Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Qupperneq 10

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Qupperneq 10
202 beittu sér fyrir vag-na, er á voru bæði vopn og vin- tunnur; fluttu menn gnægð af víni með sér, en alls eigi matvæli; sumir reistu siglutré, sumir leystu segl. Riddarar fluttu hesta sína út á skipin og var það all- seinlegt verk. Á skipunum voru alls konar hljóðfæri og mátti heyra hljóminn víðsvegar. þegar alt var til- búið gekk Vilhjálmur hertogi til klaustursins og þuldi þar hinar síðustu bænir sínar og offraði sínum síðustu gjöfum á gallverzkri lóð, áður hann vann England. þegar hertoginn gekk á skip var kveld komið ; eigi sást til túngls því að loftið var skýjað, og fyrir því bauð hertoginn að kveikja skyldi á ljóskerum á öllum skipum, en á sínu skipi hafði hánn ljósker á siglu- toppi til þess að allur flotinn gæti haft það fyrir aug- um, sem leiðarstjörnu; skipin skyldu halda samflot og fylgja sem næst á eftir hans skipi. Morguninn eftir um dægramótin var hertogans skip komið svo langt á undan, að það var orðið eitt sér; lét hertoginn kasta akkerum og beið þess að flotinn kæmi. Nú sást land fyrir stafni, og um dagmálaskeið fimtudaginn 28. sept- ember mánaðar (1066) steig Vilhjálmur hertogi fæti sínum á England. II. Vilhjálmur hertogi tók þar land, er Saxar höfðu fyrir mörgum öldum barizt við Breta og Rómverja og orðið þeim ærið þúnghöggir. Vilhjálmur tók til starfa á Englandi einmitt á þeim sama stað, sem mest hafði verið að því unnið að gjöra Bretland að Englandi. Floti Vilhjálms var kominn þar að landi, austan til í Sussex, er höfði sá gengur að sjó fram, er heitir Beachy Head. Austan undir þeim höfða er láglendi með sjó fram þangað til hæðir þær taka við, er liggja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.