, er liggja